Íslenski boltinn

Valur og Víkingur með stór­sigra

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Víkingur vann öruggan 6-2 sigur á ÍR í dag.
Víkingur vann öruggan 6-2 sigur á ÍR í dag. Vísir/Bára

Pepsi Max-deildarlið Vals og Víkings unnu stórsigra á Reykjavíkurmótinu í dag. Valur vann 5-0 sigur á Þrótti Reykjavík á meðan Víkingur vann 6-2 sigur á ÍR.

Hinn 18 ára gamli Sigurður Dagsson fékk óvænt tækifæri í byrjunarliði Vals í dag og nýtti tækifærið heldur betur. Sigurður – sem er sonur Dags Sigurðssonar, landsliðsþjálfara Japans í handbolta – skoraði þrennu í leiknum.

Hin tvö mörk Vals skoruðu Patrick Pedersen og Birkir Heimisson.

Í síðari leik dagsins Víkingur öruggan sigur á ÍR sem leikur í 2. deild. Nikolaj Andreas Hansen kom Víking yfir í fyrri hálfleik en Bergvin Fannar Helgason jafnaði metin fyrir ÍR.

Pablo Punyed kom Víkingum aftur yfir og Viktor Örlygur Andrason bætti þriðja marki Víkinga skömmu síðar en Halldór Arnarsson minnkaði muninn í 3-2 fyrir lok fyrri hálfleiks. Adam Ægir Pálsson bætti við fjórða marki Víkinga í síðari hálfleik og Helgi Guðjóns gulltryggði í kjölfarið sigurinn á 74. mínútu.

Adam Ægir bætti svo við sjötta markinu undir lok leiks og tryggði 6-2 sigur Víkinga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×