Þau vita, þau geta en ekkert gerist Ragnar Þór Ingólfsson skrifar 25. janúar 2021 09:30 Síðustu mánuði höfum við í VR brýnt fyrir stjórnvöldum mikilvægi þess að fara í aðgerðir til að bregðast við tekjufalli þeirra sem misst hafa atvinnu. Við höfum ítrekað gert grein fyrir alvarleika málsins og hvaða langvarandi afleiðingar það mun hafa á 26.473 einstaklinga, og fjölskyldur þeirra, sem nú eru án atvinnu að hluta eða öllu leyti, ef ekkert verður gert. Það blasir við að strípaðar atvinnuleysisbætur duga ekki fyrir þeim skuldbindingum sem venjuleg heimili og fjölskyldur þurfa að standa undir, það er að segja fasteignalán eða húsaleiga, bílalán, námslán, hiti og rafmagn, skólamáltíðir, meðlag eða hverjar þær skuldbindingar og kostnaður sem fellur til í rekstri heimilis. Til lengri tíma endar það dæmi aðeins á einn veg. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir okkar og kynningar á fullmótuðum tillögum fyrir ríkisstjórninni og öðrum hagsmunaaðilum hefur ekkert gerst. Jú, annars. Varnir fyrir heimilin voru sett í nefnd. Nefnd er sá sem þetta skrifar á að sitja í fyrir hönd ASÍ. Nefnd sem hefur enn ekki komið saman. Að setja svo lífsnauðsynlegt mál í nefnd á þessum tímapunkti sýnir svo ekki verður um villst að stjórnvöld hafa lítinn áhuga á frekari aðgerðum fyrir fólkið. Fólkið sem þarf að taka ákvörðun um það hvort kaupa eigi mat eða greiða reikninga. Fólkinu sem lifað hefur af sparnaði sínum eða skuldsett sig fyrir nauðsynjum og öðrum útgjöldum heimilis mánuðum saman. Þegar sértækar aðgerðir stjórnvalda vegna Covid eru skoðaðar kemur í ljós að ríkið hefur fengið hærri upphæð í tekjuskatt af séreignasparnaði en það sem greitt hefur verið út í stuðningi til heimila. Hversu glatað er það? Ég vona að þeir 26.473 kjósendur og fjölskyldur þeirra hafi þetta í huga þegar við göngum til kosninga í haust. Sitjandi ríkisstjórn er sama. Sama um ykkur. Á meðan styrkir og stuðningur, úrræði og ábyrgðir eru afgreidd til fyrirtækja yfir og undir borðið eru heimilin sett í nefnd. Nefnd sem ekki er líkleg til að skila af sér fyrr en það er um seinan, fyrir tíma sem er ekki til stefnu. Þegar nefndir skila af sér geta málin þvælst í völundarhúsum ráðuneyta mánuðum saman eða endað ofan í skúffu, eins og það er kallað. Yfirfullum skúffum af vanefndum og útþynntun kosningaloforðum. Nú hljóta stjórnvöld að auglýsa eftir störfum hjá umboðsmanni skuldara því víst þykir að langar biðraðir muni myndast þar eins og gerðist eftir hrun. Eða ekki þar sem umboðsmaður skuldara varð eiginlega meira eins og umboðsmaður kröfuhafa. Dapurlegast af öllu er áhugaleysið, virðingarleysið gagnvart fólki og fjölskyldum þeirra sem nú vita að sitjandi ríkisstjórn hafi vitað af stöðu þeirra allan tímann og haft undir höndum frábæra, einfalda og skynsamlega lausn. Ódýra lausn sem mun borga sig margfalt. Lausn sem kostar brot af einstökum stuðningsaðgerðum til atvinnulífsins, með fullri virðingu fyrir atvinnulífinu, og gerum ekki lítið úr mikilvægum stuðningi til þeirra. En hafa ber í huga að venjulegt fólk getur ekki skipt um kennitölu og byrjað upp á nýtt með skuldlausan heimilisrekstur. Þau vita, þau geta en ekkert gerist. Er þetta veganestið sem sitjandi ríkisstjórn mun taka með sér inn í kosningaárið? Er þetta endurreisnin, uppbyggingin, viðspyrnan og framtíðarsýn stjórnvalda að tugþúsundir einstaklinga og heimila fari aftur út á vinnumarkaðinn með óvinnandi skuldahala og vanskil á bakinu? Sú viðspyrna endar því miður á einn veg. Veg sem við fórum eftir hrun. Veg sem við erum enn að vinda ofan af í gegnum sjúkrasjóði stéttarfélaganna og VIRK starfsendurhæfingu. Viðspyrna með því að setja öll hestöflin í annað afturhjólið drífur ekki langt, eða vindur sem fer allur í eitt seglið kemur þjóðarskútunni varla á flot. Það verður fróðlegt að sjá hvað kemur út úr nefndinni góðu. Nefnd sem tók lengri tíma að skipa en það tók að smíða, samþykkja og FRAMKVÆMA öll þau fjölmörgu úrræði sem standa atvinnulífinu til boða, engar nefndir þar. Við krefjumst aðgerða fyrir heimilin tafarlaust. Við hljótum að vera sammála um það. Höfundur er formaður VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnar Þór Ingólfsson Vinnumarkaður Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Lýst eftir afstöðu Viðreisnar til ríkisstyrkja Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Síðustu mánuði höfum við í VR brýnt fyrir stjórnvöldum mikilvægi þess að fara í aðgerðir til að bregðast við tekjufalli þeirra sem misst hafa atvinnu. Við höfum ítrekað gert grein fyrir alvarleika málsins og hvaða langvarandi afleiðingar það mun hafa á 26.473 einstaklinga, og fjölskyldur þeirra, sem nú eru án atvinnu að hluta eða öllu leyti, ef ekkert verður gert. Það blasir við að strípaðar atvinnuleysisbætur duga ekki fyrir þeim skuldbindingum sem venjuleg heimili og fjölskyldur þurfa að standa undir, það er að segja fasteignalán eða húsaleiga, bílalán, námslán, hiti og rafmagn, skólamáltíðir, meðlag eða hverjar þær skuldbindingar og kostnaður sem fellur til í rekstri heimilis. Til lengri tíma endar það dæmi aðeins á einn veg. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir okkar og kynningar á fullmótuðum tillögum fyrir ríkisstjórninni og öðrum hagsmunaaðilum hefur ekkert gerst. Jú, annars. Varnir fyrir heimilin voru sett í nefnd. Nefnd er sá sem þetta skrifar á að sitja í fyrir hönd ASÍ. Nefnd sem hefur enn ekki komið saman. Að setja svo lífsnauðsynlegt mál í nefnd á þessum tímapunkti sýnir svo ekki verður um villst að stjórnvöld hafa lítinn áhuga á frekari aðgerðum fyrir fólkið. Fólkið sem þarf að taka ákvörðun um það hvort kaupa eigi mat eða greiða reikninga. Fólkinu sem lifað hefur af sparnaði sínum eða skuldsett sig fyrir nauðsynjum og öðrum útgjöldum heimilis mánuðum saman. Þegar sértækar aðgerðir stjórnvalda vegna Covid eru skoðaðar kemur í ljós að ríkið hefur fengið hærri upphæð í tekjuskatt af séreignasparnaði en það sem greitt hefur verið út í stuðningi til heimila. Hversu glatað er það? Ég vona að þeir 26.473 kjósendur og fjölskyldur þeirra hafi þetta í huga þegar við göngum til kosninga í haust. Sitjandi ríkisstjórn er sama. Sama um ykkur. Á meðan styrkir og stuðningur, úrræði og ábyrgðir eru afgreidd til fyrirtækja yfir og undir borðið eru heimilin sett í nefnd. Nefnd sem ekki er líkleg til að skila af sér fyrr en það er um seinan, fyrir tíma sem er ekki til stefnu. Þegar nefndir skila af sér geta málin þvælst í völundarhúsum ráðuneyta mánuðum saman eða endað ofan í skúffu, eins og það er kallað. Yfirfullum skúffum af vanefndum og útþynntun kosningaloforðum. Nú hljóta stjórnvöld að auglýsa eftir störfum hjá umboðsmanni skuldara því víst þykir að langar biðraðir muni myndast þar eins og gerðist eftir hrun. Eða ekki þar sem umboðsmaður skuldara varð eiginlega meira eins og umboðsmaður kröfuhafa. Dapurlegast af öllu er áhugaleysið, virðingarleysið gagnvart fólki og fjölskyldum þeirra sem nú vita að sitjandi ríkisstjórn hafi vitað af stöðu þeirra allan tímann og haft undir höndum frábæra, einfalda og skynsamlega lausn. Ódýra lausn sem mun borga sig margfalt. Lausn sem kostar brot af einstökum stuðningsaðgerðum til atvinnulífsins, með fullri virðingu fyrir atvinnulífinu, og gerum ekki lítið úr mikilvægum stuðningi til þeirra. En hafa ber í huga að venjulegt fólk getur ekki skipt um kennitölu og byrjað upp á nýtt með skuldlausan heimilisrekstur. Þau vita, þau geta en ekkert gerist. Er þetta veganestið sem sitjandi ríkisstjórn mun taka með sér inn í kosningaárið? Er þetta endurreisnin, uppbyggingin, viðspyrnan og framtíðarsýn stjórnvalda að tugþúsundir einstaklinga og heimila fari aftur út á vinnumarkaðinn með óvinnandi skuldahala og vanskil á bakinu? Sú viðspyrna endar því miður á einn veg. Veg sem við fórum eftir hrun. Veg sem við erum enn að vinda ofan af í gegnum sjúkrasjóði stéttarfélaganna og VIRK starfsendurhæfingu. Viðspyrna með því að setja öll hestöflin í annað afturhjólið drífur ekki langt, eða vindur sem fer allur í eitt seglið kemur þjóðarskútunni varla á flot. Það verður fróðlegt að sjá hvað kemur út úr nefndinni góðu. Nefnd sem tók lengri tíma að skipa en það tók að smíða, samþykkja og FRAMKVÆMA öll þau fjölmörgu úrræði sem standa atvinnulífinu til boða, engar nefndir þar. Við krefjumst aðgerða fyrir heimilin tafarlaust. Við hljótum að vera sammála um það. Höfundur er formaður VR.
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun