Fjallið elskaði það að fá nokkur högg í andlitið frá hinum hljóðláta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. janúar 2021 08:01 Hafþór Júlíus Björnsson og Steven Ward börðust í Dúbaí um helgina. Instagram/@thorbjornsson Fjallið steig inn hringinn á móti „hljóðláta manninum“ í Dúbaí á föstudagskvöldið. Hafþór Júlíus Björnsson barðist við Steven Ward í hnefaleikahringnum um helgina en þetta var fyrsti æfingabardagi Fjallsins fyrir uppgjörið við Eddie Hall í Las Vegas næsta haust. Þetta var líka bardagi án sigurvegara og báðir náðu nokkrum góðum höggum. Bardaginn fór fram á föstudaginn en var síðan sýndur á miðlum Hafþórs Júlíusar daginn eftir. Hafþór Júlíus talaði um það fyrir bardagann af hverju hann vildi fá að berjast við Ward á þessum tímapunkti. View this post on Instagram A post shared by Hafþo r Ju li us Bjo rnsson (@thorbjornsson) „Ég vil greina mistökin mín fyrir bardagann við Hall. Ég vil líka vera búinn að finna spenninginn og komast yfir það fyrir bardagann í september. Ég vil læra af þessu og ég vil verða betri. Þó að þetta sé sýningarbardagi þá ætlum við báðir að sýna hvað við getum,“ sagði Hafþór Júlíus fyrir bardagann. Hafþór var miklu stærri en Ward, 206 sentímetrar og 156 kíló á móti 188 sentímetrum og 99 kílóum hjá fyrrum Evrópumeistara í léttþungavigt. Hafþór Júlíus fékk að kynnast hnefa Ward nokkrum sinnum og fagnaði því eftir bardagann. Þegar hann var spurður af því hvernig var að vera sleginn í andlitið þá kom svarið sumum á óvart. „Það var frábært, ég elska þetta,“ sagði Hafþór Júlíus eftir bardagann. „Þetta tókst mjög vel og ég get ekki beðið eftir að komast aftur heim og byrja aftur að æfa. Ég elska þessa íþrótt og ber mikla virðingu fyrir henni sem og íþróttamönnunum sjálfum,“ sagði Hafþór. View this post on Instagram A post shared by Hafþo r Ju li us Bjo rnsson (@thorbjornsson) Hafþór Júlíus stóðst heldur ekki freistinguna að senda Eddie Hall nokkur góð skilaboð. „Ef þú ætlar ekki að taka þennan bardagann alvarlega þá mun ég rota þig í fyrstu lotu. Ég ráðlegg þér að fara að taka þennan bardaga alvarlega,“ sagði Hafþór Júlíus. Steven Ward sendi Hafþóri líka stutt skilaboð í athugasemdum við Instagram færslu um bardagann. „Þú er herramaður. Óska þér alls hins vesta stóri maður,“ skrifaði Steven Ward. Hann hrósaði líka Hafþóri fyrir hraða og snerpu þrátt fyrir að vera svona stór og mikill. Hafþór tilkynnti líka að hann ætlaði að reyna sig í fleiri æfingabardögum fram að þeim stóra í september. „Takk fyrir öll jákvæðu skilaboðin. Ég mun berjast oftar í undirbúningi mínum fyrir bardagann í september. Við hvern ætti ég að berjast næst,“ spurði Hafþór fylgjendur sína. Það má sjá allan bardagann hér fyrir neðan. watch on YouTube Box Aflraunir Mest lesið Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Fótbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti Fleiri fréttir Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Mætti ekki í viðtöl eftir tap Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag „Þetta er alltaf leikur sem þú munt vilja sjá“ Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Óttast að Grealish verði lengi frá Sjá meira
Hafþór Júlíus Björnsson barðist við Steven Ward í hnefaleikahringnum um helgina en þetta var fyrsti æfingabardagi Fjallsins fyrir uppgjörið við Eddie Hall í Las Vegas næsta haust. Þetta var líka bardagi án sigurvegara og báðir náðu nokkrum góðum höggum. Bardaginn fór fram á föstudaginn en var síðan sýndur á miðlum Hafþórs Júlíusar daginn eftir. Hafþór Júlíus talaði um það fyrir bardagann af hverju hann vildi fá að berjast við Ward á þessum tímapunkti. View this post on Instagram A post shared by Hafþo r Ju li us Bjo rnsson (@thorbjornsson) „Ég vil greina mistökin mín fyrir bardagann við Hall. Ég vil líka vera búinn að finna spenninginn og komast yfir það fyrir bardagann í september. Ég vil læra af þessu og ég vil verða betri. Þó að þetta sé sýningarbardagi þá ætlum við báðir að sýna hvað við getum,“ sagði Hafþór Júlíus fyrir bardagann. Hafþór var miklu stærri en Ward, 206 sentímetrar og 156 kíló á móti 188 sentímetrum og 99 kílóum hjá fyrrum Evrópumeistara í léttþungavigt. Hafþór Júlíus fékk að kynnast hnefa Ward nokkrum sinnum og fagnaði því eftir bardagann. Þegar hann var spurður af því hvernig var að vera sleginn í andlitið þá kom svarið sumum á óvart. „Það var frábært, ég elska þetta,“ sagði Hafþór Júlíus eftir bardagann. „Þetta tókst mjög vel og ég get ekki beðið eftir að komast aftur heim og byrja aftur að æfa. Ég elska þessa íþrótt og ber mikla virðingu fyrir henni sem og íþróttamönnunum sjálfum,“ sagði Hafþór. View this post on Instagram A post shared by Hafþo r Ju li us Bjo rnsson (@thorbjornsson) Hafþór Júlíus stóðst heldur ekki freistinguna að senda Eddie Hall nokkur góð skilaboð. „Ef þú ætlar ekki að taka þennan bardagann alvarlega þá mun ég rota þig í fyrstu lotu. Ég ráðlegg þér að fara að taka þennan bardaga alvarlega,“ sagði Hafþór Júlíus. Steven Ward sendi Hafþóri líka stutt skilaboð í athugasemdum við Instagram færslu um bardagann. „Þú er herramaður. Óska þér alls hins vesta stóri maður,“ skrifaði Steven Ward. Hann hrósaði líka Hafþóri fyrir hraða og snerpu þrátt fyrir að vera svona stór og mikill. Hafþór tilkynnti líka að hann ætlaði að reyna sig í fleiri æfingabardögum fram að þeim stóra í september. „Takk fyrir öll jákvæðu skilaboðin. Ég mun berjast oftar í undirbúningi mínum fyrir bardagann í september. Við hvern ætti ég að berjast næst,“ spurði Hafþór fylgjendur sína. Það má sjá allan bardagann hér fyrir neðan. watch on YouTube
Box Aflraunir Mest lesið Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Fótbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti Fleiri fréttir Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Mætti ekki í viðtöl eftir tap Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag „Þetta er alltaf leikur sem þú munt vilja sjá“ Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Óttast að Grealish verði lengi frá Sjá meira