ESA tekur fyrsta skrefið í samningsbrotamáli gegn Íslandi Eiður Þór Árnason skrifar 20. janúar 2021 17:39 Til stendur að breyta lögum um leigubifreiðaakstur hér á landi. Vísir Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) tók í dag fyrsta skrefið í meðferð samningsbrotamáls gegn Íslandi þegar formleg áminning var send stjórnvöldum með athugasemdum við lagaumhverfi leigubifreiðaksturs hér á landi. Telur ESA að núverandi löggjöf brjóti í bága við EES-samninginn með því að takmarka aðgengi að leigubifreiðamarkaðnum, til að mynda með því að takmarka úthlutun atvinnuleyfa fyrir leigubifreiðaakstur innan takmörkunarsvæða. „Reglur um úthlutun atvinnuleyfa innan skilgreindra svæða eru ekki hlutlægar og hygla núverandi leyfishafa. Þetta felur í sér mögulegar aðgangshindranir og hindrar fyrir að nýir aðilar hefji starfsemi í atvinnugreininni,“ segir í tilkynningu frá ESA. Þá gerir eftirlitsstofnunin athugasemd við að löggjöfin skyldi leyfishafa til að hafa leigubifreiðaakstur sem meginatvinnu og krefjist þess að viðkomandi sé tengdur leigubifreiðastöð. Í áminningarbréfi ESA kemur fram að stofnunin telji núverandi löggjöf fela í sér óréttmæta takmörkun á staðfesturétti og brjóta þannig í bága við EES-samninginn. Bregðast við athugasemdum með lagabreytingu Til stendur að gera breytingar á löggjöf um leigubifreiðaakstur hér á landi og var frumvarp þess efnis lagt fyrir Alþingi í haust. Ein af meginbreytingum frumvarpsins er að falla frá fjöldatakmörkunum atvinnuleyfa á takmörkunarsvæðum. Þannig munu öll ákvæði sem snúa að lágmarksnýtingu atvinnuleyfis verða óþörf, svo sem skilyrðið um að um sé að ræða aðalatvinnu leyfishafa, um veitingu undanþágu vegna veikinda, orlofs og þess háttar, um tímabundna innlögn leyfa, notkun forfallabílstjóra og svo framvegis. Frumvarpið er tilkomið vegna fyrri athugasemda ESA um að aðgangshindranir að leigubílamarkaðnum hér á landi brjóti gegn ákvæðum EES-samningsins. Það fór til umhverfis- og samgöngunefndar að lokinni fyrstu umræðu í þinginu í október. Fréttin hefur verið uppfærð. Samgöngur Leigubílar Alþingi Tengdar fréttir Hefðu viljað að lengra yrði gengið í leigubílafrumvarpinu Óþarflega strangt en vissulega jákvætt segir fulltrúi Samtaka atvinnulífsins. 30. nóvember 2019 21:00 Geti lagt inn atvinnuleyfi sitt Leigubílstjórar sem hafa haft atvinnuleyfi í skemur en tvö ár munu fá heimild að leggja inn atvinnuleyfi sitt samkvæmt nýju frumvarpi samgönguráðherra. 8. maí 2020 14:38 Hreyfill og BSR missa öll einkastæðin sín Hreyfill og BSR missa sérmerkt leigubifreiðastæði sem þau hafa haft til umráða um áratugaskeið í Reykjavíkurborg um helgina og verður nú öllum þeim sem stunda leigubílaakstur leyft að nota þau. Samgönguráðuneytið synjaði kröfu Hreyfils um að fella ákvörðun borgarinnar úr gildi. 4. desember 2020 14:00 Mest lesið Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Viðskipti erlent „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Viðskipti innlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Sjá meira
Telur ESA að núverandi löggjöf brjóti í bága við EES-samninginn með því að takmarka aðgengi að leigubifreiðamarkaðnum, til að mynda með því að takmarka úthlutun atvinnuleyfa fyrir leigubifreiðaakstur innan takmörkunarsvæða. „Reglur um úthlutun atvinnuleyfa innan skilgreindra svæða eru ekki hlutlægar og hygla núverandi leyfishafa. Þetta felur í sér mögulegar aðgangshindranir og hindrar fyrir að nýir aðilar hefji starfsemi í atvinnugreininni,“ segir í tilkynningu frá ESA. Þá gerir eftirlitsstofnunin athugasemd við að löggjöfin skyldi leyfishafa til að hafa leigubifreiðaakstur sem meginatvinnu og krefjist þess að viðkomandi sé tengdur leigubifreiðastöð. Í áminningarbréfi ESA kemur fram að stofnunin telji núverandi löggjöf fela í sér óréttmæta takmörkun á staðfesturétti og brjóta þannig í bága við EES-samninginn. Bregðast við athugasemdum með lagabreytingu Til stendur að gera breytingar á löggjöf um leigubifreiðaakstur hér á landi og var frumvarp þess efnis lagt fyrir Alþingi í haust. Ein af meginbreytingum frumvarpsins er að falla frá fjöldatakmörkunum atvinnuleyfa á takmörkunarsvæðum. Þannig munu öll ákvæði sem snúa að lágmarksnýtingu atvinnuleyfis verða óþörf, svo sem skilyrðið um að um sé að ræða aðalatvinnu leyfishafa, um veitingu undanþágu vegna veikinda, orlofs og þess háttar, um tímabundna innlögn leyfa, notkun forfallabílstjóra og svo framvegis. Frumvarpið er tilkomið vegna fyrri athugasemda ESA um að aðgangshindranir að leigubílamarkaðnum hér á landi brjóti gegn ákvæðum EES-samningsins. Það fór til umhverfis- og samgöngunefndar að lokinni fyrstu umræðu í þinginu í október. Fréttin hefur verið uppfærð.
Samgöngur Leigubílar Alþingi Tengdar fréttir Hefðu viljað að lengra yrði gengið í leigubílafrumvarpinu Óþarflega strangt en vissulega jákvætt segir fulltrúi Samtaka atvinnulífsins. 30. nóvember 2019 21:00 Geti lagt inn atvinnuleyfi sitt Leigubílstjórar sem hafa haft atvinnuleyfi í skemur en tvö ár munu fá heimild að leggja inn atvinnuleyfi sitt samkvæmt nýju frumvarpi samgönguráðherra. 8. maí 2020 14:38 Hreyfill og BSR missa öll einkastæðin sín Hreyfill og BSR missa sérmerkt leigubifreiðastæði sem þau hafa haft til umráða um áratugaskeið í Reykjavíkurborg um helgina og verður nú öllum þeim sem stunda leigubílaakstur leyft að nota þau. Samgönguráðuneytið synjaði kröfu Hreyfils um að fella ákvörðun borgarinnar úr gildi. 4. desember 2020 14:00 Mest lesið Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Viðskipti erlent „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Viðskipti innlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Sjá meira
Hefðu viljað að lengra yrði gengið í leigubílafrumvarpinu Óþarflega strangt en vissulega jákvætt segir fulltrúi Samtaka atvinnulífsins. 30. nóvember 2019 21:00
Geti lagt inn atvinnuleyfi sitt Leigubílstjórar sem hafa haft atvinnuleyfi í skemur en tvö ár munu fá heimild að leggja inn atvinnuleyfi sitt samkvæmt nýju frumvarpi samgönguráðherra. 8. maí 2020 14:38
Hreyfill og BSR missa öll einkastæðin sín Hreyfill og BSR missa sérmerkt leigubifreiðastæði sem þau hafa haft til umráða um áratugaskeið í Reykjavíkurborg um helgina og verður nú öllum þeim sem stunda leigubílaakstur leyft að nota þau. Samgönguráðuneytið synjaði kröfu Hreyfils um að fella ákvörðun borgarinnar úr gildi. 4. desember 2020 14:00