Trump fjarri góðu gamni: Hvað verður um kjarnorkufótboltann og kexið? Hólmfríður Gísladóttir skrifar 20. janúar 2021 11:47 Um leið og „kex“ Biden hefur verið virkjað, snýr fylgdarmaður Trump aftur til Washington með kjarnorkufótboltann. epa Ef Donald Trump verður ekki viðstaddur þegar Joe Biden sver embættiseiðinn, hvernig mun þá fara með svokallaðan „kjarnorkufótbolta“, sem á að skiptast um hendur á nákvæmlega sama tíma? Þessi spurning vaknaði um leið og sigur Biden í forsetakosningunum vestanhafs lá fyrir og ljóst varð að Trump hugðist ekki halda í hefðina þegar kæmi að valdaskiptum. Fregnir herma hins vegar að hermálayfirvöld hafi gert ráð fyrir þessum möguleika og því ekkert að óttast. Kjarnorkufótboltinn er auðvitað alls enginn fótbolti; hann er feit, leðurklædd málmtaska sem vegur um það bil 20 kíló og er í vörslu hermanns sem fylgir forsetanum hvert sem hann fer. Sögum ber ekki saman um hvað taskan inniheldur en flestir eru sammála um að í henni sé að finna bók þar sem mögulegar aðgerðir eru útlistaðar og upplýsingar um staðsetningar kjarnorkuvopna Bandaríkjanna. Þá er einnig talað um að í töskunni sé að finna fjarskiptabúnað, þar sem loftnet hefur sést utan á töskunni. Ein fylgir Trump til Flórída, hin verður eftir í Washington Eitt er víst, að í töskunni dularfullu er að finna svokallað „kex“ en um er að ræða plastspjald með kóðum sem forsetinn notar til að auðkenna sig. Og það sem gerist á sama tíma og Biden sver embættiseiðinn í dag er að þá virkjast kóðarnir á kexinu hans en kóðar Trump verða úreltir. Hingað til hefur afhending kjarnorkufótboltans átt sér stað við innsetningarathöfnina, þannig að á nákvæmlega sömu stundu og nýr forseti tekur við, afhendir fylgismaður fráfarandi forseta arftaka sínum töskuna. Skiptin eiga sér stað að tjaldarbaki. Hillary Clinton sagði á sínum tíma að maður sem æstist upp við að sjá óvinsamlegt tíst, ætti ekki að vera með puttana nálægt takkanum.Al Drago/Getty Þar sem Trump verður fjarri góðu gamni í dag, verður þetta með öðrum hætti en svo heppilega vill til að kjarnorkufótboltarnir eru í raun þrír eða fjórir. Einn fylgir forsetanum, annar varaforsetanum og sá þriðji þeim (vanalega) ráðherra sem er útnefndur „eftirlifandinn“, það er að segja er ekki viðstaddur innsetningarathafnir eða stefnuræður forsetans í þinginu. Þannig verður það í dag að þegar Trump ferðast til Flórída mun ein taska fylgja honum en önnur verður til taks við innsetningarathöfnina. Engin afhending mun eiga sér stað en kl. 11.59 að staðartíma í Washington verður kexið hans Trump virkt og svo verður kex Biden virkt kl. 12.01. Verður að liggja fyrir hver er með puttann á „takkanum“ Hafa ber í huga að kjarnorkufótboltinn er að sjálfsögðu nokkurs konar varnagli; í langflestum tilvikum myndu ákvarðanir um kjarnorkuárás vera teknar og fyrirskipaðar úr aðgerðamiðstöðinni í Hvíta húsinu. Skiptin eru hins vegar gríðarlega mikilvæg, þar sem það verður að liggja ljóst fyrir hver er með puttann á „takkanum“ á hverjum tíma. „Við her-leikum þetta og æfum endalaust í mörg ár,“ segir Buzz Patterson, sem varðveitti kjarnorkufótboltann fyrir Clinton, í samtali við Business Insider. Skiptin þurfi að ganga snurðulaust. „Það getur enginn vafi leikið á því hver er með hann; hver ræður för á hverjum tíma,“ segir hann. „Við tökum þessu ekki með léttúð. Það verða engir hikstar. Þetta gerist bara án þess að nokkur taki eftir því, sem er það sem á að gerast.“ Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Joe Biden Donald Trump Tengdar fréttir Svona er dagskráin á innsetningardegi Bidens og Harris Demókratinn Joe Biden sver í dag embættiseið sem 46. forseti Bandaríkjanna. Innsetningarathöfnin fer venju samkvæmt fram í Washington-borg en hún verður með nokkuð óvenjulegu sniði, bæði vegna kórónuveirufaraldursins og árásarinnar á þinghúsið í borginni fyrr í mánuðinum. 20. janúar 2021 09:00 Davíð kveður Trump með gráu gríni að hætti hússins „Gunnar Rögnvaldsson bendir á að fréttastofur Sky News og Yahoo veki athygli á „að Wuhanveiran hafði fundist í kínverskum ís sem seldur er í neytendapakkningum innanlands í Kína.“ 20. janúar 2021 11:15 Vaktin: Biden tekur við völdum Joe Biden mun sverja embættiseið og taka við völdum sem 46. forseti Bandaríkjanna í dag. Það gerir hann í skugga gífurlegrar öryggisgæslu vegna árásarinnar á þinghúsið í byrjun mánaðarins og faraldurs nýju kórónuveirunnar. 20. janúar 2021 11:01 Starfsmannastjóri Trump í handalögmálum í Kína vegna kjarnorkufótboltans Útlit er fyrir nýtt kalt stríð á milli Bandaríkjanna og Kína. 13. október 2018 21:49 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Fjórir særðir eftir árás við bænahús gyðinga í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Sjá meira
Þessi spurning vaknaði um leið og sigur Biden í forsetakosningunum vestanhafs lá fyrir og ljóst varð að Trump hugðist ekki halda í hefðina þegar kæmi að valdaskiptum. Fregnir herma hins vegar að hermálayfirvöld hafi gert ráð fyrir þessum möguleika og því ekkert að óttast. Kjarnorkufótboltinn er auðvitað alls enginn fótbolti; hann er feit, leðurklædd málmtaska sem vegur um það bil 20 kíló og er í vörslu hermanns sem fylgir forsetanum hvert sem hann fer. Sögum ber ekki saman um hvað taskan inniheldur en flestir eru sammála um að í henni sé að finna bók þar sem mögulegar aðgerðir eru útlistaðar og upplýsingar um staðsetningar kjarnorkuvopna Bandaríkjanna. Þá er einnig talað um að í töskunni sé að finna fjarskiptabúnað, þar sem loftnet hefur sést utan á töskunni. Ein fylgir Trump til Flórída, hin verður eftir í Washington Eitt er víst, að í töskunni dularfullu er að finna svokallað „kex“ en um er að ræða plastspjald með kóðum sem forsetinn notar til að auðkenna sig. Og það sem gerist á sama tíma og Biden sver embættiseiðinn í dag er að þá virkjast kóðarnir á kexinu hans en kóðar Trump verða úreltir. Hingað til hefur afhending kjarnorkufótboltans átt sér stað við innsetningarathöfnina, þannig að á nákvæmlega sömu stundu og nýr forseti tekur við, afhendir fylgismaður fráfarandi forseta arftaka sínum töskuna. Skiptin eiga sér stað að tjaldarbaki. Hillary Clinton sagði á sínum tíma að maður sem æstist upp við að sjá óvinsamlegt tíst, ætti ekki að vera með puttana nálægt takkanum.Al Drago/Getty Þar sem Trump verður fjarri góðu gamni í dag, verður þetta með öðrum hætti en svo heppilega vill til að kjarnorkufótboltarnir eru í raun þrír eða fjórir. Einn fylgir forsetanum, annar varaforsetanum og sá þriðji þeim (vanalega) ráðherra sem er útnefndur „eftirlifandinn“, það er að segja er ekki viðstaddur innsetningarathafnir eða stefnuræður forsetans í þinginu. Þannig verður það í dag að þegar Trump ferðast til Flórída mun ein taska fylgja honum en önnur verður til taks við innsetningarathöfnina. Engin afhending mun eiga sér stað en kl. 11.59 að staðartíma í Washington verður kexið hans Trump virkt og svo verður kex Biden virkt kl. 12.01. Verður að liggja fyrir hver er með puttann á „takkanum“ Hafa ber í huga að kjarnorkufótboltinn er að sjálfsögðu nokkurs konar varnagli; í langflestum tilvikum myndu ákvarðanir um kjarnorkuárás vera teknar og fyrirskipaðar úr aðgerðamiðstöðinni í Hvíta húsinu. Skiptin eru hins vegar gríðarlega mikilvæg, þar sem það verður að liggja ljóst fyrir hver er með puttann á „takkanum“ á hverjum tíma. „Við her-leikum þetta og æfum endalaust í mörg ár,“ segir Buzz Patterson, sem varðveitti kjarnorkufótboltann fyrir Clinton, í samtali við Business Insider. Skiptin þurfi að ganga snurðulaust. „Það getur enginn vafi leikið á því hver er með hann; hver ræður för á hverjum tíma,“ segir hann. „Við tökum þessu ekki með léttúð. Það verða engir hikstar. Þetta gerist bara án þess að nokkur taki eftir því, sem er það sem á að gerast.“
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Joe Biden Donald Trump Tengdar fréttir Svona er dagskráin á innsetningardegi Bidens og Harris Demókratinn Joe Biden sver í dag embættiseið sem 46. forseti Bandaríkjanna. Innsetningarathöfnin fer venju samkvæmt fram í Washington-borg en hún verður með nokkuð óvenjulegu sniði, bæði vegna kórónuveirufaraldursins og árásarinnar á þinghúsið í borginni fyrr í mánuðinum. 20. janúar 2021 09:00 Davíð kveður Trump með gráu gríni að hætti hússins „Gunnar Rögnvaldsson bendir á að fréttastofur Sky News og Yahoo veki athygli á „að Wuhanveiran hafði fundist í kínverskum ís sem seldur er í neytendapakkningum innanlands í Kína.“ 20. janúar 2021 11:15 Vaktin: Biden tekur við völdum Joe Biden mun sverja embættiseið og taka við völdum sem 46. forseti Bandaríkjanna í dag. Það gerir hann í skugga gífurlegrar öryggisgæslu vegna árásarinnar á þinghúsið í byrjun mánaðarins og faraldurs nýju kórónuveirunnar. 20. janúar 2021 11:01 Starfsmannastjóri Trump í handalögmálum í Kína vegna kjarnorkufótboltans Útlit er fyrir nýtt kalt stríð á milli Bandaríkjanna og Kína. 13. október 2018 21:49 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Fjórir særðir eftir árás við bænahús gyðinga í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Sjá meira
Svona er dagskráin á innsetningardegi Bidens og Harris Demókratinn Joe Biden sver í dag embættiseið sem 46. forseti Bandaríkjanna. Innsetningarathöfnin fer venju samkvæmt fram í Washington-borg en hún verður með nokkuð óvenjulegu sniði, bæði vegna kórónuveirufaraldursins og árásarinnar á þinghúsið í borginni fyrr í mánuðinum. 20. janúar 2021 09:00
Davíð kveður Trump með gráu gríni að hætti hússins „Gunnar Rögnvaldsson bendir á að fréttastofur Sky News og Yahoo veki athygli á „að Wuhanveiran hafði fundist í kínverskum ís sem seldur er í neytendapakkningum innanlands í Kína.“ 20. janúar 2021 11:15
Vaktin: Biden tekur við völdum Joe Biden mun sverja embættiseið og taka við völdum sem 46. forseti Bandaríkjanna í dag. Það gerir hann í skugga gífurlegrar öryggisgæslu vegna árásarinnar á þinghúsið í byrjun mánaðarins og faraldurs nýju kórónuveirunnar. 20. janúar 2021 11:01
Starfsmannastjóri Trump í handalögmálum í Kína vegna kjarnorkufótboltans Útlit er fyrir nýtt kalt stríð á milli Bandaríkjanna og Kína. 13. október 2018 21:49