Dagskráin í dag: Stórleikur á Old Trafford, undanúrslit í NFL-deildinni og fjöldi leikja hér heima Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. janúar 2021 06:01 Erkifjendurnir Manchester United og Liverpool mætast í FA-bikarnum í dag. Paul Greenwood/Getty Images Það er nóg um að vera í dag. Stórveldaslagur í enska FA-bikarnum, undanúrslit NFL-deildarinnar ásamt fjöldi leikja í hand- og körfubolta. Alls eru 16 beinar útsendingar á dagskrá Stöðvar 2 Sport í dag. Stöð 2 Sport Klukkan 13.20 er komið að leik ÍBV og Fram í Olís-deild karla. Leikur FH og Gróttu er svo á dagskrá klukkan 14.55. Við færum okkur yfir í Dominos-deild karla klukkan 18.05 þegar Þór Akureyri tekur á móti Íslandsmeisturum KR. Klukkan 20.10 er svo leikur Vals og Njarðvíkur í Dominos-deild karla á dagskrá. Klukkan 22.00 verða svo Dominos Tilþrifin á dagskrá. Stöð 2 Sport 2 Leikur Chelsea og Luton Town í FA-bikarnum er á dagskrá í hádeginu en útsending hefst klukkan 11.50. Reikna má með því að Frank Lampard stilli upp sterku liði þar sem Chelsea hefur gengið illa undanfarið. Klukkan 14.20 er komið að leik úrvalsdeildarfélaganna Fulham og Burnley. Vonandi fær Jóhann Berg Guðmundsson tækifæri í byrjunarliði Burnley í dag. Klukkan 16.50 er svo komið að Stórleik helgarinnar þegar Manchester United tekur á móti Englandsmeisturum Liverpool. Gestirnir hafa ekkert getað undanfarið og því forvitnilegt að sjá hvernig þeir koma til leiks í dag. Annar stórleikur er svo á dagskrá klukkan 20.00 þegar Green Bay Packers taka á móti Tampa Bay Buccaneers. Sigurvegarinn vinnur sér inn sæti í Ofurskálinni sem fer fram þann 8. febrúar. Klukkan 23.30 er svo komið að hinum leikjum í fjögurra liða úrslitum NFL-deildarinnar. Þar mætast meistararnir í Kansas City Chiefs og Buffalo Bills. Stöð 2 Sport 4 Leikur Juventus og Bologna í Serie Aer á dagskrá klukkan 11.30 en útsending hefst tíu mínútum fyrr. Lærisveinar Andrea Pirlo þurfa nauðsynlega á þremur stigum að halda til að halda í toppliðin frá Mílanó. Klukkan 15.05 sýnum við leik Elche og Barcelona í La Liga en gestirnir frá Katalóníu þurfa líkt og Juventus nauðsynlega á þremur stigum að halda. Martin Hermannsson og félagar í Valencia mæta Baskonia í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta klukkan 17.20. Klukkan 19.50 mæta Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Everton B-deildarliði Sheffield Wednesday í FA-bikarnum. Golfstöðin Dagurinn byrjar mjög snemma þar sem við sýnum frá Abu Dhabi HSBC-meistaramótinu klukkan 07.00 Mótið er hluti af Evrópumótaröðinni. Klukkan 20.00 er komið að The American Express-mótinu, mótið er hluti af PGA-mótaröðinni. Enski boltinn Olís-deild kvenna Dominos-deild karla NFL Golf Spænski körfuboltinn Spænski boltinn Ítalski boltinn Mest lesið Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Sport Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Handbolti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Fótbolti Liverpool - Nott. Forest | Tapað fjórum af síðustu fimm Enski boltinn Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Fótbolti Þriðji sigur Chelsea í röð Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Sport Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Formúla 1 „Ég ætla að brjóta á honum andlitið“ Sport Fleiri fréttir Hafrún skoraði í jafntefli Liverpool - Nott. Forest | Tapað fjórum af síðustu fimm „Ég ætla að brjóta á honum andlitið“ Sigur skaut liði Ingibjargar upp um þrjú sæti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Þriðji sigur Chelsea í röð Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Aron í góðum málum á miðjunni en algjör hörmung hjá Jóhanni Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn Sjá meira
