Lífrænt Ísland gæti orðið leiðandi á heimsvísu Svavar Halldórsson skrifar 2. febrúar 2021 10:33 Um þrjátíu ár eru síðan Danir settu sér ítarlega og metnaðarfullu stefnu um lífræna framleiðslu. Markið var sett á að verða í fremstu röð hvað varðar bæði framleiðslu og neyslu á lífrænum vörum. Nú er svo komið að Danmörk er í forystu í veröldinni í neyslu á lífrænt vottuðum matvörum og í farabroddi í framleiðslu. Frændur okkar Svíar sigla þar á eftir en Ísland rekur lestina af Norðurlöndunum samkvæmt nýlegri skýrslu norrænu ráðherranefndarinnar, hvort sem er í neyslu eða framleiðslu á lífrænt vottuðum matvælum. Ísland eftirbátur Norðurlandanna Aðeins eitt og hálft prósent af ræktarlandi hérlendis er vottað sem lífrænt en meðaltal Norðurlandanna er um 14%. Samkvæmt nýjustu tölum er lífrænt vottað ræktarland í veröldinni komið vel yfir sjötíu milljónir hektara. Næstum helmingurinn er í Ástralíu. Til samanburðar er allt það land sem flokka mætti sem gott ræktarland á Íslandi rúm hálf milljón hektara. Vinir okkar í Liechtenstein eiga þó metið hlutfallslega, en um 40% af ræktarlandi þar er lífrænt vottað. Hratt vaxandi markaður Lífrænt vottaðar vörur njóta vinsælda hjá neytendum vegna þess að þær eru almennt góðar, ekki síst fyrir umhverfið. En verðið til framleiðenda er líka oft á tíðum talsvert hærra. Markaður fyrir lífrænt vottaðar afurðir vex líka hratt og var fyrir Kóvíd kominn yfir sem nemur 13 þúsund milljörðum króna á heimsvísu. Til samanburðar er velta alls íslensks landbúnaðar á bilinu 60 til 70 milljarðar á ári. Stærsti markaður fyrir lífrænar afurðir í veröldinni er í Bandaríkjunum, en í öðru og þriðja sæti eru Þýskaland og Frakkaland. Þau tvö ríki þar sem neysla á lífrænum vörum er mest á hvern íbúa eru Danmörk og Sviss. Lífrænt vex í faraldrinum Aukin meðvitund um heilsu og heilbrigði gerði það að verkum að sala á lífrænum matvælum óx hraðar árið 2020 en nokkru sinni fyrr. Mörg ríki hafa séð tækifæri í lífrænni ræktun og langflestir ræktendur eru á Indlandi, eða rúm milljón af tæpum þremur milljónum á heimsvísu, og ríki eins og Úganda og Eþíópía koma næst. Ekkert land í veröldinni þarf líklega að taka eins fá og stutt skref og Ísland til þess að verða forysturíki í lífrænni framleiðslu. Vart þarf að fjölyrða um hver hagurinn yrði af því, enda sýna öll tiltæk gögn að verðmæti lífrænnar framleiðslu er umtalsvert meira en sambærilegrar framleiðslu sem ekki hefur slíka vottun. Fyrir utan að mikill skortur er á lífrænt vottuðum matvörum á helstu mörkuðum og því varla erfitt að koma þeim í verð. Ákvörðun er fyrsta skrefið Ein af stóru ástæðum þess að lífræn framleiðsla á Íslandi er jafn lítil og raun ber vitni er sú að hér á landi hefur aldrei verið unnin nein stefnumótun á þessu sviði og opinber stuðningur við þennan búskap er í skötulíki. Íslendingar þyrftu ekki að finna upp hjólið til ná forystu meðal þjóða á þessu sviði. Horfa mætti til Dana, Svía og Ástrala um fyrirmyndir og markmið. Þessi ríki hafa t.d. öll lagt mikinn metnað í að hjálpa bændum við að skipta yfir í lífræna ræktun, efla vitund neytenda með fræðslu og setja ákveðið hlutfall lífrænna afurða sem reglu í opinberum innkaupum. Ísland gæti hæglega tekið forystuna Evrópusambandið stefnir að því að 25% ræktarlands verði lífrænt vottað árið 2030 en Danir stefna á 30%. Ísland gæti hæglega sett sér markmið um 40% á sama tímapunkti ef vilji væri fyrir hendi. Á Íslandi er líka kominn tími á að móta nýja landbúnaðarstefnu þar sem þar sem matvælaframleiðsla og umhverfismál eru tvinnuð saman. Slík stefna þarf að vera framsækin, háleit og raunhæf. Markmið um að verða leiðandi ríki í framleiðslu og neyslu á lífrænt vottuðum afurðum eftir áratug fellur vel slíkri stefnu. Það sem þarf er að taka ákvörðun um að grípa tækifærið og standa við hana. Höfundur er sérfræðingur í matarmenningu, stefnumótun og markaðsmálum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landbúnaður Matvælaframleiðsla Svavar Halldórsson Mest lesið Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Um þrjátíu ár eru síðan Danir settu sér ítarlega og metnaðarfullu stefnu um lífræna framleiðslu. Markið var sett á að verða í fremstu röð hvað varðar bæði framleiðslu og neyslu á lífrænum vörum. Nú er svo komið að Danmörk er í forystu í veröldinni í neyslu á lífrænt vottuðum matvörum og í farabroddi í framleiðslu. Frændur okkar Svíar sigla þar á eftir en Ísland rekur lestina af Norðurlöndunum samkvæmt nýlegri skýrslu norrænu ráðherranefndarinnar, hvort sem er í neyslu eða framleiðslu á lífrænt vottuðum matvælum. Ísland eftirbátur Norðurlandanna Aðeins eitt og hálft prósent af ræktarlandi hérlendis er vottað sem lífrænt en meðaltal Norðurlandanna er um 14%. Samkvæmt nýjustu tölum er lífrænt vottað ræktarland í veröldinni komið vel yfir sjötíu milljónir hektara. Næstum helmingurinn er í Ástralíu. Til samanburðar er allt það land sem flokka mætti sem gott ræktarland á Íslandi rúm hálf milljón hektara. Vinir okkar í Liechtenstein eiga þó metið hlutfallslega, en um 40% af ræktarlandi þar er lífrænt vottað. Hratt vaxandi markaður Lífrænt vottaðar vörur njóta vinsælda hjá neytendum vegna þess að þær eru almennt góðar, ekki síst fyrir umhverfið. En verðið til framleiðenda er líka oft á tíðum talsvert hærra. Markaður fyrir lífrænt vottaðar afurðir vex líka hratt og var fyrir Kóvíd kominn yfir sem nemur 13 þúsund milljörðum króna á heimsvísu. Til samanburðar er velta alls íslensks landbúnaðar á bilinu 60 til 70 milljarðar á ári. Stærsti markaður fyrir lífrænar afurðir í veröldinni er í Bandaríkjunum, en í öðru og þriðja sæti eru Þýskaland og Frakkaland. Þau tvö ríki þar sem neysla á lífrænum vörum er mest á hvern íbúa eru Danmörk og Sviss. Lífrænt vex í faraldrinum Aukin meðvitund um heilsu og heilbrigði gerði það að verkum að sala á lífrænum matvælum óx hraðar árið 2020 en nokkru sinni fyrr. Mörg ríki hafa séð tækifæri í lífrænni ræktun og langflestir ræktendur eru á Indlandi, eða rúm milljón af tæpum þremur milljónum á heimsvísu, og ríki eins og Úganda og Eþíópía koma næst. Ekkert land í veröldinni þarf líklega að taka eins fá og stutt skref og Ísland til þess að verða forysturíki í lífrænni framleiðslu. Vart þarf að fjölyrða um hver hagurinn yrði af því, enda sýna öll tiltæk gögn að verðmæti lífrænnar framleiðslu er umtalsvert meira en sambærilegrar framleiðslu sem ekki hefur slíka vottun. Fyrir utan að mikill skortur er á lífrænt vottuðum matvörum á helstu mörkuðum og því varla erfitt að koma þeim í verð. Ákvörðun er fyrsta skrefið Ein af stóru ástæðum þess að lífræn framleiðsla á Íslandi er jafn lítil og raun ber vitni er sú að hér á landi hefur aldrei verið unnin nein stefnumótun á þessu sviði og opinber stuðningur við þennan búskap er í skötulíki. Íslendingar þyrftu ekki að finna upp hjólið til ná forystu meðal þjóða á þessu sviði. Horfa mætti til Dana, Svía og Ástrala um fyrirmyndir og markmið. Þessi ríki hafa t.d. öll lagt mikinn metnað í að hjálpa bændum við að skipta yfir í lífræna ræktun, efla vitund neytenda með fræðslu og setja ákveðið hlutfall lífrænna afurða sem reglu í opinberum innkaupum. Ísland gæti hæglega tekið forystuna Evrópusambandið stefnir að því að 25% ræktarlands verði lífrænt vottað árið 2030 en Danir stefna á 30%. Ísland gæti hæglega sett sér markmið um 40% á sama tímapunkti ef vilji væri fyrir hendi. Á Íslandi er líka kominn tími á að móta nýja landbúnaðarstefnu þar sem þar sem matvælaframleiðsla og umhverfismál eru tvinnuð saman. Slík stefna þarf að vera framsækin, háleit og raunhæf. Markmið um að verða leiðandi ríki í framleiðslu og neyslu á lífrænt vottuðum afurðum eftir áratug fellur vel slíkri stefnu. Það sem þarf er að taka ákvörðun um að grípa tækifærið og standa við hana. Höfundur er sérfræðingur í matarmenningu, stefnumótun og markaðsmálum.
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun