Fauci segir frelsandi að vinna ekki lengur undir Donald Trump Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. janúar 2021 06:58 Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, var ekki mjög hrifinn af Anthony Fauci, einum helsta sóttvarnasérfræðingi Bandaríkjanna. Getty/Drew Angerer Dr. Anthony Fauci, yfirmaður Ofnæmis- og smitsjúkdómastofnunar Bandaríkjanna og einn helsti sóttvarnasérfræðingur, segir að það sé frelsandi tilfinning að geta nú greint frá vísindalegum staðreyndum í tengslum við kórónuveiruna og faraldur hennar án þess að óttast viðbrögð Donalds Trump. Samstarf Fauci og Trump var stormasamt enda gróf forsetinn fyrrverandi gjarnan undan vísindunum í baráttunni við kórónuveiruna í Bandaríkjunum. Faraldurinn hefur verið mjög skæður þar í landi; hvergi í heiminum hafa fleiri smitast af veirunni eða látið lífið vegna Covid-19. Fauci var mættur í Hvíta húsið í gær, á fyrsta heila degi Joes Biden, í embætti Bandaríkjaforseta. Hann ræddi við fréttamenn um nýja áætlun yfirvalda varðandi faraldurinn. „Eitt af því sem við ætlum að gera er að vera algjörlega gagnsæ, opin og hreinskilin. Ef eitthvað fer úrskeiðis þá ætlum við ekki að beina sjónum að þeim sem um er að kenna heldur leiðrétta mistökin. Þá verður allt sem við gerum byggt á vísindum og sönnunum. Þetta var bókstaflega samtalið sem ég átti við forsetann fyrir korteri síðan og þetta hefur hann sagt margsinnis,“ sagði Fauci við blaðamenn. Aðspurður hvort hann vildi leiðrétta eða skýra betur eitthvað sem hann sagði á meðan Trump var enn í embætti lagði hann áherslu á að hann hefði alltaf verið hreinskilinn við forsetann fyrrverandi. „Þess vegna lenti ég stundum í vandræðum.“ Þá var Fauci einnig spurður að því hvernig það væri að vinna ekki lengur undir Trump. Hann sagðist ekki ætla að fara yfir alla söguna en augljóst væri að ýmislegt hefði verið sagt sem var ekki byggt á vísindum. Nefndi hann til að mynda malaríulyfið hydroxychloroquine sem Trump talaði mikið um sem meðferð við Covid-19. „Þetta var mjög óþægilegt því það sem sagt var byggði ekki á vísindalegum staðreyndum. Ég get alveg sagt ykkur að ég hef ekki gaman að því að vera í mótsögn við forsetann. Það var þessi tilfinning að þér fannst þú ekki geta sagt eitthvað og það myndi ekki hafa neinar afleiðingar. Hugmyndin um að geta komið hingað upp og talað um það sem þú veist, hvað staðreyndirnar segja, hvað vísindin segja […], láta vísindin tala, það er frelsandi tilfinning,“ sagði Fauci. Biden hefur skrifað undir tíu forsetatilskipanir sem snúa að faraldrinum. Tilskipununum er ætlað að hrinda af stað metnaðarfullri áætlun forsetans til að draga verulega úr útbreiðslu Covid-19. Meðal þess sem forsetatilskipanirnar eiga að stuðla að er aukin samhæfing í viðbrögðum ríkja við faraldrinum, aukin framleiðsla bóluefnis, grímuskylda á ákveðnum opinberum stöðum og opnun skóla og fyrirtækja. Bandaríkin Donald Trump Joe Biden Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Fleiri fréttir Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Sjá meira
Samstarf Fauci og Trump var stormasamt enda gróf forsetinn fyrrverandi gjarnan undan vísindunum í baráttunni við kórónuveiruna í Bandaríkjunum. Faraldurinn hefur verið mjög skæður þar í landi; hvergi í heiminum hafa fleiri smitast af veirunni eða látið lífið vegna Covid-19. Fauci var mættur í Hvíta húsið í gær, á fyrsta heila degi Joes Biden, í embætti Bandaríkjaforseta. Hann ræddi við fréttamenn um nýja áætlun yfirvalda varðandi faraldurinn. „Eitt af því sem við ætlum að gera er að vera algjörlega gagnsæ, opin og hreinskilin. Ef eitthvað fer úrskeiðis þá ætlum við ekki að beina sjónum að þeim sem um er að kenna heldur leiðrétta mistökin. Þá verður allt sem við gerum byggt á vísindum og sönnunum. Þetta var bókstaflega samtalið sem ég átti við forsetann fyrir korteri síðan og þetta hefur hann sagt margsinnis,“ sagði Fauci við blaðamenn. Aðspurður hvort hann vildi leiðrétta eða skýra betur eitthvað sem hann sagði á meðan Trump var enn í embætti lagði hann áherslu á að hann hefði alltaf verið hreinskilinn við forsetann fyrrverandi. „Þess vegna lenti ég stundum í vandræðum.“ Þá var Fauci einnig spurður að því hvernig það væri að vinna ekki lengur undir Trump. Hann sagðist ekki ætla að fara yfir alla söguna en augljóst væri að ýmislegt hefði verið sagt sem var ekki byggt á vísindum. Nefndi hann til að mynda malaríulyfið hydroxychloroquine sem Trump talaði mikið um sem meðferð við Covid-19. „Þetta var mjög óþægilegt því það sem sagt var byggði ekki á vísindalegum staðreyndum. Ég get alveg sagt ykkur að ég hef ekki gaman að því að vera í mótsögn við forsetann. Það var þessi tilfinning að þér fannst þú ekki geta sagt eitthvað og það myndi ekki hafa neinar afleiðingar. Hugmyndin um að geta komið hingað upp og talað um það sem þú veist, hvað staðreyndirnar segja, hvað vísindin segja […], láta vísindin tala, það er frelsandi tilfinning,“ sagði Fauci. Biden hefur skrifað undir tíu forsetatilskipanir sem snúa að faraldrinum. Tilskipununum er ætlað að hrinda af stað metnaðarfullri áætlun forsetans til að draga verulega úr útbreiðslu Covid-19. Meðal þess sem forsetatilskipanirnar eiga að stuðla að er aukin samhæfing í viðbrögðum ríkja við faraldrinum, aukin framleiðsla bóluefnis, grímuskylda á ákveðnum opinberum stöðum og opnun skóla og fyrirtækja.
Bandaríkin Donald Trump Joe Biden Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Fleiri fréttir Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Sjá meira