Enski boltinn

Horfir Liver­pool til Banda­ríkjanna í leitinni að mið­verði?

Anton Ingi Leifsson skrifar
Nær Klopp að krækja í bandarískan varnarmann?
Nær Klopp að krækja í bandarískan varnarmann? Michael Regan/Getty Images

Fjölmiðlar ytra greina frá því að Liverpool sé mögulega að horfa til Bandaríkjanna í leit þeirra að miðverði í janúarglugganum. ESPN greinir frá þessu um helgina.

Liverpool er sagt fylgjast vel með varnarmanni New York Red Bulls, Aaron Long en mikil meiðsli hafa herjað á varnarmenn Liverpool það sem af er tímabilsins.

Virgil van Dijk, Joe Gomez og Joel Matip eru allir á meiðslalistanum. Fabinho, sem hefur verið að leysa af í miðverðinum, er nú einnig meiddur og því ekki margir miðverðir eftir hjá Jurgen Klopp.

Hinn 28 ára varnarmaður Aaron Long leikur með New York Red Bulls í MLS-deildinni. Hann hefur leikið rúmlega hundrað leiki fyrir félagið en hann hefur einnig verið viðloðandi bandaríska landsliðið.

Liverpool ku hafa áhuga á að fá kappann að láni út leiktíðina - til þess að leysa af - en B-deildarliðið Reading vill einnig klófesta varnarmanninn. West Ham hafði einnig áhuga en það var á síðustu leiktíð.

Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, sagði eftir sigurinn á Tottenham í síðustu viku að þeir hefðu áhuga á því að inn nýjan varnarmann en hann þyrfti að vera sá rétti.

Félagaskiptaglugginn á Englandi lokar á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×