Þjóðin andvíg sölu á Íslandsbanka Drífa Snædal skrifar 22. janúar 2021 16:30 Í Bítinu á Bylgjunni í gær var rætt við félags- og barnamálaráðherra um frumvarp til nýrra starfskjaralaga. Verkalýðshreyfingin hefur lengi beðið eftir að ráðherrann uppfylli gefin loforð um að leggja fram slíkt frumvarp og að í anda yfirlýsingar stjórnvalda með Lífskjarasamningnum sé í því ákvæði um févíti vegna launaþjófnaðar atvinnurekenda. Þannig fái launafólk sem brotið er á bætur í sinn hlut en í því felst raunverulegur fælingarmáttur. Í viðtalinu greindi ráðherra hins vegar frá því að til stæði að fela Vinnumálastofnun sérstakt hlutverk í þessum efnum, m.a. með sektarheimildum. Slíkt kann að vera gott og gilt en kemur aldrei í stað févítis. Af hálfu verkalýðshreyfingarinnar hefur ekki komið fram ákall um að hið opinbera taki að sér eftirlit með launagreiðslum. Því eftirliti er best komið hjá stéttarfélögunum, hér eftir sem hingað til. Miðstjórn ASÍ ályktaði í vikunni um þau félagslegu undirboð sem enn og aftur er gerð tilraun til að framkvæma í flugrekstri á Íslandi, í þetta skipti í gegnum félagið Bluebird sem hefur sagt upp flugmönnum í miðri kjaradeilu. Slík mál eru aðför að vinnumarkaðnum og skýrt brot á vinnulöggjöfinni. Í þessari deilu er einnig vert að beina kastljósinu að ábyrgð Vinnumálastofnunar að fylgjast með starfsmannaleigum sem starfandi eru hér á landi og Bluebird nýtir sér sannanlega til að sniðganga skyldur sem atvinnurekendur þurfa að bera. Fyrirtækið starfar samkvæmt íslensku flugrekstrarleyfi og á því ekki að komast hjá reglum hins íslenska vinnumarkaðar. Miðstjórnin ályktaði líka gegn sölu hlutar almennings í Íslandsbanka og í dag komu niðurstöður könnunar sem ASÍ lét gera meðal þjóðarinnar sem staðfestir andstöðu við þetta ferli. Skýr meirihluti er andvígur sölunni en innan við fjórðungur er fylgjandi henni. Að auki er afar skýr vilji til að stofna samfélagsbanka og voru meira en sex af hverjum tíu hlynnt því. Það er augljóst mál að stjórnvöld eru ekki í takti við þjóðarvilja í þessu máli. Enn er unnið að því að keyra málið í gegn með hraði og áður en kosið verður í haust. En það er alveg kýrskýrt að þrýstingur á söluna kemur ekki frá almenningi. Hvaðan þá er von að spurt sé? Góða helgi, Drífa. Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Salan á Íslandsbanka Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Halldór 11.01.2025 Halldór Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Í Bítinu á Bylgjunni í gær var rætt við félags- og barnamálaráðherra um frumvarp til nýrra starfskjaralaga. Verkalýðshreyfingin hefur lengi beðið eftir að ráðherrann uppfylli gefin loforð um að leggja fram slíkt frumvarp og að í anda yfirlýsingar stjórnvalda með Lífskjarasamningnum sé í því ákvæði um févíti vegna launaþjófnaðar atvinnurekenda. Þannig fái launafólk sem brotið er á bætur í sinn hlut en í því felst raunverulegur fælingarmáttur. Í viðtalinu greindi ráðherra hins vegar frá því að til stæði að fela Vinnumálastofnun sérstakt hlutverk í þessum efnum, m.a. með sektarheimildum. Slíkt kann að vera gott og gilt en kemur aldrei í stað févítis. Af hálfu verkalýðshreyfingarinnar hefur ekki komið fram ákall um að hið opinbera taki að sér eftirlit með launagreiðslum. Því eftirliti er best komið hjá stéttarfélögunum, hér eftir sem hingað til. Miðstjórn ASÍ ályktaði í vikunni um þau félagslegu undirboð sem enn og aftur er gerð tilraun til að framkvæma í flugrekstri á Íslandi, í þetta skipti í gegnum félagið Bluebird sem hefur sagt upp flugmönnum í miðri kjaradeilu. Slík mál eru aðför að vinnumarkaðnum og skýrt brot á vinnulöggjöfinni. Í þessari deilu er einnig vert að beina kastljósinu að ábyrgð Vinnumálastofnunar að fylgjast með starfsmannaleigum sem starfandi eru hér á landi og Bluebird nýtir sér sannanlega til að sniðganga skyldur sem atvinnurekendur þurfa að bera. Fyrirtækið starfar samkvæmt íslensku flugrekstrarleyfi og á því ekki að komast hjá reglum hins íslenska vinnumarkaðar. Miðstjórnin ályktaði líka gegn sölu hlutar almennings í Íslandsbanka og í dag komu niðurstöður könnunar sem ASÍ lét gera meðal þjóðarinnar sem staðfestir andstöðu við þetta ferli. Skýr meirihluti er andvígur sölunni en innan við fjórðungur er fylgjandi henni. Að auki er afar skýr vilji til að stofna samfélagsbanka og voru meira en sex af hverjum tíu hlynnt því. Það er augljóst mál að stjórnvöld eru ekki í takti við þjóðarvilja í þessu máli. Enn er unnið að því að keyra málið í gegn með hraði og áður en kosið verður í haust. En það er alveg kýrskýrt að þrýstingur á söluna kemur ekki frá almenningi. Hvaðan þá er von að spurt sé? Góða helgi, Drífa. Höfundur er forseti ASÍ.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun