Fox krafðist þagnar um sáttina fram yfir kosningar Samúel Karl Ólason skrifar 18. janúar 2021 16:38 Getty/Alexi Rosenfeld Forsvarsmenn Fox News gerðu það að skilyrði sáttar þeirra við foreldra Seth Rich, sem var myrtur árið 2016, að ekki mætti segja frá sáttinni fyrr en eftir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í nóvember. Seth Rich, sem starfaði hjá Landsnefnd Demókrataflokksins, var skotinn til bana í júlí 2016 nærri heimili hans í Washington. Morðið er enn óleyst en lögreglan telur að um misheppnaða ránstilraun hafi verið að ræða. Fjölmargar samsæriskenningar voru mótaðar í kringum morð hans og þar á meðal sú kenning að hann hafi lekið tölvupóstum úr tölvukerfi Landsnefndarinnar til Wikileaks. Meðal annars fjallaði Sean Hannity, einn þáttastjórnenda Fox, ítrekað um þessa samsæriskenningu. Tölvuþrjótar á vegum leyniþjónustu herafla Rússlands, GRU, stálu tölvupóstunum úr tölvukerfi Landsnefndarinnar, samkvæmt sérfræðingum sem hafa rannsakað málið og leyniþjónustusamfélagi Bandaríkjanna. Fréttin var að endingu tekin úr birtingu en foreldrar Rich höfðuð mál gegn Fox News vegna hennar og umfjöllunar Hannity og annarra þula stöðvarinnar. Í nóvember varð svo opinbert að forsvarsmenn miðilsins gerðu dómsátt við foreldrana. Það var gert skömmu áður en Sean Hannity og Lou Dobbs áttu að bera vitni í málinu. Í umfjöllun New York Times um sáttina segir að hún hafi verið sérstaklega há og með því að greiða meira hafi miðillinn komist hjá því að birta afsökunarbeiðni á vef Fox News. Þar segir einnig að í sáttinni hafi verið skilyrði um að ekki mætti opinbera tilvist hennar fyrr en eftir forsetakosningarnar sem fóru fram þann 3. nóvember. Blaðamaður NYT segir það skilyrði til marks um þá tenginu sem Fox hafi við áróðursvél Donalds Trump, fráfarandi forseta, og að forsvarsmenn stöðvarinnar hafi óttast að reita hann til reiði fyrir kosningarnar. Aaron Rich, bróðir Seth, höfðaði einnig mál gegn mönnum sem fóru mikinn á netinu í kringum samsæriskenningar um Seth Rich og þeir báðust báðir formlega afsökunar í síðustu viku. Auk þess drógu þeir yfirlýsingar sínar um morðið til baka. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Fleiri fréttir Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Sjá meira
Seth Rich, sem starfaði hjá Landsnefnd Demókrataflokksins, var skotinn til bana í júlí 2016 nærri heimili hans í Washington. Morðið er enn óleyst en lögreglan telur að um misheppnaða ránstilraun hafi verið að ræða. Fjölmargar samsæriskenningar voru mótaðar í kringum morð hans og þar á meðal sú kenning að hann hafi lekið tölvupóstum úr tölvukerfi Landsnefndarinnar til Wikileaks. Meðal annars fjallaði Sean Hannity, einn þáttastjórnenda Fox, ítrekað um þessa samsæriskenningu. Tölvuþrjótar á vegum leyniþjónustu herafla Rússlands, GRU, stálu tölvupóstunum úr tölvukerfi Landsnefndarinnar, samkvæmt sérfræðingum sem hafa rannsakað málið og leyniþjónustusamfélagi Bandaríkjanna. Fréttin var að endingu tekin úr birtingu en foreldrar Rich höfðuð mál gegn Fox News vegna hennar og umfjöllunar Hannity og annarra þula stöðvarinnar. Í nóvember varð svo opinbert að forsvarsmenn miðilsins gerðu dómsátt við foreldrana. Það var gert skömmu áður en Sean Hannity og Lou Dobbs áttu að bera vitni í málinu. Í umfjöllun New York Times um sáttina segir að hún hafi verið sérstaklega há og með því að greiða meira hafi miðillinn komist hjá því að birta afsökunarbeiðni á vef Fox News. Þar segir einnig að í sáttinni hafi verið skilyrði um að ekki mætti opinbera tilvist hennar fyrr en eftir forsetakosningarnar sem fóru fram þann 3. nóvember. Blaðamaður NYT segir það skilyrði til marks um þá tenginu sem Fox hafi við áróðursvél Donalds Trump, fráfarandi forseta, og að forsvarsmenn stöðvarinnar hafi óttast að reita hann til reiði fyrir kosningarnar. Aaron Rich, bróðir Seth, höfðaði einnig mál gegn mönnum sem fóru mikinn á netinu í kringum samsæriskenningar um Seth Rich og þeir báðust báðir formlega afsökunar í síðustu viku. Auk þess drógu þeir yfirlýsingar sínar um morðið til baka.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Fleiri fréttir Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent