Tími til að tengja: Hattarmenn geta unnið sögulegan sigur í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. febrúar 2021 14:31 Hattarmenn geta skrifað nýjan kafla í sögu félagsins í kvöld. Instagram/@hotturkarfa Höttur getur í kvöld tengt saman heimasigra í fyrsta sinn í sögu félagsins í úrvalsdeild karla í körfubolta. Höttur vann Njarðvík í síðasta heimaleik sínum og fær lið Þórs frá Akureyri í heimsókn til sín í kvöld. Sigurinn á Njarðvíkingunum var sjötti heimasigur Hattar í efstu deild frá upphafi en í hinum fimm tilfellunum hefur Hattarliðið tapað næsta heimaleik sínum. Það sem meira er að allir þessir næstu heimaleikir Hattar eftir heimasigur hafa tapast með tíu stigum eða meira. Einn af þessum fimm heimasigrum Hattarliðsins var einmitt þegar Þórsarar komu síðast í heimsókn í Egilsstaði í Domino´s deildinni. Það var í lok janúar 2018 og Höttur vann þann leik með ellefu stigum, 86-75. Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattarliðsins, setti einmitt niður tvær þriggja stiga körfur á þeim tæpu sex mínútum sem hann spilaði í leiknum. Lokakaflinn var rosalegur í þessum leik fyrir þremur árum en leikurinn endaði í framlengingu. Höttur vann framlenginguna síðan 13-2. Bæði lið koma kát inn í þennan leik. Höttur vann eins og áður sagði sinn síðasta leik en Þórsarar hafa aftur á móti unnið tvo síðustu leiki sína sem voru á móti Tindastól og Val. Næsti heimaleikur eftir heimrasigra Hattar í úrvalsdeild: 2005-06 Unnu Hamar/Selfoss 84-74 á Egilsstöðum 17. janúar 2006 Næsti heimaleikur: 24 stiga tap fyrir Snæfelli (77-101) --- Unnu Fjölni 89-86 á Egilsstöðum 23. febrúar 2006 Næsti heimaleikur: 11 stiga tap fyrir Skallagrími (87-98) --- 2015-16 Unnu Njarðvík 86-79 á Egilsstöðum 8. janúar 2016 Næsti heimaleikur: 10 stiga tap fyrir Grindavík (71-81) -- Unnu ÍR 93-70 á Egilsstöðum 25. febrúar 2016 Næsti heimaleikur: 10 stiga tap fyrir Þór Þorl. (93-104) --- 2017-18 Unnu Þór Ak. 86-75 á Egilsstöðum 25. janúar 2018 Næsti heimaleikur: 22 stiga tap fyrir Haukum (69-91) --- 2020-21 Unnu Njarðvík 88-83 á Egilsstöðum 31. janúar 2021 Næsti heimaleikur: Á móti Þór Ak. í kvöld Leikur Hattar og Þórs frá Akureyri hefst klukkan 18.15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Seinna í kvöld verður síðan sýndur beint leikur Njarðvíkur og Stjörnunnar úr Ljónagryfjunni en hann hefst klukkan 20.15 á Stöð 2 Sport 3. Allir fjórir leikir kvöldsins í Domino´s deild karla verða síðan gerðir upp í Dominos Tilþrifunum á Stöð 2 Sport 3 frá klukkan 22.00. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Dominos-deild karla Höttur Mest lesið Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Enski boltinn Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Handbolti Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Enski boltinn Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf Segir Arnór líta ruddalega vel út Fótbolti „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Íslenski boltinn Sjáðu Albert skora gegn Juventus Fótbolti Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Enski boltinn Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Fótbolti Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Fleiri fréttir Fyrsta tap Cavs síðan fjórða febrúar Martin stigahæstur í stórsigri Jón Axel næststigahæstur og Burgos jók forskotið á toppnum Dallas Mavericks gæti þurft að gefa NBA leiki Sæmdu hvor aðra Gullmerki KKÍ Styrmir skoraði tólf í naumum sigri Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Samþykktu að stjórn KKÍ klári nýja reglugerð um erlenda leikmenn Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Svona var þing KKÍ Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ Uppgjörið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ „Ballerínan“ Curry fyrstur í fjögur þúsund þrista Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum Sjá meira
Höttur vann Njarðvík í síðasta heimaleik sínum og fær lið Þórs frá Akureyri í heimsókn til sín í kvöld. Sigurinn á Njarðvíkingunum var sjötti heimasigur Hattar í efstu deild frá upphafi en í hinum fimm tilfellunum hefur Hattarliðið tapað næsta heimaleik sínum. Það sem meira er að allir þessir næstu heimaleikir Hattar eftir heimasigur hafa tapast með tíu stigum eða meira. Einn af þessum fimm heimasigrum Hattarliðsins var einmitt þegar Þórsarar komu síðast í heimsókn í Egilsstaði í Domino´s deildinni. Það var í lok janúar 2018 og Höttur vann þann leik með ellefu stigum, 86-75. Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattarliðsins, setti einmitt niður tvær þriggja stiga körfur á þeim tæpu sex mínútum sem hann spilaði í leiknum. Lokakaflinn var rosalegur í þessum leik fyrir þremur árum en leikurinn endaði í framlengingu. Höttur vann framlenginguna síðan 13-2. Bæði lið koma kát inn í þennan leik. Höttur vann eins og áður sagði sinn síðasta leik en Þórsarar hafa aftur á móti unnið tvo síðustu leiki sína sem voru á móti Tindastól og Val. Næsti heimaleikur eftir heimrasigra Hattar í úrvalsdeild: 2005-06 Unnu Hamar/Selfoss 84-74 á Egilsstöðum 17. janúar 2006 Næsti heimaleikur: 24 stiga tap fyrir Snæfelli (77-101) --- Unnu Fjölni 89-86 á Egilsstöðum 23. febrúar 2006 Næsti heimaleikur: 11 stiga tap fyrir Skallagrími (87-98) --- 2015-16 Unnu Njarðvík 86-79 á Egilsstöðum 8. janúar 2016 Næsti heimaleikur: 10 stiga tap fyrir Grindavík (71-81) -- Unnu ÍR 93-70 á Egilsstöðum 25. febrúar 2016 Næsti heimaleikur: 10 stiga tap fyrir Þór Þorl. (93-104) --- 2017-18 Unnu Þór Ak. 86-75 á Egilsstöðum 25. janúar 2018 Næsti heimaleikur: 22 stiga tap fyrir Haukum (69-91) --- 2020-21 Unnu Njarðvík 88-83 á Egilsstöðum 31. janúar 2021 Næsti heimaleikur: Á móti Þór Ak. í kvöld Leikur Hattar og Þórs frá Akureyri hefst klukkan 18.15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Seinna í kvöld verður síðan sýndur beint leikur Njarðvíkur og Stjörnunnar úr Ljónagryfjunni en hann hefst klukkan 20.15 á Stöð 2 Sport 3. Allir fjórir leikir kvöldsins í Domino´s deild karla verða síðan gerðir upp í Dominos Tilþrifunum á Stöð 2 Sport 3 frá klukkan 22.00. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Næsti heimaleikur eftir heimrasigra Hattar í úrvalsdeild: 2005-06 Unnu Hamar/Selfoss 84-74 á Egilsstöðum 17. janúar 2006 Næsti heimaleikur: 24 stiga tap fyrir Snæfelli (77-101) --- Unnu Fjölni 89-86 á Egilsstöðum 23. febrúar 2006 Næsti heimaleikur: 11 stiga tap fyrir Skallagrími (87-98) --- 2015-16 Unnu Njarðvík 86-79 á Egilsstöðum 8. janúar 2016 Næsti heimaleikur: 10 stiga tap fyrir Grindavík (71-81) -- Unnu ÍR 93-70 á Egilsstöðum 25. febrúar 2016 Næsti heimaleikur: 10 stiga tap fyrir Þór Þorl. (93-104) --- 2017-18 Unnu Þór Ak. 86-75 á Egilsstöðum 25. janúar 2018 Næsti heimaleikur: 22 stiga tap fyrir Haukum (69-91) --- 2020-21 Unnu Njarðvík 88-83 á Egilsstöðum 31. janúar 2021 Næsti heimaleikur: Á móti Þór Ak. í kvöld
Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Dominos-deild karla Höttur Mest lesið Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Enski boltinn Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Handbolti Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Enski boltinn Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf Segir Arnór líta ruddalega vel út Fótbolti „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Íslenski boltinn Sjáðu Albert skora gegn Juventus Fótbolti Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Enski boltinn Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Fótbolti Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Fleiri fréttir Fyrsta tap Cavs síðan fjórða febrúar Martin stigahæstur í stórsigri Jón Axel næststigahæstur og Burgos jók forskotið á toppnum Dallas Mavericks gæti þurft að gefa NBA leiki Sæmdu hvor aðra Gullmerki KKÍ Styrmir skoraði tólf í naumum sigri Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Samþykktu að stjórn KKÍ klári nýja reglugerð um erlenda leikmenn Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Svona var þing KKÍ Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ Uppgjörið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ „Ballerínan“ Curry fyrstur í fjögur þúsund þrista Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga