Veðjaði 452 milljónum á sigur Tom Brady í SuperBowl Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. febrúar 2021 10:01 Jim McIngvale er tilbúinn að veðja hundruðum milljóna á íþróttakappleiki en ekki er vitað hvaða skoðun eiginkonan Linda McIngvale hefur á því. Getty/Bob Levey Það er einn maður sem hefur mikla trú á því að hinn 43 ára gamli Tom Brady vinni sinn sjöunda NFL-titil í Super Bowl leiknum á sunnudagskvöldið. Þótt að flestir telji Tom Brady vera besta leikmann sögunnar og hafi mikla trú á honum í SuperBowl leiknum á móti Kansas City Chiefs þá er verkefnið afar erfitt. Kansas City Chiefs liðið er ríkjandi meistari og hefur nánast verið óstöðvandi með Patrick Mahomes í leikstjórnendastöðunni. Mahomes virðist eiga lausnir við flestu því sem varnir mótherjanna bjóða honum upp á og með hann innanborðs þá hefur Chiefs unnið 25 af síðustu 26 leikjum sínum þar af fimm leiki í röð í úrslitakeppni. Það er samt einn maður í Bandaríkjunum sem er tilbúinn að veðja stórum fjárhæðum á sigur Tom Brady og félaga í Tampa Bay Buccaneers. The Man. The Myth. The Legend. Houston-based furniture chain owner Jim McIngvale, otherwise known as "Mattress Mack," has wagered $3.46 million on the Tampa Bay Buccaneers +3.5 for #SuperBowl. The bet would have a total payout of about $6.18 million. ( : @DKSportsbook) pic.twitter.com/EcrzEY3eXM— Front Office Sports (@FOS) February 4, 2021 Sá heitir Jim McIngvale og er mun þekktari undir nafninu „Mattress Mack“ en hann rekur risa húsgangavöruverslunarkeðju í Texas. Mattress Mack er einnig þekktur fyrir að veðja miklu á stærstu íþróttakappleikina í Bandaríkjunum og Super Bowl í ár er þar engin undantekning. Jim McIngvale ákvað að setja 3,46 milljónir Bandaríkjadala á sigur Tampa Bay Buccaneers í leiknum sem og að liðið vinni upp 3,5 stiga forskotið sem þeim er gefið fyrir leikinn. Jim "Mattress Mack" McIngvale, who is known for making giant sports bets, has placed the largest wager on Super Bowl LV so far $3.46 million on the underdog Buccaneers at +3.5 pic.twitter.com/rwGPmXkHED— SportsCenter (@SportsCenter) February 4, 2021 3,46 milljónir dollara eru 452 milljónir íslenskra króna. Vinni Tom Brady og Tampa Bay Buccaneers liðið leikinn þá mun Jim McIngvale hafa 807 milljónir króna upp úr krafsinu. Hann mun því hagnast um 355 milljónir króna. Mattress Mack hefur reynda tapað miklum peningi á því að veðja á lið sem hefur tapað. Hann veðjaði sem dæmi mörgum milljónum á sigur Houston Astros í úrslitum hafnaboltans árið 2019 en liðið tapaði þá í oddaleik á móti Washington Nationals. Það má búast við því að Mattress Mack fylgist spenntur með leiknum eins og milljónir manna út um allan heim. Hér á Íslandi verður Super Bowl leikurinn í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 á sunnudagskvöldið. Upphitunun hefst klukkan 22.00 en leikurinn síðan um klukkan 23.25. NFL Ofurskálin Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Guðmundur hefur trú á Slóveníu Handbolti Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Handbolti Martínez hetja Rauðu djöflanna Enski boltinn HM í dag: Fréttamaður í lífshættu og kvöldið ónýtt Handbolti Fleiri fréttir 89 ára gamall ökumaður straujaði niður þýska landsliðshjólreiðamenn Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum „Þetta eru allt Keflvíkingar“ Annað Íslandsmetið á rúmri viku „Þeirra langbesta sóknarframmistaða í vetur“ Tap eftir hræðilegan fjórða leikhluta Villa berst við nágrannana um Disasi Njósnarar enskra stórliða sáu Hákon skína skært Dýrmæt stig í súginn hjá Venezia Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Stjarnfræðileg upphæð fyrir Super Bowl auglýsingu Í klandri eftir að hafa þóst míga á bikar „Ég viðurkenni að það var algjör þvæla hjá þér“ Endaði með fjörutíu prósent markvörslu á HM Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fór í sex og hálfan hring í loftinu Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Viktor Gísli besti maður Íslands á HM Neymar á leið heim í Santos HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ Ena Viso til Grindavíkur Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Voru að deyja úr hlátri um kvöldið Sjá meira
Þótt að flestir telji Tom Brady vera besta leikmann sögunnar og hafi mikla trú á honum í SuperBowl leiknum á móti Kansas City Chiefs þá er verkefnið afar erfitt. Kansas City Chiefs liðið er ríkjandi meistari og hefur nánast verið óstöðvandi með Patrick Mahomes í leikstjórnendastöðunni. Mahomes virðist eiga lausnir við flestu því sem varnir mótherjanna bjóða honum upp á og með hann innanborðs þá hefur Chiefs unnið 25 af síðustu 26 leikjum sínum þar af fimm leiki í röð í úrslitakeppni. Það er samt einn maður í Bandaríkjunum sem er tilbúinn að veðja stórum fjárhæðum á sigur Tom Brady og félaga í Tampa Bay Buccaneers. The Man. The Myth. The Legend. Houston-based furniture chain owner Jim McIngvale, otherwise known as "Mattress Mack," has wagered $3.46 million on the Tampa Bay Buccaneers +3.5 for #SuperBowl. The bet would have a total payout of about $6.18 million. ( : @DKSportsbook) pic.twitter.com/EcrzEY3eXM— Front Office Sports (@FOS) February 4, 2021 Sá heitir Jim McIngvale og er mun þekktari undir nafninu „Mattress Mack“ en hann rekur risa húsgangavöruverslunarkeðju í Texas. Mattress Mack er einnig þekktur fyrir að veðja miklu á stærstu íþróttakappleikina í Bandaríkjunum og Super Bowl í ár er þar engin undantekning. Jim McIngvale ákvað að setja 3,46 milljónir Bandaríkjadala á sigur Tampa Bay Buccaneers í leiknum sem og að liðið vinni upp 3,5 stiga forskotið sem þeim er gefið fyrir leikinn. Jim "Mattress Mack" McIngvale, who is known for making giant sports bets, has placed the largest wager on Super Bowl LV so far $3.46 million on the underdog Buccaneers at +3.5 pic.twitter.com/rwGPmXkHED— SportsCenter (@SportsCenter) February 4, 2021 3,46 milljónir dollara eru 452 milljónir íslenskra króna. Vinni Tom Brady og Tampa Bay Buccaneers liðið leikinn þá mun Jim McIngvale hafa 807 milljónir króna upp úr krafsinu. Hann mun því hagnast um 355 milljónir króna. Mattress Mack hefur reynda tapað miklum peningi á því að veðja á lið sem hefur tapað. Hann veðjaði sem dæmi mörgum milljónum á sigur Houston Astros í úrslitum hafnaboltans árið 2019 en liðið tapaði þá í oddaleik á móti Washington Nationals. Það má búast við því að Mattress Mack fylgist spenntur með leiknum eins og milljónir manna út um allan heim. Hér á Íslandi verður Super Bowl leikurinn í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 á sunnudagskvöldið. Upphitunun hefst klukkan 22.00 en leikurinn síðan um klukkan 23.25.
NFL Ofurskálin Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Guðmundur hefur trú á Slóveníu Handbolti Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Handbolti Martínez hetja Rauðu djöflanna Enski boltinn HM í dag: Fréttamaður í lífshættu og kvöldið ónýtt Handbolti Fleiri fréttir 89 ára gamall ökumaður straujaði niður þýska landsliðshjólreiðamenn Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum „Þetta eru allt Keflvíkingar“ Annað Íslandsmetið á rúmri viku „Þeirra langbesta sóknarframmistaða í vetur“ Tap eftir hræðilegan fjórða leikhluta Villa berst við nágrannana um Disasi Njósnarar enskra stórliða sáu Hákon skína skært Dýrmæt stig í súginn hjá Venezia Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Stjarnfræðileg upphæð fyrir Super Bowl auglýsingu Í klandri eftir að hafa þóst míga á bikar „Ég viðurkenni að það var algjör þvæla hjá þér“ Endaði með fjörutíu prósent markvörslu á HM Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fór í sex og hálfan hring í loftinu Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Viktor Gísli besti maður Íslands á HM Neymar á leið heim í Santos HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ Ena Viso til Grindavíkur Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Voru að deyja úr hlátri um kvöldið Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti