Hreyfing að komast á störf öldungadeildarinnar eftir margra daga stopp Samúel Karl Ólason skrifar 26. janúar 2021 13:33 Það er útlit fyrir að Mitch McConnell og Charles Schumer muni eiga í miklum deilum næstu árin. Getty/Drew Angerer Leiðtogar öldungadeildar Bandaríkjaþings, Demókratinn Charles Schumer og Repúblikaninn Mitch McConnell, virðast ætla að komast að samkomulagi um það hvernig deila eigi völdum í öldungadeildinni þegar báðir flokkar eru með jafnmarga þingmenn. Deilurnar hafa svo gott sem fryst starf þingdeildarinnar í viku og vegna þeirra hafa Repúblikanar haldið stjórn sinni á þingnefndum. Deilurnar snerust að mestu um þann aukna meirihluta sem þarf til að staðfesta mest öll frumvörp öldungadeildarinnar. Reglurnar segja til um að þörf sé á 60 atkvæðum af hundrað en meðlimir Demókrataflokksins hafa kallað eftir því að sú regla verði lögð til hliðar, eins og hefur áður verið gert. Á ensku kallast þessi regla „filibuster“. McConnell hefur krafist þess að Schumer heiti því að leggja regluna um aukna meirihlutann ekki til hliðar. Þingsæti öldungadeildarinnar skiptast jafnt milli flokka, 50-50, og varaforseti Bandaríkjanna, Kamala Harris, á úrslitaatkvæðið. Schumer hefur ítrekað sagt að hann muni ekki samþykkja kröfu McConnell. Demókratar hafa viljað byggja störf deildarinnar á samkomulagi sem gert var árið 2001, þegar þingið deildist síðast jafnt milli flokka. Samkvæmt því stýrði sá flokkur sem sem varaforsetinn tilheyrir dagskrá þingdeildarinnar. Charles Schumer er formlega leiðtogi meirihluta öldungadeildar Bandaríkjaþings.AP/Scott Applewhite Tveir Demókratar vilja halda reglunni McConnell sagði í gærkvöldi að hann væri tilbúinn til að fara eftir því samkomulagi. Það var eftir að minnst tveir öldungadeildarþingmenn Demókrataflokksins sögðust alfarið andvígir því að fella niður regluna um aukna meirihlutann. Joe Biden hefur heitið því að vinna með Repúblikönum og ítrekaði talskona hans það nýverið. Forsetinn er ekki hlynntur því að fella niður umrædda reglu en hefur sagt að honum gæti snúist hugur ef Repúblikanar verði of „óstýrilátir“. Í frétt Washington Post segir að það gæti liði margir mánuðir þar til reglan um aukinn meirihluta muni leiða til frekari deilna. Fyrsta áhersluverk Bidens og Demókrata sé að koma mjög stórum neyðarpakka vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar í gegnum þingið og þegar séu þeir byrjaðir að leita að stuðningi Repúblikana. Reynist það erfitt eru Demókratar þó tilbúnir til að beita sérstökum hliðarleiðum til að koma peningunum sem um ræðir út í hagkerfið án þess að fara í gegnum þingið. Þær reglur er þó eingöngu hægt að nota varðandi fjárveitingar. Ekki annars konar frumvörp sem Demókratar vonast til að koma í gegnum þingið. Þau snúa meðal annars að réttindum borgara, veðurfarsbreytingum og breytingum á löggæslu í Bandaríkjunum. Þrýstingur frá vinstrinu Þingmennirnir sem lýstu sig andsnúna því að leggja umrædda reglu til hliðar eru þau Joe Manchin frá Vestur-Virginíu og Kyrsten Sinema frá Arisóna. Vinstri aðgerðahópar hafa þegar lýst því yfir að þeir ætli sér að beita þá þingmenn þrýstingi og krefjast þess að þeir skipti um skoðun. Bandaríkin Tengdar fréttir Afhentu öldungadeildinni ákæruna á hendur Trump Þingmenn úr fulltrúadeild Bandaríkjaþings afhentu í gær öldungadeildarþingmönnum ákæruna á hendur Donald Trump, fyrrverandi forseta, sem samþykkt var í fulltrúadeildinni fyrir tveimur vikum, á meðan Trump var enn í embætti. 26. janúar 2021 06:38 Framleiðandi kosningavéla krefur Guiliani um háar bætur vegna lyga Framleiðandi Dominion-kosningavélanna (e. Dominion Voting Systems) hefur stefnt Rudy Giuliani, lögmanni Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, fyrir ærumeiðingar og farið fram á greiðslu 1,3 milljarða Bandaríkjadala í miskabætur. 25. janúar 2021 14:07 Sagður hafa skipulagt hefndir gegn samflokksmönnum sem sviku hann Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti er sagður hafa eytt helginni í að skipuleggja hvernig hann geti náð þingsætum af þeim repúblikönum sem honum þykir hafa svikið sig. Trump flaug til Flórídaríkis á miðvikudag, sama dag og Joe Biden var settur í embætti forseta. 24. janúar 2021 22:51 Kamala Harris nú með oddaatkvæðið í öldungadeildinni Hinn 33 ára gamli Jon Ossoff, varð í dag yngsti þingmaðurinn í öldungadeild Bandaríkjaþings en hann er jafnframt yngsti Demókratinn til að taka sæti í öldungadeildinni síðan Joe Biden varð öldungadeildarþingmaður árið 1973, þá 30 ára gamall. 20. janúar 2021 22:57 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Deilurnar hafa svo gott sem fryst starf þingdeildarinnar í viku og vegna þeirra hafa Repúblikanar haldið stjórn sinni á þingnefndum. Deilurnar snerust að mestu um þann aukna meirihluta sem þarf til að staðfesta mest öll frumvörp öldungadeildarinnar. Reglurnar segja til um að þörf sé á 60 atkvæðum af hundrað en meðlimir Demókrataflokksins hafa kallað eftir því að sú regla verði lögð til hliðar, eins og hefur áður verið gert. Á ensku kallast þessi regla „filibuster“. McConnell hefur krafist þess að Schumer heiti því að leggja regluna um aukna meirihlutann ekki til hliðar. Þingsæti öldungadeildarinnar skiptast jafnt milli flokka, 50-50, og varaforseti Bandaríkjanna, Kamala Harris, á úrslitaatkvæðið. Schumer hefur ítrekað sagt að hann muni ekki samþykkja kröfu McConnell. Demókratar hafa viljað byggja störf deildarinnar á samkomulagi sem gert var árið 2001, þegar þingið deildist síðast jafnt milli flokka. Samkvæmt því stýrði sá flokkur sem sem varaforsetinn tilheyrir dagskrá þingdeildarinnar. Charles Schumer er formlega leiðtogi meirihluta öldungadeildar Bandaríkjaþings.AP/Scott Applewhite Tveir Demókratar vilja halda reglunni McConnell sagði í gærkvöldi að hann væri tilbúinn til að fara eftir því samkomulagi. Það var eftir að minnst tveir öldungadeildarþingmenn Demókrataflokksins sögðust alfarið andvígir því að fella niður regluna um aukna meirihlutann. Joe Biden hefur heitið því að vinna með Repúblikönum og ítrekaði talskona hans það nýverið. Forsetinn er ekki hlynntur því að fella niður umrædda reglu en hefur sagt að honum gæti snúist hugur ef Repúblikanar verði of „óstýrilátir“. Í frétt Washington Post segir að það gæti liði margir mánuðir þar til reglan um aukinn meirihluta muni leiða til frekari deilna. Fyrsta áhersluverk Bidens og Demókrata sé að koma mjög stórum neyðarpakka vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar í gegnum þingið og þegar séu þeir byrjaðir að leita að stuðningi Repúblikana. Reynist það erfitt eru Demókratar þó tilbúnir til að beita sérstökum hliðarleiðum til að koma peningunum sem um ræðir út í hagkerfið án þess að fara í gegnum þingið. Þær reglur er þó eingöngu hægt að nota varðandi fjárveitingar. Ekki annars konar frumvörp sem Demókratar vonast til að koma í gegnum þingið. Þau snúa meðal annars að réttindum borgara, veðurfarsbreytingum og breytingum á löggæslu í Bandaríkjunum. Þrýstingur frá vinstrinu Þingmennirnir sem lýstu sig andsnúna því að leggja umrædda reglu til hliðar eru þau Joe Manchin frá Vestur-Virginíu og Kyrsten Sinema frá Arisóna. Vinstri aðgerðahópar hafa þegar lýst því yfir að þeir ætli sér að beita þá þingmenn þrýstingi og krefjast þess að þeir skipti um skoðun.
Bandaríkin Tengdar fréttir Afhentu öldungadeildinni ákæruna á hendur Trump Þingmenn úr fulltrúadeild Bandaríkjaþings afhentu í gær öldungadeildarþingmönnum ákæruna á hendur Donald Trump, fyrrverandi forseta, sem samþykkt var í fulltrúadeildinni fyrir tveimur vikum, á meðan Trump var enn í embætti. 26. janúar 2021 06:38 Framleiðandi kosningavéla krefur Guiliani um háar bætur vegna lyga Framleiðandi Dominion-kosningavélanna (e. Dominion Voting Systems) hefur stefnt Rudy Giuliani, lögmanni Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, fyrir ærumeiðingar og farið fram á greiðslu 1,3 milljarða Bandaríkjadala í miskabætur. 25. janúar 2021 14:07 Sagður hafa skipulagt hefndir gegn samflokksmönnum sem sviku hann Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti er sagður hafa eytt helginni í að skipuleggja hvernig hann geti náð þingsætum af þeim repúblikönum sem honum þykir hafa svikið sig. Trump flaug til Flórídaríkis á miðvikudag, sama dag og Joe Biden var settur í embætti forseta. 24. janúar 2021 22:51 Kamala Harris nú með oddaatkvæðið í öldungadeildinni Hinn 33 ára gamli Jon Ossoff, varð í dag yngsti þingmaðurinn í öldungadeild Bandaríkjaþings en hann er jafnframt yngsti Demókratinn til að taka sæti í öldungadeildinni síðan Joe Biden varð öldungadeildarþingmaður árið 1973, þá 30 ára gamall. 20. janúar 2021 22:57 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Afhentu öldungadeildinni ákæruna á hendur Trump Þingmenn úr fulltrúadeild Bandaríkjaþings afhentu í gær öldungadeildarþingmönnum ákæruna á hendur Donald Trump, fyrrverandi forseta, sem samþykkt var í fulltrúadeildinni fyrir tveimur vikum, á meðan Trump var enn í embætti. 26. janúar 2021 06:38
Framleiðandi kosningavéla krefur Guiliani um háar bætur vegna lyga Framleiðandi Dominion-kosningavélanna (e. Dominion Voting Systems) hefur stefnt Rudy Giuliani, lögmanni Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, fyrir ærumeiðingar og farið fram á greiðslu 1,3 milljarða Bandaríkjadala í miskabætur. 25. janúar 2021 14:07
Sagður hafa skipulagt hefndir gegn samflokksmönnum sem sviku hann Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti er sagður hafa eytt helginni í að skipuleggja hvernig hann geti náð þingsætum af þeim repúblikönum sem honum þykir hafa svikið sig. Trump flaug til Flórídaríkis á miðvikudag, sama dag og Joe Biden var settur í embætti forseta. 24. janúar 2021 22:51
Kamala Harris nú með oddaatkvæðið í öldungadeildinni Hinn 33 ára gamli Jon Ossoff, varð í dag yngsti þingmaðurinn í öldungadeild Bandaríkjaþings en hann er jafnframt yngsti Demókratinn til að taka sæti í öldungadeildinni síðan Joe Biden varð öldungadeildarþingmaður árið 1973, þá 30 ára gamall. 20. janúar 2021 22:57