Svona er dagskráin á innsetningardegi Bidens og Harris Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. janúar 2021 09:00 Kamala Harris og Joe Biden eru hér ásamt mökum sínum, Doug Emhoff og Jill Biden, við minningarathöfn í Washington-borg í gær sem haldin var vegna þeirra sem látist hafa í Bandaríkjunum vegna Covid-19. Getty/Michael M. Santiago Demókratinn Joe Biden sver í dag embættiseið sem 46. forseti Bandaríkjanna. Innsetningarathöfnin fer venju samkvæmt fram í Washington-borg en hún verður með nokkuð óvenjulegu sniði, bæði vegna kórónuveirufaraldursins og árásarinnar á þinghúsið í borginni fyrr í mánuðinum. Þannig verður engum áhorfendum boðið á athöfnina eins og tíðkast hefur. Þá hafa 25 þúsund þjóðvarðliðar verið kallaðir út til þess að tryggja að allt verði með kyrrum kjörum. Bryndís Bjarnadóttir, íslensk kona sem búsett er í Washington, líkti borginni við herstöð í viðtali við fréttastofu í gær enda er stór hluti borgarinnar girtur af og vopnaðir verðir á götunum. Annað sem er óvenjulegt við embættistöku Bidens er að fráfarandi forseti, Donald Trump, verður ekki viðstaddur innsetningarathöfnina. Sterk hefð er fyrir því að fráfarandi forseti sé við athöfnina og taki á móti verðandi forseta og maka hans í Hvíta húsinu, líkt og Barack Obama gerði fyrir fjórum árum þegar Trump tók við embætti. Síðasti fráfarandi forseti sem var ekki við innsetningarathöfn verðandi forseta var Andrew Johnson árið 1868. Mike Pence, varaforseti Trump, mun verða við athöfnina. Donald Trump lætur af embætti forseta Bandaríkjanna í dag.AP/Evan Vucci Flýgur með Air Force One til Flórída Farið er yfir dagskrá innsetningardagsins á vef Guardian. Þar kemur fram að áætlað sé að Trump yfirgefi Hvíta húsið skömmu fyrir klukkan átta að morgni að staðartíma eða klukkan eitt eftir hádegi að íslenskum tíma. Hann mun þá halda að herstöð í Maryland sem notuð er fyrir flugvél forsetans, Air Force One. Hvíta húsið hefur boðið til veisluhalda í herstöðinni en lítið hefur verið gefið upp um veisluhöldin. Fréttamiðlar vestanhafs hafa þó greint frá því að Trump vilji veglega veislu meðal annars með herhljómsveit og fjölda stuðningsmanna. Eftir veisluna mun Trump svo fljúga til Mar-a-Lago í Flórída þar sem hann hyggst búa framvegis. Búist er við því að hann muni fljúga með Air Force One til Flórída. Innsetningarathöfnin hefst svo upp úr klukkan ellefu að staðartíma og verður sýnt beint frá henni hér á Vísi. Athöfnin hefst með bæn jesúítaprestsins Leo J O‘Donovan sem er góður vinur Biden-fjölskyldunnar. Lady Gaga mun flytja tónlistaratriði en hún tók mjög virkan þátt í kosningabaráttu Biden. Jennifer Lopez mun einnig koma fram. Tónlistarkonan Lady Gaga er ötull stuðningsmaður Bidens og Harris. Hún mun koma fram á innsetningarathöfninni.Getty/Drew Angerer Þema innsetningarinnar „Sameinuð Bandaríki“ Samkvæmt stjórnarskrá Bandaríkjanna lýkur fjögurra kjörtímabili forseta Bandaríkjanna á hádegi þann 20. janúar. Kamala Harris mun því sverja eið sem varaforseti Bandaríkjanna rétt fyrir klukkan tólf að staðartíma því klukkan tólf mun Biden sverja eið sem forseti landsins. Því næst mun hann flytja innsetningarræðu sína. Þema innsetningarathafnarinnar er „Sameinuð Bandaríki“. Er fastlega búist við því að ræða Bidens verði mjög ólík þeirri innsetningarræðu sem Trump flutti við sama tilefni fyrir fjórum árum enda þótti inntakið í henni vera frekar til þess fallið að sundra en sameina. Skömmu eftir klukkan tvö eftir hádegi munu Biden, Harris og makar þeirra taka þátt í hinu hefðbundnu athöfn „Pass in review“. Athöfnin er nokkurs konar skrúðganga hverrar einustu deildar í bandaríska hernum og táknræn fyrir friðsæl valdaskipti æðsta yfirmanns hersins sem er forseti Bandaríkjanna. Tom Hanks stýrir skemmtidagskrá í sjónvarpinu í tilefni embættistökunnar.Getty/Jeff Kravitz Enginn dansleikur heldur skemmtidagskrá í sjónvarpinu Biden heldur síðan til Hvíta hússins. Klukkan 15:15 að staðartíma hefst svo „rafræn skrúðganga“ (e. virtual parade) um gervöll Bandaríkin sem sýnd verður í beinni útsendingu á YouTube, Facebook og Twitter. Á meðal þeirra sem koma fram eru grínistinn Jon Stewart og frjálsíþróttakonan Allyson Felix. Að kvöldi innsetningardagsins er venjulega haldinn að minnsta kosti einn fjölmennur dansleikur. Engin slík hátíðarhöld verða hins vegar í kvöld vegna faraldursins en í staðinn verður skemmtidagskrá í sjónvarpinu. Tom Hanks stýrir skemmtidagskránni og á meðal þeirra sem koma fram eru Jon Bon Jovi, John Legend, Demi Lovato og Bruce Springsteen. Þá munu bæði Biden og Harris flytja ávörp. Bandaríkin Donald Trump Joe Biden Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Innlent Stúlkan er fundin Innlent Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Erlent Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Erlent Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Erlent Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Erlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Fleiri fréttir Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Sjá meira
Þannig verður engum áhorfendum boðið á athöfnina eins og tíðkast hefur. Þá hafa 25 þúsund þjóðvarðliðar verið kallaðir út til þess að tryggja að allt verði með kyrrum kjörum. Bryndís Bjarnadóttir, íslensk kona sem búsett er í Washington, líkti borginni við herstöð í viðtali við fréttastofu í gær enda er stór hluti borgarinnar girtur af og vopnaðir verðir á götunum. Annað sem er óvenjulegt við embættistöku Bidens er að fráfarandi forseti, Donald Trump, verður ekki viðstaddur innsetningarathöfnina. Sterk hefð er fyrir því að fráfarandi forseti sé við athöfnina og taki á móti verðandi forseta og maka hans í Hvíta húsinu, líkt og Barack Obama gerði fyrir fjórum árum þegar Trump tók við embætti. Síðasti fráfarandi forseti sem var ekki við innsetningarathöfn verðandi forseta var Andrew Johnson árið 1868. Mike Pence, varaforseti Trump, mun verða við athöfnina. Donald Trump lætur af embætti forseta Bandaríkjanna í dag.AP/Evan Vucci Flýgur með Air Force One til Flórída Farið er yfir dagskrá innsetningardagsins á vef Guardian. Þar kemur fram að áætlað sé að Trump yfirgefi Hvíta húsið skömmu fyrir klukkan átta að morgni að staðartíma eða klukkan eitt eftir hádegi að íslenskum tíma. Hann mun þá halda að herstöð í Maryland sem notuð er fyrir flugvél forsetans, Air Force One. Hvíta húsið hefur boðið til veisluhalda í herstöðinni en lítið hefur verið gefið upp um veisluhöldin. Fréttamiðlar vestanhafs hafa þó greint frá því að Trump vilji veglega veislu meðal annars með herhljómsveit og fjölda stuðningsmanna. Eftir veisluna mun Trump svo fljúga til Mar-a-Lago í Flórída þar sem hann hyggst búa framvegis. Búist er við því að hann muni fljúga með Air Force One til Flórída. Innsetningarathöfnin hefst svo upp úr klukkan ellefu að staðartíma og verður sýnt beint frá henni hér á Vísi. Athöfnin hefst með bæn jesúítaprestsins Leo J O‘Donovan sem er góður vinur Biden-fjölskyldunnar. Lady Gaga mun flytja tónlistaratriði en hún tók mjög virkan þátt í kosningabaráttu Biden. Jennifer Lopez mun einnig koma fram. Tónlistarkonan Lady Gaga er ötull stuðningsmaður Bidens og Harris. Hún mun koma fram á innsetningarathöfninni.Getty/Drew Angerer Þema innsetningarinnar „Sameinuð Bandaríki“ Samkvæmt stjórnarskrá Bandaríkjanna lýkur fjögurra kjörtímabili forseta Bandaríkjanna á hádegi þann 20. janúar. Kamala Harris mun því sverja eið sem varaforseti Bandaríkjanna rétt fyrir klukkan tólf að staðartíma því klukkan tólf mun Biden sverja eið sem forseti landsins. Því næst mun hann flytja innsetningarræðu sína. Þema innsetningarathafnarinnar er „Sameinuð Bandaríki“. Er fastlega búist við því að ræða Bidens verði mjög ólík þeirri innsetningarræðu sem Trump flutti við sama tilefni fyrir fjórum árum enda þótti inntakið í henni vera frekar til þess fallið að sundra en sameina. Skömmu eftir klukkan tvö eftir hádegi munu Biden, Harris og makar þeirra taka þátt í hinu hefðbundnu athöfn „Pass in review“. Athöfnin er nokkurs konar skrúðganga hverrar einustu deildar í bandaríska hernum og táknræn fyrir friðsæl valdaskipti æðsta yfirmanns hersins sem er forseti Bandaríkjanna. Tom Hanks stýrir skemmtidagskrá í sjónvarpinu í tilefni embættistökunnar.Getty/Jeff Kravitz Enginn dansleikur heldur skemmtidagskrá í sjónvarpinu Biden heldur síðan til Hvíta hússins. Klukkan 15:15 að staðartíma hefst svo „rafræn skrúðganga“ (e. virtual parade) um gervöll Bandaríkin sem sýnd verður í beinni útsendingu á YouTube, Facebook og Twitter. Á meðal þeirra sem koma fram eru grínistinn Jon Stewart og frjálsíþróttakonan Allyson Felix. Að kvöldi innsetningardagsins er venjulega haldinn að minnsta kosti einn fjölmennur dansleikur. Engin slík hátíðarhöld verða hins vegar í kvöld vegna faraldursins en í staðinn verður skemmtidagskrá í sjónvarpinu. Tom Hanks stýrir skemmtidagskránni og á meðal þeirra sem koma fram eru Jon Bon Jovi, John Legend, Demi Lovato og Bruce Springsteen. Þá munu bæði Biden og Harris flytja ávörp.
Bandaríkin Donald Trump Joe Biden Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Innlent Stúlkan er fundin Innlent Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Erlent Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Erlent Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Erlent Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Erlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Fleiri fréttir Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Sjá meira