81 stigs leikur Kobe Bryant sýndur í heild sinni í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. janúar 2021 14:00 Kobe Bryant var magnaður þetta janúarkvöld fyrir fimmtán árum síðan. Getty/Harry How Í dag 22. janúar eru liðin fimmtán ár síðan að Kobe Bryant skoraði 81 stig í einum og sama leiknum í NBA-deildinni í körfubolta. Stöð 2 Sport ætlar að minnast þessa afreks Kobe heitins með því að sýna leikinn í heild sinni en Los Angeles Lakers og Toronto Raptors mættust 22. janúar 2006. Kobe Bryant skoraði 81 stig á tæpum 42 spiluðum mínútum en hann hitti úr 28 af 46 skotum sínum (61%) þar af 7 af 13 fyrir utan þriggja stiga lúna. Kobe nýtti ennfremur 18 af 20 vítaskotum sínum. Leikurinn verður sýndur á Stöð 2 Sport en útsendingin hefst klukkan 21.45. On this date in 2006, Kobe Bryant scored 81 points against the Toronto Raptors the second highest single-game point total in NBA history. pic.twitter.com/LOR3hlIael— The Undefeated (@TheUndefeated) January 22, 2020 Þetta er enn það næstmesta sem einn leikmaður hefur skorað í einum leik í NBA-deildinni á eftir hundrað stiga leik Wilt Chamberlain. Í tilfelli Chamberlain þá var dælt inn á hann boltum í stórsigri en Lakers liðið þurfti virkilega á stigum Kobe Bryant til að vinna leikinn. Lakers liðið var nefnilega fjórtán stigum undir í hálfleik og náði ekki forystunni fyrr en í lokaleikhlutanum. Kobe Bryant skoraði 55 af 81 stigi sínum í seinni hálfleiknum. Kobe Bryant bætti með þessu stigamet Los Angeles Lakers um tíu stig en Elgin Baylor hafði skorað 71 stig í nóvember 1960 og met hans var því orðið 45 ára gamalt. Kobe hafði skorað 51 stig aðeins þremur dögum fyrr og 37 stig í leiknum á undan. Hann náði því að skora 169 stig á aðeins rúmlega þremur sólarhringum. Á þriðjudaginn, 26. janúar 2021, verður eitt ár liðið síðan að Kobe Bryant fórst í þyrluslysi ásamt dóttur inni og sjö öðrum. Stöð 2 Sport 2 mun það kvöld sýna heimildarmynd frá NBA deildinni um feril Kobe Bryant sem hefur fengið nafnið „Kobe í áranna rás“ en strax á eftir verður sýndur lokaleikur Kobe Bryant á ferlinum þegar hann skoraði 60 stig á móti Utah Jazz 13. apríl 2016. Í þættinum er farið yfir feril Kobe og rætt við samherja hans og þjálfara en hann verður sýndur klukkan 20.00. Sextíu stiga leikurinn verður sýndur frá klukkan 21.00. Hér fyrir neðan má sjá sjónvarpsfrétt í Bandaríkjunum um 81 stigs leikinn hans Kobe Bryant. "I don't believe the box score I am reading you." 15 years ago today: Kobe Bryant dropped 81 pts vs. Raptors, 2nd-most pts in NBA historyLakers (-7) trailed by 14 at the half. Kobe scored 55 in 2H & L.A. won by 18 pic.twitter.com/HaMLfC0LBc— The Action Network (@ActionNetworkHQ) January 22, 2021 NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fótbolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti „Það var smá stress og drama“ Handbolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé Sport Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Enski boltinn Dagskráin í dag: Verður Breiðablik loks Íslandsmeistari? Sport Fleiri fréttir Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Sjá meira
Stöð 2 Sport ætlar að minnast þessa afreks Kobe heitins með því að sýna leikinn í heild sinni en Los Angeles Lakers og Toronto Raptors mættust 22. janúar 2006. Kobe Bryant skoraði 81 stig á tæpum 42 spiluðum mínútum en hann hitti úr 28 af 46 skotum sínum (61%) þar af 7 af 13 fyrir utan þriggja stiga lúna. Kobe nýtti ennfremur 18 af 20 vítaskotum sínum. Leikurinn verður sýndur á Stöð 2 Sport en útsendingin hefst klukkan 21.45. On this date in 2006, Kobe Bryant scored 81 points against the Toronto Raptors the second highest single-game point total in NBA history. pic.twitter.com/LOR3hlIael— The Undefeated (@TheUndefeated) January 22, 2020 Þetta er enn það næstmesta sem einn leikmaður hefur skorað í einum leik í NBA-deildinni á eftir hundrað stiga leik Wilt Chamberlain. Í tilfelli Chamberlain þá var dælt inn á hann boltum í stórsigri en Lakers liðið þurfti virkilega á stigum Kobe Bryant til að vinna leikinn. Lakers liðið var nefnilega fjórtán stigum undir í hálfleik og náði ekki forystunni fyrr en í lokaleikhlutanum. Kobe Bryant skoraði 55 af 81 stigi sínum í seinni hálfleiknum. Kobe Bryant bætti með þessu stigamet Los Angeles Lakers um tíu stig en Elgin Baylor hafði skorað 71 stig í nóvember 1960 og met hans var því orðið 45 ára gamalt. Kobe hafði skorað 51 stig aðeins þremur dögum fyrr og 37 stig í leiknum á undan. Hann náði því að skora 169 stig á aðeins rúmlega þremur sólarhringum. Á þriðjudaginn, 26. janúar 2021, verður eitt ár liðið síðan að Kobe Bryant fórst í þyrluslysi ásamt dóttur inni og sjö öðrum. Stöð 2 Sport 2 mun það kvöld sýna heimildarmynd frá NBA deildinni um feril Kobe Bryant sem hefur fengið nafnið „Kobe í áranna rás“ en strax á eftir verður sýndur lokaleikur Kobe Bryant á ferlinum þegar hann skoraði 60 stig á móti Utah Jazz 13. apríl 2016. Í þættinum er farið yfir feril Kobe og rætt við samherja hans og þjálfara en hann verður sýndur klukkan 20.00. Sextíu stiga leikurinn verður sýndur frá klukkan 21.00. Hér fyrir neðan má sjá sjónvarpsfrétt í Bandaríkjunum um 81 stigs leikinn hans Kobe Bryant. "I don't believe the box score I am reading you." 15 years ago today: Kobe Bryant dropped 81 pts vs. Raptors, 2nd-most pts in NBA historyLakers (-7) trailed by 14 at the half. Kobe scored 55 in 2H & L.A. won by 18 pic.twitter.com/HaMLfC0LBc— The Action Network (@ActionNetworkHQ) January 22, 2021 NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fótbolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti „Það var smá stress og drama“ Handbolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé Sport Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Enski boltinn Dagskráin í dag: Verður Breiðablik loks Íslandsmeistari? Sport Fleiri fréttir Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Sjá meira