Stöð 2 Sport Klukkan 13.20 er komið að leik ÍBV og Fram í Olís-deild karla. Leikur FH og Gróttu er svo á dagskrá klukkan 14.55. Við færum okkur yfir í Dominos-deild karla klukkan 18.05 þegar Þór Akureyri tekur á móti Íslandsmeisturum KR. Klukkan 20.10 er svo leikur Vals og Njarðvíkur í Dominos-deild karla á dagskrá. Klukkan 22.00 verða svo Dominos Tilþrifin á dagskrá. Stöð 2 Sport 2 Leikur Chelsea og Luton Town í FA-bikarnum er á dagskrá í hádeginu en útsending hefst klukkan 11.50. Reikna má með því að Frank Lampard stilli upp sterku liði þar sem Chelsea hefur gengið illa undanfarið. Klukkan 14.20 er komið að leik úrvalsdeildarfélaganna Fulham og Burnley. Vonandi fær Jóhann Berg Guðmundsson tækifæri í byrjunarliði Burnley í dag. Klukkan 16.50 er svo komið að Stórleik helgarinnar þegar Manchester United tekur á móti Englandsmeisturum Liverpool. Gestirnir hafa ekkert getað undanfarið og því forvitnilegt að sjá hvernig þeir koma til leiks í dag. Annar stórleikur er svo á dagskrá klukkan 20.00 þegar Green Bay Packers taka á móti Tampa Bay Buccaneers. Sigurvegarinn vinnur sér inn sæti í Ofurskálinni sem fer fram þann 8. febrúar. Klukkan 23.30 er svo komið að hinum leikjum í fjögurra liða úrslitum NFL-deildarinnar. Þar mætast meistararnir í Kansas City Chiefs og Buffalo Bills. Stöð 2 Sport 4 Leikur Juventus og Bologna í Serie Aer á dagskrá klukkan 11.30 en útsending hefst tíu mínútum fyrr. Lærisveinar Andrea Pirlo þurfa nauðsynlega á þremur stigum að halda til að halda í toppliðin frá Mílanó. Klukkan 15.05 sýnum við leik Elche og Barcelona í La Liga en gestirnir frá Katalóníu þurfa líkt og Juventus nauðsynlega á þremur stigum að halda. Martin Hermannsson og félagar í Valencia mæta Baskonia í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta klukkan 17.20. Klukkan 19.50 mæta Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Everton B-deildarliði Sheffield Wednesday í FA-bikarnum. Golfstöðin Dagurinn byrjar mjög snemma þar sem við sýnum frá Abu Dhabi HSBC-meistaramótinu klukkan 07.00 Mótið er hluti af Evrópumótaröðinni. Klukkan 20.00 er komið að The American Express-mótinu, mótið er hluti af PGA-mótaröðinni.
Enski boltinn Olís-deild kvenna Dominos-deild karla NFL Golf Spænski körfuboltinn Spænski boltinn Ítalski boltinn Mest lesið Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Sport Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Handbolti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Fótbolti Liverpool - Nott. Forest | Tapað fjórum af síðustu fimm Enski boltinn Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Fótbolti Þriðji sigur Chelsea í röð Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Sport Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Formúla 1 „Ég ætla að brjóta á honum andlitið“ Sport Fleiri fréttir Hafrún skoraði í jafntefli Liverpool - Nott. Forest | Tapað fjórum af síðustu fimm „Ég ætla að brjóta á honum andlitið“ Sigur skaut liði Ingibjargar upp um þrjú sæti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Þriðji sigur Chelsea í röð Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Aron í góðum málum á miðjunni en algjör hörmung hjá Jóhanni Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn Sjá meira