Sama frumvarp, hæstvirtur dómsmálaráðherra? Þórarinn Ingi Pétursson skrifar 3. febrúar 2021 17:00 Í gær lagði undirritaður fram frumvarp ásamt fleirum þingmönnum Framsóknar, sem snýr að auknum stuðningi til smærri innlendra áfengisframleiðenda. Frumvarpið er tvíþætt og leggur til að veita skuli allt að 50% afslátt af áfengisgjöldum til smærri innlenda áfengisframleiðenda ásamt því að leyfa þeim að selja framleiðsluvörur sínar í smásölu á framleiðslustað. Um gott mál er að ræða sem stuðlar að aukinni nýsköpun, auknu frelsi, auknum atvinnutækifærum um allt land og samkeppnishæfi smærri áfengisframleiðenda á erfiðum markaði. Hæstvirtur dómsmálaráðherra heldur því fram að frumvarp Framsóknar sé sama frumvarpið nema með örlitlum breytingum. Vert er að fara stuttlega yfir grundvallarmismun beggja frumvarpa: Frumvarp Framsóknar leggur til allt að 50% afslátt af áfengisgjaldi til smærri innlenda áfengisframleiðenda. Frumvarp dómsmálaráðherra inniheldur engan slíkan afslátt né sambærilegar ívilnanir. Frumvarp dómsmálaráðherra leggur til stuðning við áfengisframleiðendur sem framleiða allt að 500.000 lítra á almanaksári. Þá má benda á að ýmsir framleiðendur, til dæmis Bruggsmiðjan (Kaldi), falla ekki undir það takmark. Frumvarp Framsóknar leggur til stuðning við áfengisframleiðendur sem framleiða allt að 1.000.000 lítra á almanaksári. Frumvarp dómsmálaráðherra leggur til stuðning við áfengisframleiðendur sem framleiða allt að 12% áfengi, þ.e. einungis öl. Frumvarp Framsóknar leggur til stuðning við áfengisframleiðendur sem framleiða allt að 50% áfengi, og þar falla inn vörur eins og gin, viskí o.fl. Frumvarp dómsmálaráðherra leggur til leyfi fyrir ótakmarkaðri sölu brugghúsa á öllu öli. Frumvarp Framsóknar leggur til þrepaskipta sölu á ákveðnu magni áfengis og fjölda eintaka af framleiðsluvöru framleiðanda. Þessi takmörk eru lögð fram með lýðheilsusjónarmið til hliðsjónar, en fyrirvari þingmanna við mál dómsmálaráðherra varðar þau sjónarmið. Auðvelt er að útskýra þau sjónarmið og ekki ættu þau ekki að koma á óvart. Þá eru væntanlega lögð fram sambærileg rök í báðum frumvörpum, enda eru flutningsmenn frumvarps Framsóknar ekki ósammála frumvarpi dómsmálaráðherra. Þvert á móti þá viljum við bæta í, auka stuðning til íslenskrar framleiðslu og gera gott mál betra. Dómsmálaráðherra nefnir einnig að með stuðningi við frelsi og íslenska framleiðslu sé um sinn eigin málstað að ræða og að Framsókn hafi loksins „séð ljósið“. Slík fullyrðing vekur furðu, enda hefur Framsókn talað fyrir auknu frelsi, atvinnutækifærum um allt land og stuðningi við innlenda framleiðslu í rúm 104 ár. Því er varla hægt að telja umrætt frumvarp sem nýnæmi við stefnu Framsóknar. Það er sérstaklega ánægjulegt að sjá ráðherra styðja rúmlega 100 ára málstað Framsóknar þó svo að það sé með þessum hætti. Það hefur einnig verið vilji undirritaðs að leggja til þann stuðning sem fram kemur í frumvarpi Framsóknar í töluverðan tíma. Undirritaður hefur, rétt eins og aðrir þingmenn, átt í miklum samskiptum við innlenda áfengisframleiðendur og hugleitt málið lengi. Undirritaður er varaþingmaður sem fór inn á þing eftir síðastliðin áramót og lagði umrætt frumvarp fram strax við fyrsta tækifæri. Þar sem hæstvirtur dómsmálaráðherra lýsir yfir vilja til að ná þeim breytingum sem frumvarp Framsóknar leggur til ásamt því að lýsa yfir ánægju sinni yfir frumvarpinu þá vil ég formlega bjóða hæstvirtum ráðherra að gerast meðflutningsmaður með umræddu frumvarpi Framsóknar. Af málflutningi ráðherra í viðtölum gærdagsins má ráða að ráðherra hafi áhuga á því, enda um töluvert meiri stuðning til innlendrar framleiðslu að ræða. Þannig er einnig hægt að koma í veg fyrir átök beggja frumvarpa og leiða til samþykkis á auknum stuðningi við smærri innlenda áfengisframleiðendur á Alþingi. Með von um samþykki. Þórarinn Ingi Pétursson, þingmaður Framsóknar í Norðausturkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áfengi og tóbak Alþingi Þórarinn Ingi Pétursson Tengdar fréttir Ný tækifæri í smærri innlendri áfengisframleiðslu Mikil gróska hefur verið í innlendri áfengisframleiðslu síðastliðin ár, og þá sérstaklega hjá smærri innlendum framleiðendum á öli og sterku áfengi. 2. febrúar 2021 16:30 Framsóknarmenn „hafi séð ljósið“ og hljóti nú að styðja frumvarp sitt um brugghús Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segist hljóta að líta á frumvarp þriggja þingmanna Framsóknarmanna um breytingar á áfengislögum, sem stuðning við sitt eigið frumvarp sama efnis. Áslaug segir sitt frumvarp ítrekað hafa mætt mótstöðu og gerðir við það fyrirvarar í ríkisstjórn og í þingflokkum samstarfsflokkanna og því skjóti skökku við að þingmenn Framsóknarflokksins, þeir sömu og sett hafi fyrirvara við hennar mál, leggi nú fram sambærilegt frumvarp í eigin nafni. 2. febrúar 2021 22:24 Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Draugagangur Fanney Birna Jónsdóttir Fastir pennar Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Sjá meira
Í gær lagði undirritaður fram frumvarp ásamt fleirum þingmönnum Framsóknar, sem snýr að auknum stuðningi til smærri innlendra áfengisframleiðenda. Frumvarpið er tvíþætt og leggur til að veita skuli allt að 50% afslátt af áfengisgjöldum til smærri innlenda áfengisframleiðenda ásamt því að leyfa þeim að selja framleiðsluvörur sínar í smásölu á framleiðslustað. Um gott mál er að ræða sem stuðlar að aukinni nýsköpun, auknu frelsi, auknum atvinnutækifærum um allt land og samkeppnishæfi smærri áfengisframleiðenda á erfiðum markaði. Hæstvirtur dómsmálaráðherra heldur því fram að frumvarp Framsóknar sé sama frumvarpið nema með örlitlum breytingum. Vert er að fara stuttlega yfir grundvallarmismun beggja frumvarpa: Frumvarp Framsóknar leggur til allt að 50% afslátt af áfengisgjaldi til smærri innlenda áfengisframleiðenda. Frumvarp dómsmálaráðherra inniheldur engan slíkan afslátt né sambærilegar ívilnanir. Frumvarp dómsmálaráðherra leggur til stuðning við áfengisframleiðendur sem framleiða allt að 500.000 lítra á almanaksári. Þá má benda á að ýmsir framleiðendur, til dæmis Bruggsmiðjan (Kaldi), falla ekki undir það takmark. Frumvarp Framsóknar leggur til stuðning við áfengisframleiðendur sem framleiða allt að 1.000.000 lítra á almanaksári. Frumvarp dómsmálaráðherra leggur til stuðning við áfengisframleiðendur sem framleiða allt að 12% áfengi, þ.e. einungis öl. Frumvarp Framsóknar leggur til stuðning við áfengisframleiðendur sem framleiða allt að 50% áfengi, og þar falla inn vörur eins og gin, viskí o.fl. Frumvarp dómsmálaráðherra leggur til leyfi fyrir ótakmarkaðri sölu brugghúsa á öllu öli. Frumvarp Framsóknar leggur til þrepaskipta sölu á ákveðnu magni áfengis og fjölda eintaka af framleiðsluvöru framleiðanda. Þessi takmörk eru lögð fram með lýðheilsusjónarmið til hliðsjónar, en fyrirvari þingmanna við mál dómsmálaráðherra varðar þau sjónarmið. Auðvelt er að útskýra þau sjónarmið og ekki ættu þau ekki að koma á óvart. Þá eru væntanlega lögð fram sambærileg rök í báðum frumvörpum, enda eru flutningsmenn frumvarps Framsóknar ekki ósammála frumvarpi dómsmálaráðherra. Þvert á móti þá viljum við bæta í, auka stuðning til íslenskrar framleiðslu og gera gott mál betra. Dómsmálaráðherra nefnir einnig að með stuðningi við frelsi og íslenska framleiðslu sé um sinn eigin málstað að ræða og að Framsókn hafi loksins „séð ljósið“. Slík fullyrðing vekur furðu, enda hefur Framsókn talað fyrir auknu frelsi, atvinnutækifærum um allt land og stuðningi við innlenda framleiðslu í rúm 104 ár. Því er varla hægt að telja umrætt frumvarp sem nýnæmi við stefnu Framsóknar. Það er sérstaklega ánægjulegt að sjá ráðherra styðja rúmlega 100 ára málstað Framsóknar þó svo að það sé með þessum hætti. Það hefur einnig verið vilji undirritaðs að leggja til þann stuðning sem fram kemur í frumvarpi Framsóknar í töluverðan tíma. Undirritaður hefur, rétt eins og aðrir þingmenn, átt í miklum samskiptum við innlenda áfengisframleiðendur og hugleitt málið lengi. Undirritaður er varaþingmaður sem fór inn á þing eftir síðastliðin áramót og lagði umrætt frumvarp fram strax við fyrsta tækifæri. Þar sem hæstvirtur dómsmálaráðherra lýsir yfir vilja til að ná þeim breytingum sem frumvarp Framsóknar leggur til ásamt því að lýsa yfir ánægju sinni yfir frumvarpinu þá vil ég formlega bjóða hæstvirtum ráðherra að gerast meðflutningsmaður með umræddu frumvarpi Framsóknar. Af málflutningi ráðherra í viðtölum gærdagsins má ráða að ráðherra hafi áhuga á því, enda um töluvert meiri stuðning til innlendrar framleiðslu að ræða. Þannig er einnig hægt að koma í veg fyrir átök beggja frumvarpa og leiða til samþykkis á auknum stuðningi við smærri innlenda áfengisframleiðendur á Alþingi. Með von um samþykki. Þórarinn Ingi Pétursson, þingmaður Framsóknar í Norðausturkjördæmi
Ný tækifæri í smærri innlendri áfengisframleiðslu Mikil gróska hefur verið í innlendri áfengisframleiðslu síðastliðin ár, og þá sérstaklega hjá smærri innlendum framleiðendum á öli og sterku áfengi. 2. febrúar 2021 16:30
Framsóknarmenn „hafi séð ljósið“ og hljóti nú að styðja frumvarp sitt um brugghús Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segist hljóta að líta á frumvarp þriggja þingmanna Framsóknarmanna um breytingar á áfengislögum, sem stuðning við sitt eigið frumvarp sama efnis. Áslaug segir sitt frumvarp ítrekað hafa mætt mótstöðu og gerðir við það fyrirvarar í ríkisstjórn og í þingflokkum samstarfsflokkanna og því skjóti skökku við að þingmenn Framsóknarflokksins, þeir sömu og sett hafi fyrirvara við hennar mál, leggi nú fram sambærilegt frumvarp í eigin nafni. 2. febrúar 2021 22:24
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar