Saka Trump um að hafa miðað hlaðinni fallbyssu á þingið Samúel Karl Ólason skrifar 3. febrúar 2021 09:54 Donald Trump, fyrrverandi forseti, á fjöldafundi með stuðningsmönnum sínum fyrir utan Hvíta húsið þann 6. janúar. Eftir ræðu hans réðust stuðningsmennirnir á þinghúsið til að stöðva staðfestingu niðurstaða forsetakosninganna. EPA/Shawn Thew Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, ógnaði lífi þingmanna þegar hann miðaði stuðningsmönnum sínum á þingið eins og hlaðinni fallbyssu þann. Þetta mun málflutningur Demókrata snúast um þegar réttað verður yfir forsetanum í öldungadeild Bandaríkjaþings í næstu viku vegna árásar stuðningsmanna hans á þinghúsið þann 6. janúar. Demókratar birtu í gær greinargerð um málflutning þeirra gegn Trump og segja markmiðið að vernda lýðræði Bandaríkjanna og koma í veg fyrir að forsetar framtíðarinnar hvetji til ofbeldis til að tryggja sér völd. Trump neitar þessum ásökunum í yfirlýsingu sem hann gaf út í gegnum lögmenn sína og segir réttarhöldin fara gegn stjórnarskrá Bandaríkjanna. Trump var ákærður fyrir embættisbrot öðru sinni þann 13. janúar, sjö dögum áður en hann lét af embætti. Hann er eini forseti Bandaríkjanna sem hefur verið ákærður fyrir embættisbrot tvisvar sinnum. Trump er í raun ákærður fyrir að hvetja til uppreisnar og snýr sérstaklega að hlutverki forsetans í því að æsa fólk upp, sem á endanum braut sér leið inn í þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar, með því markmiði að stöðva formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna í nóvember. Fimm létu lífið í árásinni og þar af einn lögregluþjónn og kona sem var skotin af löggæslumanni. Demókratar vilja að Trump verði sakfelldur og að öldungadeildin meini honum að bjóða sig aftur fram til embættis. Í greinargerð Demókrata beintengja þeir sem halda utan um málið gegn forsetanum ítrekaðar ásakanir Trumps um að kosningasvindl hafi kostað hann sigur í forsetakosningunum í nóvember, yfirlýsingar hans um að hann myndi ekki sætta sig við tap og viðleitni hans til að snúa við niðurstöðum kosninganna, við árásina sjálfa á þingið. Þeir segja að með réttu hefði Trump sætt sig við niðurstöðurnar og viðurkennt ósigur í kosningunum. „Þess í stað boðaði hann skríl til Washington, æsti þau upp, og miðaði þeim eins og hlaðinni fallbyssu eftir Pennsylvania Avenue,ׅ“ er skrifað í greinargerð Demókrata. Þá segja þeir að þingmenn hafi óttast um líf sín og jafnvel hringt í óðagoti í ættingja sína meðan þeir leituðu skjóls í þinghúsinu. Þá vísa Demókratar einnig í þann þrýsting sem Trump beitti embættismenn, dómsmálaráðherra sinn og aðra til að snúa við niðurstöðum kosninganna. Sjá einnig: Tóku Trump upp ef hann segði ósatt frá, sem hann svo gerði Verjendur forsetans fyrrverandi segja hann hafa verið í rétti með að efast um niðurstöður kosninganna. Vísað er til þess að breytingar hafi verið gerðar á framkvæmd kosninga vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar og halda lögmennirnir fram að ekki séu nægar sannanir til að segja af eða á varðandi kosningasvindl. Því neiti Trump því að hann hafi haft rangt fyrir sér. Trump og bandamönnum hans hefur þó ítrekað ekki tekist að færa sönnur fyrir máli sínu. Hvorki fyrir dómstólum né annarsstaðar. Rannsóknir og endurtalningar hafa þar að auki ekki gefið í skyn að umfangsmikið kosningasvindl hafi átt sér stað. Lögmenn Trumps segja að málfrelsi hans tryggi að ekki sé hægt að refsa forsetanum fyrrverandi fyrir að efast um kosningarnar og ekki sé hægt að ákæra hann fyrir embættisbrot þar sem hann sé þegar hættur í embætti. Saka þeir fulltrúadeild Bandaríkjaþings um að brjóta á rétti Trumps til málfrelsis með því að ákæra hann fyrir embættisbrot. Þá neita þeir að Trump hafi kvatt stuðningsmenn sína til átaka með því að segja þeim að gefast ekki upp og berjast fyrir ríki þeirra í aðdraganda árásarinnar á þinghúsið. Lögmennirnir segja að Trump hafi verið að tala um að þau ættu að berjast fyrir umbótum á kosningaöryggi. Afar litlar líkur eru taldar á því að Trump verði sakfelldur í öldungadeildinni. Til þess þurfi minnst sautján þingmenn Repúblikanaflokksins, auk allra þingmanna Demókrataflokksins, að greiða atkvæði með sakfellingu. Í síðustu viku fór fram atkvæðagreiðsla í öldungadeildinni um að vísa ákærunni frá og voru einungis fimm Repúblikanar sem greiddu atkvæði gegn því. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir „Brjálaðasti“ fundur sem haldinn var í Hvíta húsi Trumps Fjórum dögum eftir að kjörmenn komu saman í öllum ríkjum Bandaríkjanna og lýstu Joe Biden sigurvegara í forsetakosningunum í nóvember gekk fjögurra manna hópur á fund Donalds Trump í Hvíta húsinu. Þau voru mætt til að sannfæra forsetann fráfarandi um að beita valdi sínu til að sitja áfram í Hvíta húsinu. 2. febrúar 2021 15:20 Segir samsæriskenningar vera krabbamein Repúblikanaflokksins Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, segir hina umdeildu þingkonu Marjorie Taylor Greene ekki lifa í raunveruleikanum og að hugmyndafræði hennar sé krabbamein fyrir flokkinn og Bandaríkin. Þetta sagði McConnell í yfirlýsingu í gærkvöldi. 2. febrúar 2021 10:00 Trump situr á digrum sjóðum Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, safnaði 31,5 milljónum dala (rétt rúmum fjórum milljörðum króna) í sérstakan stjórnmálasjóð á vikunum eftir forsetakosningarnar sem hann tapaði í nóvember. 1. febrúar 2021 16:00 Repúblikanar leita á náðir Trumps Fyrir nokkrum vikum virtist mögulegt að tangarhald Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, á Repúblikanaflokknum væri að losna. Hann var ákærður fyrir embættisbrot öðru sinni, vegna árásar stuðningsmanna hans á þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar, og leiðtogar flokksins gagnrýndu forsetann opinberlega. 30. janúar 2021 08:01 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sjá meira
Demókratar birtu í gær greinargerð um málflutning þeirra gegn Trump og segja markmiðið að vernda lýðræði Bandaríkjanna og koma í veg fyrir að forsetar framtíðarinnar hvetji til ofbeldis til að tryggja sér völd. Trump neitar þessum ásökunum í yfirlýsingu sem hann gaf út í gegnum lögmenn sína og segir réttarhöldin fara gegn stjórnarskrá Bandaríkjanna. Trump var ákærður fyrir embættisbrot öðru sinni þann 13. janúar, sjö dögum áður en hann lét af embætti. Hann er eini forseti Bandaríkjanna sem hefur verið ákærður fyrir embættisbrot tvisvar sinnum. Trump er í raun ákærður fyrir að hvetja til uppreisnar og snýr sérstaklega að hlutverki forsetans í því að æsa fólk upp, sem á endanum braut sér leið inn í þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar, með því markmiði að stöðva formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna í nóvember. Fimm létu lífið í árásinni og þar af einn lögregluþjónn og kona sem var skotin af löggæslumanni. Demókratar vilja að Trump verði sakfelldur og að öldungadeildin meini honum að bjóða sig aftur fram til embættis. Í greinargerð Demókrata beintengja þeir sem halda utan um málið gegn forsetanum ítrekaðar ásakanir Trumps um að kosningasvindl hafi kostað hann sigur í forsetakosningunum í nóvember, yfirlýsingar hans um að hann myndi ekki sætta sig við tap og viðleitni hans til að snúa við niðurstöðum kosninganna, við árásina sjálfa á þingið. Þeir segja að með réttu hefði Trump sætt sig við niðurstöðurnar og viðurkennt ósigur í kosningunum. „Þess í stað boðaði hann skríl til Washington, æsti þau upp, og miðaði þeim eins og hlaðinni fallbyssu eftir Pennsylvania Avenue,ׅ“ er skrifað í greinargerð Demókrata. Þá segja þeir að þingmenn hafi óttast um líf sín og jafnvel hringt í óðagoti í ættingja sína meðan þeir leituðu skjóls í þinghúsinu. Þá vísa Demókratar einnig í þann þrýsting sem Trump beitti embættismenn, dómsmálaráðherra sinn og aðra til að snúa við niðurstöðum kosninganna. Sjá einnig: Tóku Trump upp ef hann segði ósatt frá, sem hann svo gerði Verjendur forsetans fyrrverandi segja hann hafa verið í rétti með að efast um niðurstöður kosninganna. Vísað er til þess að breytingar hafi verið gerðar á framkvæmd kosninga vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar og halda lögmennirnir fram að ekki séu nægar sannanir til að segja af eða á varðandi kosningasvindl. Því neiti Trump því að hann hafi haft rangt fyrir sér. Trump og bandamönnum hans hefur þó ítrekað ekki tekist að færa sönnur fyrir máli sínu. Hvorki fyrir dómstólum né annarsstaðar. Rannsóknir og endurtalningar hafa þar að auki ekki gefið í skyn að umfangsmikið kosningasvindl hafi átt sér stað. Lögmenn Trumps segja að málfrelsi hans tryggi að ekki sé hægt að refsa forsetanum fyrrverandi fyrir að efast um kosningarnar og ekki sé hægt að ákæra hann fyrir embættisbrot þar sem hann sé þegar hættur í embætti. Saka þeir fulltrúadeild Bandaríkjaþings um að brjóta á rétti Trumps til málfrelsis með því að ákæra hann fyrir embættisbrot. Þá neita þeir að Trump hafi kvatt stuðningsmenn sína til átaka með því að segja þeim að gefast ekki upp og berjast fyrir ríki þeirra í aðdraganda árásarinnar á þinghúsið. Lögmennirnir segja að Trump hafi verið að tala um að þau ættu að berjast fyrir umbótum á kosningaöryggi. Afar litlar líkur eru taldar á því að Trump verði sakfelldur í öldungadeildinni. Til þess þurfi minnst sautján þingmenn Repúblikanaflokksins, auk allra þingmanna Demókrataflokksins, að greiða atkvæði með sakfellingu. Í síðustu viku fór fram atkvæðagreiðsla í öldungadeildinni um að vísa ákærunni frá og voru einungis fimm Repúblikanar sem greiddu atkvæði gegn því.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir „Brjálaðasti“ fundur sem haldinn var í Hvíta húsi Trumps Fjórum dögum eftir að kjörmenn komu saman í öllum ríkjum Bandaríkjanna og lýstu Joe Biden sigurvegara í forsetakosningunum í nóvember gekk fjögurra manna hópur á fund Donalds Trump í Hvíta húsinu. Þau voru mætt til að sannfæra forsetann fráfarandi um að beita valdi sínu til að sitja áfram í Hvíta húsinu. 2. febrúar 2021 15:20 Segir samsæriskenningar vera krabbamein Repúblikanaflokksins Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, segir hina umdeildu þingkonu Marjorie Taylor Greene ekki lifa í raunveruleikanum og að hugmyndafræði hennar sé krabbamein fyrir flokkinn og Bandaríkin. Þetta sagði McConnell í yfirlýsingu í gærkvöldi. 2. febrúar 2021 10:00 Trump situr á digrum sjóðum Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, safnaði 31,5 milljónum dala (rétt rúmum fjórum milljörðum króna) í sérstakan stjórnmálasjóð á vikunum eftir forsetakosningarnar sem hann tapaði í nóvember. 1. febrúar 2021 16:00 Repúblikanar leita á náðir Trumps Fyrir nokkrum vikum virtist mögulegt að tangarhald Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, á Repúblikanaflokknum væri að losna. Hann var ákærður fyrir embættisbrot öðru sinni, vegna árásar stuðningsmanna hans á þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar, og leiðtogar flokksins gagnrýndu forsetann opinberlega. 30. janúar 2021 08:01 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sjá meira
„Brjálaðasti“ fundur sem haldinn var í Hvíta húsi Trumps Fjórum dögum eftir að kjörmenn komu saman í öllum ríkjum Bandaríkjanna og lýstu Joe Biden sigurvegara í forsetakosningunum í nóvember gekk fjögurra manna hópur á fund Donalds Trump í Hvíta húsinu. Þau voru mætt til að sannfæra forsetann fráfarandi um að beita valdi sínu til að sitja áfram í Hvíta húsinu. 2. febrúar 2021 15:20
Segir samsæriskenningar vera krabbamein Repúblikanaflokksins Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, segir hina umdeildu þingkonu Marjorie Taylor Greene ekki lifa í raunveruleikanum og að hugmyndafræði hennar sé krabbamein fyrir flokkinn og Bandaríkin. Þetta sagði McConnell í yfirlýsingu í gærkvöldi. 2. febrúar 2021 10:00
Trump situr á digrum sjóðum Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, safnaði 31,5 milljónum dala (rétt rúmum fjórum milljörðum króna) í sérstakan stjórnmálasjóð á vikunum eftir forsetakosningarnar sem hann tapaði í nóvember. 1. febrúar 2021 16:00
Repúblikanar leita á náðir Trumps Fyrir nokkrum vikum virtist mögulegt að tangarhald Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, á Repúblikanaflokknum væri að losna. Hann var ákærður fyrir embættisbrot öðru sinni, vegna árásar stuðningsmanna hans á þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar, og leiðtogar flokksins gagnrýndu forsetann opinberlega. 30. janúar 2021 08:01