Ýmis ákvæði sóttvarnalaga styrkt og skýrð nánar Heimir Már Pétursson skrifar 29. janúar 2021 12:06 Í frumvarpi heilbrigðisráðherra um breytingar á sóttvarnalögum eru ýmsar heimildir sóttvarnayfirvalda styrktar og hugtök skýrð nánar. Vísir/Vilhelm Annarri umræðu um breytingar á sóttvarnalögum lauk á Alþingi í gærkvöldi en þær fela í sér styrkingu alls konar heimilda sóttvarnayfirvalda til aðgerða í sóttvarnamálum. Varaformaður velferðarnefndar Alþingis segir brýnt að hefja þegar undirbúning að heildarendurskoðun laganna. Heilbrigðisráðherra lagði fram ítarlegt frumvarp til breytinga á sóttvarnalögum undir lok nóvember. Velferðarnefnd skilaði áliti sínu á miðvikudag og skrifa allir níu nefndarmenn undir það, þótt fimm þeirra geri það með fyrirvara en það eru þau Helga Vala Helgadóttir Samfylkingu, Anna Kolbrún Árnadóttir Miðflokki, Guðmundur Ingi Kristinsson Flokki fólksins, Sara Elísa Þórðardóttir Pírötum og Sigríður Á. Andersen Skálfstæðisflokki. Allir níu nefndarmenn velferðarnefndar skrifa undir álit nefndarinnar og breytingatillögur en fimm nefndarmanna gera það með fyrirvara. Hér má sjá varaformann velferðarnefndar Ólaf Þór Gunnarsson og Helgu Völu Helgadóttur formann nefndarinnar.Vísir/Vilhelm Frumvarpinu er ætlað að „skýra gildandi sóttvarnalög með hliðsjón af reynslu heimsfaraldurs kórónuveiru og koma í veg fyrir réttaróvissu um sóttvarnaráðstafanir stjórnvalda. Sérstaklega er horft til ákvæða sem fjalla um opinberar sóttvarnaráðstafanir og valdheimildir stjórnvalda þar að lútandi," segir í nefndaráliti. Ólafur Þór Gunnarsson Vinstri grænum og varaformaður nefndarinnar mælti fyrir nefndarálitinu á Alþingi í gær og sagði frumvarpið fjalla um tilteknar beytingar en fæli ekki í sér þá heildarendurskoðun sem kallaði hefði verið eftir á lögunum. „Sem fyrst vindi menn sér í þetta verkefni. Það sé ekki dregið of lengi vegna þess að það eru viss atriði þarna sem þegar blasa við að munu þurfa endurskoðunar við. Það er hægt að fara að vinna í þeim nú þegar,“ sagði Ólafur Þór. Mikill tími nefndarmanna hafi farið í að ræða tengsl stjórnsýslulaga við sóttvarnalög. Í frumvarpinu eru heimildir til að skylda ferðamenn í tvöfalda skimun styrktar og nánar kveðið á um starfsemi sóttvarnahúsa svo dæmdi séu tekin.Vísir/Vilhelm „Þessi umræða er mjög mikilvæg. Einkum og sér í lagi þegar horft er til þess að sóttvarnalög á vissan hátt takamarka réttindi, vissulega tímabundið yfirleitt, sem við sem almennir borgarar lítum á sem sjálfsögð,“ sagði Ólafur Þór. Þannig vildi Helga Vala undirstrika að fyrirmæli sóttvarnalæknis yrðu aldrei munnleg heldur ávallt skrifleg að minnsta kosti með tölvupósti eða skilaboðum í síma. Guðmundur Ingi vildi heimila strangari aðgerðir en frumvarpið kveður á um svo eitthvað sé nefnt. Ýmis hugtök eins og smitrakning og sótthreinsun eru skilgreind nánar og tekið fram að meðalhófs verði ávallt gætt við allar aðgerðir og aldrei gengið lengra en nauðsyn beri til hverju sinni. Heimildir til skimana og annarra aðgerða á landamærum eru einnig skilgreindar nánar. „Allt þetta er mjög mikilvægt til þess að almenningur hafi góða tilfinningu fyrir því að það sé ekki verið að ganga lengra heldur en þarf til að mæta grundvallar markmiðinu. Sem er að vernda líf og heilsu borgaranna,“ sagði Ólafur Þór Gunnarsson á Alþingi í gær. Umræðan stóð yfir í rúmar fjórar og hálfa klukkustund og lauk upp úr klukkan sjö í gærkvöldi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Heilbrigðismál Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir 450 afbrigði greinst á landamærunum en þrettán innanlands Frá 15 júní á síðasta ári og til dagsins í dag hafa alls um 450 afbrigði kórónuveirunnar greinst við landamæraskimun hér á landi. Á sama tíma hafa aðeins þrettán afbrigði greinst innanlands. 28. janúar 2021 12:27 Breytt fyrirkomulag við landamæraskimun forsenda efnahagsbata Breytt fyrirkomulag skimunar á landamærum er forsenda þess að umtalsverður efnahagsbati geti hafist hér á landi á næsta ári. 11. nóvember 2020 10:31 Telur erfitt að skylda fólk í skimun á landamærum Dómsmálaráðherra segir að erfitt geti reynst að skylda fólk til að fara í skimun fyrir kórónuveirunni á landamærum, horfa þurfi til annarra ráðstafanna þar. Sóttvarnalæknir segir að verið sé að skoða málið frá mörgum hliðum. 15. nóvember 2020 19:31 Allir verða skyldaðir í tvöfalda skimun frá og með deginum í dag Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra lagði til á ríkisstjórnarfundi í morgun að tvöföld skimun á landamærum verði skylda frá og með deginum í dag. Val um tveggja vikna sóttkví við komu til landsins verður því afnumið. 15. janúar 2021 12:09 Mest lesið Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Porn Conventioneers Hit Back! News in english Fleiri fréttir Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Sjá meira
Heilbrigðisráðherra lagði fram ítarlegt frumvarp til breytinga á sóttvarnalögum undir lok nóvember. Velferðarnefnd skilaði áliti sínu á miðvikudag og skrifa allir níu nefndarmenn undir það, þótt fimm þeirra geri það með fyrirvara en það eru þau Helga Vala Helgadóttir Samfylkingu, Anna Kolbrún Árnadóttir Miðflokki, Guðmundur Ingi Kristinsson Flokki fólksins, Sara Elísa Þórðardóttir Pírötum og Sigríður Á. Andersen Skálfstæðisflokki. Allir níu nefndarmenn velferðarnefndar skrifa undir álit nefndarinnar og breytingatillögur en fimm nefndarmanna gera það með fyrirvara. Hér má sjá varaformann velferðarnefndar Ólaf Þór Gunnarsson og Helgu Völu Helgadóttur formann nefndarinnar.Vísir/Vilhelm Frumvarpinu er ætlað að „skýra gildandi sóttvarnalög með hliðsjón af reynslu heimsfaraldurs kórónuveiru og koma í veg fyrir réttaróvissu um sóttvarnaráðstafanir stjórnvalda. Sérstaklega er horft til ákvæða sem fjalla um opinberar sóttvarnaráðstafanir og valdheimildir stjórnvalda þar að lútandi," segir í nefndaráliti. Ólafur Þór Gunnarsson Vinstri grænum og varaformaður nefndarinnar mælti fyrir nefndarálitinu á Alþingi í gær og sagði frumvarpið fjalla um tilteknar beytingar en fæli ekki í sér þá heildarendurskoðun sem kallaði hefði verið eftir á lögunum. „Sem fyrst vindi menn sér í þetta verkefni. Það sé ekki dregið of lengi vegna þess að það eru viss atriði þarna sem þegar blasa við að munu þurfa endurskoðunar við. Það er hægt að fara að vinna í þeim nú þegar,“ sagði Ólafur Þór. Mikill tími nefndarmanna hafi farið í að ræða tengsl stjórnsýslulaga við sóttvarnalög. Í frumvarpinu eru heimildir til að skylda ferðamenn í tvöfalda skimun styrktar og nánar kveðið á um starfsemi sóttvarnahúsa svo dæmdi séu tekin.Vísir/Vilhelm „Þessi umræða er mjög mikilvæg. Einkum og sér í lagi þegar horft er til þess að sóttvarnalög á vissan hátt takamarka réttindi, vissulega tímabundið yfirleitt, sem við sem almennir borgarar lítum á sem sjálfsögð,“ sagði Ólafur Þór. Þannig vildi Helga Vala undirstrika að fyrirmæli sóttvarnalæknis yrðu aldrei munnleg heldur ávallt skrifleg að minnsta kosti með tölvupósti eða skilaboðum í síma. Guðmundur Ingi vildi heimila strangari aðgerðir en frumvarpið kveður á um svo eitthvað sé nefnt. Ýmis hugtök eins og smitrakning og sótthreinsun eru skilgreind nánar og tekið fram að meðalhófs verði ávallt gætt við allar aðgerðir og aldrei gengið lengra en nauðsyn beri til hverju sinni. Heimildir til skimana og annarra aðgerða á landamærum eru einnig skilgreindar nánar. „Allt þetta er mjög mikilvægt til þess að almenningur hafi góða tilfinningu fyrir því að það sé ekki verið að ganga lengra heldur en þarf til að mæta grundvallar markmiðinu. Sem er að vernda líf og heilsu borgaranna,“ sagði Ólafur Þór Gunnarsson á Alþingi í gær. Umræðan stóð yfir í rúmar fjórar og hálfa klukkustund og lauk upp úr klukkan sjö í gærkvöldi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Heilbrigðismál Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir 450 afbrigði greinst á landamærunum en þrettán innanlands Frá 15 júní á síðasta ári og til dagsins í dag hafa alls um 450 afbrigði kórónuveirunnar greinst við landamæraskimun hér á landi. Á sama tíma hafa aðeins þrettán afbrigði greinst innanlands. 28. janúar 2021 12:27 Breytt fyrirkomulag við landamæraskimun forsenda efnahagsbata Breytt fyrirkomulag skimunar á landamærum er forsenda þess að umtalsverður efnahagsbati geti hafist hér á landi á næsta ári. 11. nóvember 2020 10:31 Telur erfitt að skylda fólk í skimun á landamærum Dómsmálaráðherra segir að erfitt geti reynst að skylda fólk til að fara í skimun fyrir kórónuveirunni á landamærum, horfa þurfi til annarra ráðstafanna þar. Sóttvarnalæknir segir að verið sé að skoða málið frá mörgum hliðum. 15. nóvember 2020 19:31 Allir verða skyldaðir í tvöfalda skimun frá og með deginum í dag Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra lagði til á ríkisstjórnarfundi í morgun að tvöföld skimun á landamærum verði skylda frá og með deginum í dag. Val um tveggja vikna sóttkví við komu til landsins verður því afnumið. 15. janúar 2021 12:09 Mest lesið Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Porn Conventioneers Hit Back! News in english Fleiri fréttir Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Sjá meira
450 afbrigði greinst á landamærunum en þrettán innanlands Frá 15 júní á síðasta ári og til dagsins í dag hafa alls um 450 afbrigði kórónuveirunnar greinst við landamæraskimun hér á landi. Á sama tíma hafa aðeins þrettán afbrigði greinst innanlands. 28. janúar 2021 12:27
Breytt fyrirkomulag við landamæraskimun forsenda efnahagsbata Breytt fyrirkomulag skimunar á landamærum er forsenda þess að umtalsverður efnahagsbati geti hafist hér á landi á næsta ári. 11. nóvember 2020 10:31
Telur erfitt að skylda fólk í skimun á landamærum Dómsmálaráðherra segir að erfitt geti reynst að skylda fólk til að fara í skimun fyrir kórónuveirunni á landamærum, horfa þurfi til annarra ráðstafanna þar. Sóttvarnalæknir segir að verið sé að skoða málið frá mörgum hliðum. 15. nóvember 2020 19:31
Allir verða skyldaðir í tvöfalda skimun frá og með deginum í dag Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra lagði til á ríkisstjórnarfundi í morgun að tvöföld skimun á landamærum verði skylda frá og með deginum í dag. Val um tveggja vikna sóttkví við komu til landsins verður því afnumið. 15. janúar 2021 12:09