Enski boltinn

Gylfi og fé­lagar þurfa að spila gegn City þremur dögum fyrir granna­slaginn

Anton Ingi Leifsson skrifar
Gylfi skoraði eitt marka Everton í sigrinum gegn Leeds á dögunum.
Gylfi skoraði eitt marka Everton í sigrinum gegn Leeds á dögunum. Michael Regan/Getty Images

Leikur Everton og Manchester City, sem var frestað í desember, verður leikinn sautjánda febrúar. Það verður því ansi stutt á milli stórleikja hjá báðum liðum í febrúar.

Leikur liðanna átti að fara fram á Goodison Park á öðrum degi jóla en var frestað vegna kórónuveiru útbreiðslu í leikmannahópi og starfsliði City. Everton var ekki sátt við þá frestun.

Leikurinn mun nú fara fram miðvikudaginn sautjánda febrúar klukkan 20.15 á Goodison en leikurinn er nú settur á þremur dögum fyrir stórleik Everton gegn grönnunum í Liverpool. Þeir mæta Fulham fjórtánda febrúar.

Það verður einnig skammt stórra högga á milli hjá Man. City. Þeir mæta Tottenham 13. febrúar á Etihad og á sunnudeginum eftir leikinn gegn Everton þá mæta þeir Arsenal á útivelli.

City er í efsta sætinu á Englandi. Þeir eiga einnig leik til góða á United sem er í öðru sætinu. Everton er í sjötta sætinu, fjórum stigum á eftir grönnunum í Liverpool sem eru í fjórða sætinu. Everton á þó tvo leiki til góða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×