Rudy Gobert skoraði átján stig og tók nítján fráköst í liði Utah. Royce O'Neale var þó stigahæstur heimamanna og setti persónulegt met með því að skora tuttugu stig. Utah er í 2. sæti Vesturdeildarinnar.
The @utahjazz win their 9th-straight game behind @rudygobert27's 18 PTS, 19 REB and 4 BLK. pic.twitter.com/ctqWAfgduB
— NBA (@NBA) January 27, 2021
Utah hitti illa og klikkaði meðal annars á tólf af fyrstu fjórtán skotum sínum í leiknum en það kom ekki að sök gegn Knicks sem hefur tapað þremur leikjum í röð. Austin Rivers var stigahæstur gestanna með 25 stig. Öll þeirra komu í fyrri hálfleik.
Atlanta Hawks stöðvaði sigurgöngu Los Angeles Clippers og vann níu stiga sigur, 108-99, á heimavelli. Clippers var á góðu skriði og hafði unnið sjö leiki í röð fyrir viðureign næturinnar.
Clippers var án þeirra Kawhis Leonard, Pauls George og Patricks Beverley í leiknum og munaði um minna.
Trae Young skoraði 38 stig fyrir Atlanta og Clint Capela skoraði þrettán stig og tók átján fráköst.
.@TheTraeYoung (38 PTS) and @CapelaClint (13 PTS, 19 REB, 2 BLK) lead the @ATLHawks to victory. pic.twitter.com/BQMZX3f7cD
— NBA (@NBA) January 27, 2021
Þá vann Houston Rockets Washington Wizards, 107-88. Þetta var þriðji sigur Houston í röð.
John Wall skoraði 24 stig fyrir Houston, gegn gamla liðinu sínu. Victor Oladipo og Eric Gordon skoruðu tuttugu stig hvor.
Bradley Beal, stigahæsti leikmaður NBA, skoraði 33 stig fyrir Washington og Russell Westbrook var með nítján stig, ellefu fráköst og sjö stoðsendingar gegn liðinu sem hann lék með á síðasta tímabili.
24 for @JohnWall, 33 for @RealDealBeal23 as the Rockets win against the Wizards. pic.twitter.com/paQu8qOHss
— NBA (@NBA) January 27, 2021
Úrslit næturinnar
- Utah 108-94 NY Knicks
- Atlanta 108-99 LA Clippers
- Houston 107-88 Washington