Áskoranir til framtíðar Kristín Völundardóttir skrifar 26. janúar 2021 14:00 Í liðinni viku ritaði forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar áhugaverða grein á Vísi um málefni umsækjenda um alþjóðlega vernd. Það er ánægjuefni að fá innlegg í opinbera umræðu um þetta viðfangsefni frá sjónarhóli sveitarfélaganna sem koma að því mikilvæga verkefni að þjónusta umsækjendur um alþjóðlega vernd. Á undanförnum árum hefur þessi málaflokkur stækkað gríðarlega og Ísland fengið flesta umsækjendur um vernd af Norðurlöndunum miðað við höfðatölu. Þessi þróun kallar réttilega á heildræna stefnumörkun stjórnvalda með þátttöku allra aðila sem koma að þjónustu við umsækjendur um vernd svo sem sveitarfélaga og heilbrigðs- og menntakerfisins. Breyttir tímar Reykjanesbær var lengi vel eina sveitarfélagið sem sinnti því verkefni að þjónusta umsækjendur um vernd og hefur Útlendingastofnun frá upphafi átt gott, opinskátt og heiðarlegt samstarf við sveitarfélagið og starfsfólk þess. Á undanförnum fimm árum hafa 4500 einstaklingar sótt um alþjóðlega vernd á Íslandi. Í desember 2016 þegar fjöldinn var mestur, var skotið skjólshúsi yfir 820 einstaklinga og hafði fjöldinn þá tvöfaldast á aðeins þremur mánuðum. Á þeim tíma hafði Útlendingastofnun gert samninga við þrjú sveitarfélög, Reykjanesbæ, Reykjavík og Hafnarfjörð, sem samtals gátu þjónustað 175 einstaklinga. Útlendingastofnun þjónustaði alla aðra sem þurftu á þjónustu að halda í búsetuúrræðum á sínum vegum. Síðan þá hafa samningar við sveitarfélögin þrjú verið stækkaðir og ná nú til þjónustu við 390 einstaklinga, auk þess sem samningsákvæði hafa breyst. Heildarfjárskuldbinding Útlendingastofnunar vegna samninganna nemur um 1,3 milljörðum króna á ársgrundvelli. Stefna Útlendingastofnunar Það er markviss stefna Útlendingastofnunar að sem flestir umsækjendur um alþjóðlega vernd séu í þjónustu sveitarfélaga, sem eru að mati stofnunarinnar mun betur í stakk búin til að veita slíka þjónustu, ekki síst til barnafólks. Í samræmi við þessa stefnu nýtti stofnunin það svigrúm sem skapaðist með fækkun umsókna á liðnu ári og lokaði búsetuúrræðum á sínum vegum, stækkaði þjónustusamninginn við Hafnarfjarðarkaupstað og flutti búsetuúrræði til sveitarfélagsins. Þá var óskað eftir stækkun samninga við Reykjanesbæ og Reykjavíkurborg. Eins og stendur eru þrjú búsetuúrræði í rekstri stofnunarinnar í þremur sveitarfélögum en þrátt fyrir fækkun umsókna hefur fjöldi þeirra sem þurfa á þjónustu að halda ekki farið undir 400 frá því á fyrri hluta árs 2016. Engin lagaleg skylda hvílir á sveitarfélögum um að þjónusta umsækjendur um vernd, eins og þekkist í öðrum löndum, og reiðir Útlendingastofnun sig alfarið á vilja sveitarfélaga um þátttöku í því verkefni. Stofnunin hefur kallað eftir samstarfi við öll sveitarfélög á landinu, nú síðast í mars 2019. Þrátt fyrir almennan áhuga víða um land taldi ekkert sveitarfélag sig hafa tök á því að ganga til viðræðna við stofnunina um þjónustuna. Ómögulegt er að fullyrða um þörfina fyrir þjónusturými fram í tímann þar sem hún er háð fjölda umsækjenda og hversu vel gengur að vinna úr umsóknum þeirra. Þegar umsóknum fjölgar þarf stofnunin að bregðast hratt við og standa undir þeirri skyldu sem hvílir á henni, sem er að sjá öllum umsækjendum fyrir húsnæði og þjónustu sem þess þurfa og á sama tíma að fara ekki fram úr fjárframlögum málaflokksins. Á meðan þessi skylda hvílir á Útlendingastofnun einni, og í ljósi fenginnar reynslu af því hve skyndilega umsækjendum getur fjölgað og þörfin fyrir húsaskjól orðið brýn, væri óábyrgt, og raunar ómögulegt, af hálfu stofnunarinnar að lofa því að taka ekki á leigu húsnæði í tilteknu sveitarfélagi til búsetu fyrir umsækjendur um vernd. Höfundur er forstjóri Útlendingastofnunar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hælisleitendur Mest lesið Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Sjá meira
Í liðinni viku ritaði forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar áhugaverða grein á Vísi um málefni umsækjenda um alþjóðlega vernd. Það er ánægjuefni að fá innlegg í opinbera umræðu um þetta viðfangsefni frá sjónarhóli sveitarfélaganna sem koma að því mikilvæga verkefni að þjónusta umsækjendur um alþjóðlega vernd. Á undanförnum árum hefur þessi málaflokkur stækkað gríðarlega og Ísland fengið flesta umsækjendur um vernd af Norðurlöndunum miðað við höfðatölu. Þessi þróun kallar réttilega á heildræna stefnumörkun stjórnvalda með þátttöku allra aðila sem koma að þjónustu við umsækjendur um vernd svo sem sveitarfélaga og heilbrigðs- og menntakerfisins. Breyttir tímar Reykjanesbær var lengi vel eina sveitarfélagið sem sinnti því verkefni að þjónusta umsækjendur um vernd og hefur Útlendingastofnun frá upphafi átt gott, opinskátt og heiðarlegt samstarf við sveitarfélagið og starfsfólk þess. Á undanförnum fimm árum hafa 4500 einstaklingar sótt um alþjóðlega vernd á Íslandi. Í desember 2016 þegar fjöldinn var mestur, var skotið skjólshúsi yfir 820 einstaklinga og hafði fjöldinn þá tvöfaldast á aðeins þremur mánuðum. Á þeim tíma hafði Útlendingastofnun gert samninga við þrjú sveitarfélög, Reykjanesbæ, Reykjavík og Hafnarfjörð, sem samtals gátu þjónustað 175 einstaklinga. Útlendingastofnun þjónustaði alla aðra sem þurftu á þjónustu að halda í búsetuúrræðum á sínum vegum. Síðan þá hafa samningar við sveitarfélögin þrjú verið stækkaðir og ná nú til þjónustu við 390 einstaklinga, auk þess sem samningsákvæði hafa breyst. Heildarfjárskuldbinding Útlendingastofnunar vegna samninganna nemur um 1,3 milljörðum króna á ársgrundvelli. Stefna Útlendingastofnunar Það er markviss stefna Útlendingastofnunar að sem flestir umsækjendur um alþjóðlega vernd séu í þjónustu sveitarfélaga, sem eru að mati stofnunarinnar mun betur í stakk búin til að veita slíka þjónustu, ekki síst til barnafólks. Í samræmi við þessa stefnu nýtti stofnunin það svigrúm sem skapaðist með fækkun umsókna á liðnu ári og lokaði búsetuúrræðum á sínum vegum, stækkaði þjónustusamninginn við Hafnarfjarðarkaupstað og flutti búsetuúrræði til sveitarfélagsins. Þá var óskað eftir stækkun samninga við Reykjanesbæ og Reykjavíkurborg. Eins og stendur eru þrjú búsetuúrræði í rekstri stofnunarinnar í þremur sveitarfélögum en þrátt fyrir fækkun umsókna hefur fjöldi þeirra sem þurfa á þjónustu að halda ekki farið undir 400 frá því á fyrri hluta árs 2016. Engin lagaleg skylda hvílir á sveitarfélögum um að þjónusta umsækjendur um vernd, eins og þekkist í öðrum löndum, og reiðir Útlendingastofnun sig alfarið á vilja sveitarfélaga um þátttöku í því verkefni. Stofnunin hefur kallað eftir samstarfi við öll sveitarfélög á landinu, nú síðast í mars 2019. Þrátt fyrir almennan áhuga víða um land taldi ekkert sveitarfélag sig hafa tök á því að ganga til viðræðna við stofnunina um þjónustuna. Ómögulegt er að fullyrða um þörfina fyrir þjónusturými fram í tímann þar sem hún er háð fjölda umsækjenda og hversu vel gengur að vinna úr umsóknum þeirra. Þegar umsóknum fjölgar þarf stofnunin að bregðast hratt við og standa undir þeirri skyldu sem hvílir á henni, sem er að sjá öllum umsækjendum fyrir húsnæði og þjónustu sem þess þurfa og á sama tíma að fara ekki fram úr fjárframlögum málaflokksins. Á meðan þessi skylda hvílir á Útlendingastofnun einni, og í ljósi fenginnar reynslu af því hve skyndilega umsækjendum getur fjölgað og þörfin fyrir húsaskjól orðið brýn, væri óábyrgt, og raunar ómögulegt, af hálfu stofnunarinnar að lofa því að taka ekki á leigu húsnæði í tilteknu sveitarfélagi til búsetu fyrir umsækjendur um vernd. Höfundur er forstjóri Útlendingastofnunar.
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun