„Getur engin farið á klúbbinn á laugardagskvöldi en við skemmtum okkur á vellinum í staðinn“ Arnar Geir Halldórsson skrifar 16. janúar 2021 22:45 Hart barist undir körfunni í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Hildur Björg Kjartansdóttir átti ágætan leik í kvöld fyrir Val gegn Haukum en hún setti niður ellefu stig og tók þar að auki sex fráköst í tíu stiga sigri á Ásvöllum. Hildur Björg Kjartansdóttir átti ágætan leik í kvöld gegn Haukum en hún setti niður 11 stig og tók þar að auki 6 fráköst í 10 stiga sigri á Ásvöllum. „Ég er mjög glöð að vinna hérna, gegn sterku liði. Þetta byrjaði svolítið flatt hjá okkur í dag og það vantaði smá gleði. Það sagði einhver inn í klefa að nú væri laugardagskvöld og það getur enginn farið á klúbbinn en við getum verið hér að spila þannig að við verðum að hafa aðeins meira gaman af þessu,“ sagði Hildur í viðtali eftir leik. Valur var með yfirhöndina framan af og leiddi leikinn allan fyrri hálfleikinn en þær hleyptu Haukum inn í leikinn í síðari hálfleik og Haukarnir náðu að komast yfir í fjórða leikhluta. Aðspurð um breytinguna á Valsliðinu frá fyrri og seinni hálfleik svaraði Hildur, „Við leyfðum þeim að fara í taugarnar á okkur, þær voru að ýta vel í okkur og við að leyfa þeim að ýta okkur úr stöðunum. Við þurfum bara að hugsa um okkur og spila okkar leik og halda áfram.“ Það hefur verið rætt og ritað um að hléið sem gert var á deildinni vegna heimsfaraldursins hafi hjálpað Valsliðinu vel í því að endurheimta leikmenn sína úr meiðslum og fleira. Hildur er nokkuð sammála því. „Þetta hentaði allavegana ágætlega fyrir mig og Helenu og Ásta er kominn aftur. Ég fékk að jafna mig í friði með brotinn putta og Helena eignaðist sitt barn. Þetta hentaði þannig alveg ágætlega þó það verði mikið álag núna. Við erum samt fyrst og fremst ánægðar að vera byrjaðar aftur,“ svaraði Hildur. Valsliðið er búið að sigra báða leiki sína eftir hlé og næstu fórnarlömb eru Snæfellingar sem koma í heimsókn á Hlíðarenda á miðvikudag og Hildur segir Valsliðið halda ótrautt áfram „Við stefnum alltaf á sigur. Við fögnum í kvöld og erum glaðar að hafa unnið hér en á morgun undirbúum við næsta leik,“ sagði Hildur að lokum. Dominos-deild kvenna Valur Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Gary sem stal jólunum Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Fleiri fréttir Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Sjá meira
Hildur Björg Kjartansdóttir átti ágætan leik í kvöld gegn Haukum en hún setti niður 11 stig og tók þar að auki 6 fráköst í 10 stiga sigri á Ásvöllum. „Ég er mjög glöð að vinna hérna, gegn sterku liði. Þetta byrjaði svolítið flatt hjá okkur í dag og það vantaði smá gleði. Það sagði einhver inn í klefa að nú væri laugardagskvöld og það getur enginn farið á klúbbinn en við getum verið hér að spila þannig að við verðum að hafa aðeins meira gaman af þessu,“ sagði Hildur í viðtali eftir leik. Valur var með yfirhöndina framan af og leiddi leikinn allan fyrri hálfleikinn en þær hleyptu Haukum inn í leikinn í síðari hálfleik og Haukarnir náðu að komast yfir í fjórða leikhluta. Aðspurð um breytinguna á Valsliðinu frá fyrri og seinni hálfleik svaraði Hildur, „Við leyfðum þeim að fara í taugarnar á okkur, þær voru að ýta vel í okkur og við að leyfa þeim að ýta okkur úr stöðunum. Við þurfum bara að hugsa um okkur og spila okkar leik og halda áfram.“ Það hefur verið rætt og ritað um að hléið sem gert var á deildinni vegna heimsfaraldursins hafi hjálpað Valsliðinu vel í því að endurheimta leikmenn sína úr meiðslum og fleira. Hildur er nokkuð sammála því. „Þetta hentaði allavegana ágætlega fyrir mig og Helenu og Ásta er kominn aftur. Ég fékk að jafna mig í friði með brotinn putta og Helena eignaðist sitt barn. Þetta hentaði þannig alveg ágætlega þó það verði mikið álag núna. Við erum samt fyrst og fremst ánægðar að vera byrjaðar aftur,“ svaraði Hildur. Valsliðið er búið að sigra báða leiki sína eftir hlé og næstu fórnarlömb eru Snæfellingar sem koma í heimsókn á Hlíðarenda á miðvikudag og Hildur segir Valsliðið halda ótrautt áfram „Við stefnum alltaf á sigur. Við fögnum í kvöld og erum glaðar að hafa unnið hér en á morgun undirbúum við næsta leik,“ sagði Hildur að lokum.
Dominos-deild kvenna Valur Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Gary sem stal jólunum Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Fleiri fréttir Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum