Durant lét forráðamenn NBA-deildarinnar heyra það Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. febrúar 2021 11:31 Durant vel pirraður á hliðarlínunni í leiknum gegn Toronto í nótt. Elsa/Getty Images Kevin Durant, leikmaður Brooklyn Nets, lét forráðamenn NBA-deildarinnar í körfubolta fá það óþvegið á samfélagsmiðlum eftir leik liðsins gegn Toronto Raptors í nótt. Ástæðan fyrir pirring Durant var ekki eingöngu að liðið hefði tapað mikilvægum leik heldur regluverk deildarinnar er varðar heilsu og öryggi leikmanna. Durant, sem greindist með Covid-19 á síðasta ári, átti upphaflega að byrja leikinn en var á endanum settur á bekkinn þar sem hann hafði verið í kringum einstakling sem var mögulega smitaður. Durant fór þrisvar í skimun fyrir leik og fékk alltaf neikvæðar niðurstöður og fékk á endanum að koma inn af bekknum í öðrum leikhluta. Þetta var í fyrsta skipti sem leikmaðurinn byrjar á bekknum í NBA-deildinni. Hann var síðan tekinn af velli í þriðja leikhluta þar sem einstaklingurinn sem hann hafi umgengist reyndist smitaður. Því var hann tekinn af velli samkvæmt reglugerð deildarinnar. „Ruglandi og pirrandi. Ég meina, þetta er stórskrítið,“ sagði Joe Harris – liðsfélagi Durant – í viðtali eftir leik. Jeff Green, annar liðsfélagi, tók í sama streng. „Ég skil þetta ekki. Þetta er augljóslega mjög pirrandi. Ég meina, þeir leyfðu honum að spila og svo taka þeir hann út af. Ég næ þessu ekki.“ Durant sjálfur tjáði sig á Twitter. „Frelsið mig,“ var fyrsta tístið sem hann sendi frá sér. Free me— Kevin Durant (@KDTrey5) February 6, 2021 „Yo NBA, áhorfendurnir ykkar eru ekki heimskir!!!! Þú getur ekki platað þá með þessari undarlegu fjölmiðlafulltrúa taktík.“ Yo @nba, your fans aren t dumb!!!! You can t fool em with your Wack ass PR tactics.. #FREE7 https://t.co/78N1iKFAoc— Kevin Durant (@KDTrey5) February 6, 2021 Aye, I don t know who the fuck it is, but u gotta lock in mane(boosie voice)— Kevin Durant (@KDTrey5) February 6, 2021 Í frétt NBA segir að Brooklyn Nets hafi fengið grænt ljós á að ferðast til Philadelphia þar sem liðið mun spila við 76ers en Durant hafi ekki ferðast með liðinu. Hvort hann megi ferðast einn síns liðs og taka þátt í leiknum kemur ekki fram. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Körfubolti NBA Mest lesið Í beinni: Tottenham - Liverpool | Hart barist í London Enski boltinn Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Fótbolti Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Fleiri fréttir Leik lokið: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Sjá meira
Ástæðan fyrir pirring Durant var ekki eingöngu að liðið hefði tapað mikilvægum leik heldur regluverk deildarinnar er varðar heilsu og öryggi leikmanna. Durant, sem greindist með Covid-19 á síðasta ári, átti upphaflega að byrja leikinn en var á endanum settur á bekkinn þar sem hann hafði verið í kringum einstakling sem var mögulega smitaður. Durant fór þrisvar í skimun fyrir leik og fékk alltaf neikvæðar niðurstöður og fékk á endanum að koma inn af bekknum í öðrum leikhluta. Þetta var í fyrsta skipti sem leikmaðurinn byrjar á bekknum í NBA-deildinni. Hann var síðan tekinn af velli í þriðja leikhluta þar sem einstaklingurinn sem hann hafi umgengist reyndist smitaður. Því var hann tekinn af velli samkvæmt reglugerð deildarinnar. „Ruglandi og pirrandi. Ég meina, þetta er stórskrítið,“ sagði Joe Harris – liðsfélagi Durant – í viðtali eftir leik. Jeff Green, annar liðsfélagi, tók í sama streng. „Ég skil þetta ekki. Þetta er augljóslega mjög pirrandi. Ég meina, þeir leyfðu honum að spila og svo taka þeir hann út af. Ég næ þessu ekki.“ Durant sjálfur tjáði sig á Twitter. „Frelsið mig,“ var fyrsta tístið sem hann sendi frá sér. Free me— Kevin Durant (@KDTrey5) February 6, 2021 „Yo NBA, áhorfendurnir ykkar eru ekki heimskir!!!! Þú getur ekki platað þá með þessari undarlegu fjölmiðlafulltrúa taktík.“ Yo @nba, your fans aren t dumb!!!! You can t fool em with your Wack ass PR tactics.. #FREE7 https://t.co/78N1iKFAoc— Kevin Durant (@KDTrey5) February 6, 2021 Aye, I don t know who the fuck it is, but u gotta lock in mane(boosie voice)— Kevin Durant (@KDTrey5) February 6, 2021 Í frétt NBA segir að Brooklyn Nets hafi fengið grænt ljós á að ferðast til Philadelphia þar sem liðið mun spila við 76ers en Durant hafi ekki ferðast með liðinu. Hvort hann megi ferðast einn síns liðs og taka þátt í leiknum kemur ekki fram. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Körfubolti NBA Mest lesið Í beinni: Tottenham - Liverpool | Hart barist í London Enski boltinn Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Fótbolti Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Fleiri fréttir Leik lokið: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Sjá meira