Ofurtríóið sýndi hvers það er megnugt eftir tapið óvænta Sindri Sverrisson skrifar 3. febrúar 2021 07:30 James Harden var með þrefalda tvennu í sigrinum á LA Clippers. Getty/Sarah Stier Með Kyrie Irving, Kevin Durant og James Harden í liðinu eiga Brooklyn Nets að geta barist um NBA-meistaratitilinn. Það sýndu þeir í nótt með 124-120 sigri á LA Clippers sem fyrir leikinn var með besta árangurinn í deildinni á þessari leiktíð. Brooklyn var nýbúið að tapa gegn neðsta liði deildarinnar, Washington Wizards, á sunnudagskvöld en þar naut Hardens reyndar ekki við. Í nótt sýndi ofurtríóið, sem varð til í síðasta mánuði, hins vegar hvað það getur gert gegn hinum af bestu liðum deildarinnar. Irving átti sinn stigahæsta leik í vetur og skoraði 39 stig, þar á meðal átta í röð þegar Brooklyn náði forystu í fjórða leikhluta sem liðið lét ekki af hendi. Durant skoraði 28 stig og Harden 23 stig auk þess að eiga 14 stoðsendingar og 11 fráköst. „Við vissum að þeir myndu sýna hvað þeir geta í kvöld svo þetta var bara spennandi leikur. Þetta var frábær keppni á milli nokkurra af bestu leikmönnum heims,“ sagði Irving. Kawhi Leonard skoraði 33 stig og Paul George 26 fyrir Clippers. Þetta var aðeins annað tap liðsins í síðustu 12 leikjum en liðið er í 2. sæti vesturdeildarinnar með 16 sigra og sex töp. Brooklyn er í 2. sæti austurdeildar með 14 sigra og níu töp. Úrslitin úr öðrum leikjum næturinnar má sjá hér að neðan en þess ber að geta að Fred VanVleet skoraði heil 54 stig í sigri Toronto Raptors á Orlando Magic, 123-108. Stephen Curry skoraði 38 stig, tók 11 fráköst og gaf átta stoðsendingar en það dugði skammt fyrir Golden State Warriors sem töpuðu 111-107 fyrir Boston Celtics. Jayson Tatum skoraði 27 stig fyrir Boston og tók níu fráköst. Úrslit næturinnar: Orlando 108-123 Toronto Brooklyn 124-120 LA Clippers Indiana 134-116 Memphis Washington 121-132 Portland Utah 117-105 Detroit Golden State 107-111 Boston NBA Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fótbolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti „Það var smá stress og drama“ Handbolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé Sport Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Enski boltinn Dagskráin í dag: Verður Breiðablik loks Íslandsmeistari? Sport Fleiri fréttir Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Sjá meira
Brooklyn var nýbúið að tapa gegn neðsta liði deildarinnar, Washington Wizards, á sunnudagskvöld en þar naut Hardens reyndar ekki við. Í nótt sýndi ofurtríóið, sem varð til í síðasta mánuði, hins vegar hvað það getur gert gegn hinum af bestu liðum deildarinnar. Irving átti sinn stigahæsta leik í vetur og skoraði 39 stig, þar á meðal átta í röð þegar Brooklyn náði forystu í fjórða leikhluta sem liðið lét ekki af hendi. Durant skoraði 28 stig og Harden 23 stig auk þess að eiga 14 stoðsendingar og 11 fráköst. „Við vissum að þeir myndu sýna hvað þeir geta í kvöld svo þetta var bara spennandi leikur. Þetta var frábær keppni á milli nokkurra af bestu leikmönnum heims,“ sagði Irving. Kawhi Leonard skoraði 33 stig og Paul George 26 fyrir Clippers. Þetta var aðeins annað tap liðsins í síðustu 12 leikjum en liðið er í 2. sæti vesturdeildarinnar með 16 sigra og sex töp. Brooklyn er í 2. sæti austurdeildar með 14 sigra og níu töp. Úrslitin úr öðrum leikjum næturinnar má sjá hér að neðan en þess ber að geta að Fred VanVleet skoraði heil 54 stig í sigri Toronto Raptors á Orlando Magic, 123-108. Stephen Curry skoraði 38 stig, tók 11 fráköst og gaf átta stoðsendingar en það dugði skammt fyrir Golden State Warriors sem töpuðu 111-107 fyrir Boston Celtics. Jayson Tatum skoraði 27 stig fyrir Boston og tók níu fráköst. Úrslit næturinnar: Orlando 108-123 Toronto Brooklyn 124-120 LA Clippers Indiana 134-116 Memphis Washington 121-132 Portland Utah 117-105 Detroit Golden State 107-111 Boston
Orlando 108-123 Toronto Brooklyn 124-120 LA Clippers Indiana 134-116 Memphis Washington 121-132 Portland Utah 117-105 Detroit Golden State 107-111 Boston
NBA Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fótbolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti „Það var smá stress og drama“ Handbolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé Sport Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Enski boltinn Dagskráin í dag: Verður Breiðablik loks Íslandsmeistari? Sport Fleiri fréttir Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Sjá meira