NBA dagsins: LeBron og félagar drápu á sér í bílaborginni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. janúar 2021 14:30 Mason Plumlee beitir öllum brögðum til að stöðva LeBron James. getty/Gregory Shamus Los Angeles-liðin, Lakers og Clippers, áttu ólíku gengi að fagna í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Meistarar Lakers töpuðu mjög óvænt fyrir einu lélegasta liði deildarinnar, Detriot Pistons, 107-92. Þetta var annað tap Lakers í röð. LeBron James skoraði 22 stig fyrir Lakers en aðeins tvö þeirra komu í seinni hálfleik. Þá gekk lítið í sóknarleik meistaranna sem skoruðu aðeins 34 stig. Anthony Davis var fjarri góðu gamni hjá Lakers vegna meiðsla. Blake Griffin skoraði 23 stig fyrir Detroit og Wayne Ellington tuttugu. Mason Plumlee skoraði sautján stig og tók tíu fráköst. Þetta var aðeins fimmti sigur Detroit á tímabilinu. Liðið er í fjórtánda og næstneðsta sæti Austurdeildarinnar. Aðeins Washington Wizards hefur unnið færri leiki en Detroit. Clippers gerði góða ferð til Flórída og vann silfurlið síðasta tímabils, Miami Heat, 105-109. Fjölmarga leikmenn vantaði í bæði lið. Hjá Clippers voru til dæmis Kawhi Leonard og Paul George fjarverandi og Jimmy Butler lék ekki með Miami. Nicolas Batum skoraði átján stig fyrir Clippers og Lou Williams sautján. Reggie Jackson og Marcus Morris gerðu sextán stig hvor. Clippers er í 2. sæti Vesturdeildarinnar á eftir Utah Jazz. Miami er hins vegar í 13. sæti Austurdeildarinnar og hefur aðeins unnið sex leiki í vetur. Tapið í nótt var það fimmta í röð hjá liðinu. Tyler Herro og Bam Adebayo voru bestu menn Miami í nótt. Herro skoraði nítján stig, tók tíu fráköst og gaf fimm stoðsendingar og Adebayo var með sextán stig, þrettán fráköst og sjö stoðsendingar. Hér fyrir neðan má sjá brot úr leikjum Detroit og Lakers og Miami og Clippers auk fimm flottustu tilþrifa leikja næturinnar. Klippa: NBA dagsins 29. janúar NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Tengdar fréttir Meistararnir töpuðu fyrir einu slakasta liði deildarinnar Meistarar Los Angeles Lakers töpuðu öðrum leiknum í röð þegar þeir biðu lægri hlut fyrir Detroit Pistons, 107-92, í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. 29. janúar 2021 08:00 Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Fótbolti Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Fleiri fréttir „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Sjá meira
Meistarar Lakers töpuðu mjög óvænt fyrir einu lélegasta liði deildarinnar, Detriot Pistons, 107-92. Þetta var annað tap Lakers í röð. LeBron James skoraði 22 stig fyrir Lakers en aðeins tvö þeirra komu í seinni hálfleik. Þá gekk lítið í sóknarleik meistaranna sem skoruðu aðeins 34 stig. Anthony Davis var fjarri góðu gamni hjá Lakers vegna meiðsla. Blake Griffin skoraði 23 stig fyrir Detroit og Wayne Ellington tuttugu. Mason Plumlee skoraði sautján stig og tók tíu fráköst. Þetta var aðeins fimmti sigur Detroit á tímabilinu. Liðið er í fjórtánda og næstneðsta sæti Austurdeildarinnar. Aðeins Washington Wizards hefur unnið færri leiki en Detroit. Clippers gerði góða ferð til Flórída og vann silfurlið síðasta tímabils, Miami Heat, 105-109. Fjölmarga leikmenn vantaði í bæði lið. Hjá Clippers voru til dæmis Kawhi Leonard og Paul George fjarverandi og Jimmy Butler lék ekki með Miami. Nicolas Batum skoraði átján stig fyrir Clippers og Lou Williams sautján. Reggie Jackson og Marcus Morris gerðu sextán stig hvor. Clippers er í 2. sæti Vesturdeildarinnar á eftir Utah Jazz. Miami er hins vegar í 13. sæti Austurdeildarinnar og hefur aðeins unnið sex leiki í vetur. Tapið í nótt var það fimmta í röð hjá liðinu. Tyler Herro og Bam Adebayo voru bestu menn Miami í nótt. Herro skoraði nítján stig, tók tíu fráköst og gaf fimm stoðsendingar og Adebayo var með sextán stig, þrettán fráköst og sjö stoðsendingar. Hér fyrir neðan má sjá brot úr leikjum Detroit og Lakers og Miami og Clippers auk fimm flottustu tilþrifa leikja næturinnar. Klippa: NBA dagsins 29. janúar NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Tengdar fréttir Meistararnir töpuðu fyrir einu slakasta liði deildarinnar Meistarar Los Angeles Lakers töpuðu öðrum leiknum í röð þegar þeir biðu lægri hlut fyrir Detroit Pistons, 107-92, í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. 29. janúar 2021 08:00 Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Fótbolti Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Fleiri fréttir „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Sjá meira
Meistararnir töpuðu fyrir einu slakasta liði deildarinnar Meistarar Los Angeles Lakers töpuðu öðrum leiknum í röð þegar þeir biðu lægri hlut fyrir Detroit Pistons, 107-92, í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. 29. janúar 2021 08:00