Tilfinning fyrir spillingu Oktavía Hrund Jónsdóttir skrifar 29. janúar 2021 07:01 Ég hef ekki tilfinningu fyrir því að spilling sé til staðar, ég hreinlega sé hana. Mínar tilfinningar gagnvart spillingu eru hins vegar margar og til staðar. Ég hef eftir 30 ár erlendis snúið aftur heim, með reynslu af afhjúpun spillingar erlendis og hef með ástfullum augum séð landið sem ég fæddist berjast við spillingu, innan við meingallað kerfi, sem virðist vera hannað til að viðhalda spillingu. Samtryggingin Það sem kom þjóðinni í gegnum erfiðustu stundirnar er akkúrat það sem við þurfum að skilja við til að ná þeim þroska og framþróun sem mun koma okkur á farsælastan hátt inn í framtíðina: samtryggingin. Samtryggingin sem kom okkur í gegnum erfiða vetra, sem mótaði okkur og sem kom okkur til þeirra farsældar sem við njótum núna er orðin grunnstoð spillingarinnar. Svo mikið að við erum búin að minnka merkingu orðsins til einungis lagalegrar merkingu orðsins. En spilling er mikið meira en það. Gaslýsingin Orð ráðherra um mælingar Transparency International á spillingu falla akkúrat í þennan þekkta gaslýsingar farveg þar sem reynt er að gera lítið úr skýrslum og sérfræðingum sem benda á spillinguna sem er til staðar á Íslandi. Transparency International birtir á hverju ári spillingarvísitölu flestra landa heimsins og eru löndin metin samkvæmt opinni og aðgengilegri aðferðarfræði. Að hafa í höndum er ekki það sama og tilfinning kveður ráðherra, en hann ætti kannski að líta til þess að hér á landi finnast talsvert mörg dæmi um akkúrat spillingu, því í merkingu orðsins felst margt og mikið meira en einungis lagaleg túlkun þess. Spilling er misbeiting valds í þágu eigins gróða, spilling er í bakherbergjum, á gráum svæðum og kerfislæg á Íslandi. Að sitja semfastast áfram á þingi í trausti almennings, með möntruna löglegt en siðlaust er hreinlega okkur öllum til skammar. Ég vil vera stolt af Íslandi, af íslenskum afrekum, af stjórnmálunum okkar. Ég vil taka þátt í stjórnmálum sem eru til fyrirmyndar. Gaslýsingar og frekja er í andstæðu við þá ósk. Að sjóða þessa skýrslu niður í svokallaðar tilfinningar manna er vanvirðing við þjóðina sem þarf að byggja sig upp aftur og aftur og orð hans leiða bersýnilega í ljós hugsjón og sjónarmið fortíðarfrekju sem heldur að það sé styrkleiki að standa á sömu gömlu gaslýsingartöktunum og halda að enginn fylgist með og allt verður gleymt á morgun. Framtíðin Tækifæri Íslands til að takast á við spillingu eru mörg. Þau er að finna innan við hið opinbera, í kerfunum okkar allra, í fjölskyldum og einstaklingum en byrjum kannski með tilmælum GRECO, samtaka ríkja innan Evrópuráðsins gegn spillingu, sem ráðherra vísar í sem tilfinningar manna, og sem á síðasta ári tóku sérstaklega fram í skýrslu sinni árið 2020 að efling á trausti almennings gagnvart framkvæmdavaldi og löggæslustofnunum er grundvöllur heilbrigðs samfélags. Eitthvað sem hefur því miður ekki tekist hjá núverandi ríkisstjórn. Þessar svokölluðu tilfinningar lýsa því sem almenningur sjálfur hefur bent á: við hreinlega treystum ekki fulltrúalýðræðinu og stofnunum þess og lítið hefur verið gert til að styrka það traust. Við getum samt haft áhrif. Við fólkið, fjölskyldurnar og einstaklingarnir. Við veljum - oftar en á fjögurra á fresti - hvernig við viljum vera, sem einstaklingar, sem samfélag, sem þjóð. Fulltrúalýðræðið fjallar ekki einungis um að ekki kjósa frekjukarla, dónakarla eða þau sem standa vörð um kerfislæga spillingu. Við breytum samfélaginu öll með því að velja gagnsæið á hverjum degi, við að setja mörk og já, fylgja tilfinningum okkar. Því innsæið segir okkur margt og mikið, því má ekki gleyma. Höfundur er bugaður af núverandi ástandi og sækist eftir breytingum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oktavía Hrund Jónsdóttir Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Sjá meira
Ég hef ekki tilfinningu fyrir því að spilling sé til staðar, ég hreinlega sé hana. Mínar tilfinningar gagnvart spillingu eru hins vegar margar og til staðar. Ég hef eftir 30 ár erlendis snúið aftur heim, með reynslu af afhjúpun spillingar erlendis og hef með ástfullum augum séð landið sem ég fæddist berjast við spillingu, innan við meingallað kerfi, sem virðist vera hannað til að viðhalda spillingu. Samtryggingin Það sem kom þjóðinni í gegnum erfiðustu stundirnar er akkúrat það sem við þurfum að skilja við til að ná þeim þroska og framþróun sem mun koma okkur á farsælastan hátt inn í framtíðina: samtryggingin. Samtryggingin sem kom okkur í gegnum erfiða vetra, sem mótaði okkur og sem kom okkur til þeirra farsældar sem við njótum núna er orðin grunnstoð spillingarinnar. Svo mikið að við erum búin að minnka merkingu orðsins til einungis lagalegrar merkingu orðsins. En spilling er mikið meira en það. Gaslýsingin Orð ráðherra um mælingar Transparency International á spillingu falla akkúrat í þennan þekkta gaslýsingar farveg þar sem reynt er að gera lítið úr skýrslum og sérfræðingum sem benda á spillinguna sem er til staðar á Íslandi. Transparency International birtir á hverju ári spillingarvísitölu flestra landa heimsins og eru löndin metin samkvæmt opinni og aðgengilegri aðferðarfræði. Að hafa í höndum er ekki það sama og tilfinning kveður ráðherra, en hann ætti kannski að líta til þess að hér á landi finnast talsvert mörg dæmi um akkúrat spillingu, því í merkingu orðsins felst margt og mikið meira en einungis lagaleg túlkun þess. Spilling er misbeiting valds í þágu eigins gróða, spilling er í bakherbergjum, á gráum svæðum og kerfislæg á Íslandi. Að sitja semfastast áfram á þingi í trausti almennings, með möntruna löglegt en siðlaust er hreinlega okkur öllum til skammar. Ég vil vera stolt af Íslandi, af íslenskum afrekum, af stjórnmálunum okkar. Ég vil taka þátt í stjórnmálum sem eru til fyrirmyndar. Gaslýsingar og frekja er í andstæðu við þá ósk. Að sjóða þessa skýrslu niður í svokallaðar tilfinningar manna er vanvirðing við þjóðina sem þarf að byggja sig upp aftur og aftur og orð hans leiða bersýnilega í ljós hugsjón og sjónarmið fortíðarfrekju sem heldur að það sé styrkleiki að standa á sömu gömlu gaslýsingartöktunum og halda að enginn fylgist með og allt verður gleymt á morgun. Framtíðin Tækifæri Íslands til að takast á við spillingu eru mörg. Þau er að finna innan við hið opinbera, í kerfunum okkar allra, í fjölskyldum og einstaklingum en byrjum kannski með tilmælum GRECO, samtaka ríkja innan Evrópuráðsins gegn spillingu, sem ráðherra vísar í sem tilfinningar manna, og sem á síðasta ári tóku sérstaklega fram í skýrslu sinni árið 2020 að efling á trausti almennings gagnvart framkvæmdavaldi og löggæslustofnunum er grundvöllur heilbrigðs samfélags. Eitthvað sem hefur því miður ekki tekist hjá núverandi ríkisstjórn. Þessar svokölluðu tilfinningar lýsa því sem almenningur sjálfur hefur bent á: við hreinlega treystum ekki fulltrúalýðræðinu og stofnunum þess og lítið hefur verið gert til að styrka það traust. Við getum samt haft áhrif. Við fólkið, fjölskyldurnar og einstaklingarnir. Við veljum - oftar en á fjögurra á fresti - hvernig við viljum vera, sem einstaklingar, sem samfélag, sem þjóð. Fulltrúalýðræðið fjallar ekki einungis um að ekki kjósa frekjukarla, dónakarla eða þau sem standa vörð um kerfislæga spillingu. Við breytum samfélaginu öll með því að velja gagnsæið á hverjum degi, við að setja mörk og já, fylgja tilfinningum okkar. Því innsæið segir okkur margt og mikið, því má ekki gleyma. Höfundur er bugaður af núverandi ástandi og sækist eftir breytingum.
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun