Þeirra mistök - okkar stefna? Ólafur Ísleifsson skrifar 6. febrúar 2021 22:02 Hvergi á Norðurlöndunum eru jafn margar umsóknir um alþjóðlega vernd og hér á landi sé miðað við höfðatölu. Samkvæmt upplýsingum Útlendingastofnunar sækja um vernd hér á landi sexfalt fleiri en í Noregi og Danmörku, þrefalt fleiri en í Finnlandi og nær 50% fleiri en í Svíþjóð. Skortur á skilvirkni og aðhaldi Samkvæmt upplýsingum Útlendingastofnunar töldust af 654 umsækjendum 38 vera frá öruggu upprunaríki. Slíkum umsækjendum ætti að vera hægt að snúa heim á stuttum tíma. Meirihluti umsækjenda, 331, hafði þegar fengið vernd í öðru ríki. Ætti sá hópur að geta horfið hratt til þess ríkis í stað þess að dvelja hér mánuðum saman. Í ljósi þess að málunum fylgir mikill kostnaður, bæði vegna afgreiðslu þeirra og uppihalds umsækjendanna, má telja ljóst að hér sé um mikinn vanda að ræða. Þingsályktunartillaga á Alþingi Alþingi hefur til meðferðar þingsályktunartillögu Miðflokksins um að fela dómsmálaráðherra að flytja frumvarp um breytingu á útlendingalögum sem hafi að markmiði að hemja útgjöld ríkissjóðs til málefna útlendinga og auka skilvirkni í málsmeðferð. Þingsályktunartillagan gerir ráð fyrir styttingu á afgreiðslutíma í málum sem lúta að alþjóðlegri vernd. Hælisleitendur bíða í sumum tilvikum árum saman eftir því að fá niðurstöðu. Með því er mikið lagt á fólk sem hingað leitar. Um leið ýtir þessi staðreynd undir tilhæfulausar umsóknir. Sýnist auðsætt að slíkum umsóknum er markvisst beint að ríkjum þar sem mestir möguleikar eru á frestum og töfum á afgreiðslu. Ný norræn stefna Forsætisráðherra Dana, Mette Fredriksen, formaður Jafnaðarmannaflokksins, sagði í stefnuræðu 6. október sl. útlendingastefnu fortíðar mistök. Evrópska hælisleitendakerfið væri í raun hrunið. Verum hreinskilin, sagði hún, möguleikinn á hæli er oft kominn undir því að flóttamaður greiði fólkssmyglara og vilji hætta lífinu í yfirfullum gúmmíbát. Miðjarðarhafið er orðið kirkjugarður. Enn fremur sagði danski forsætisráðherrann: Enginn flýr að gamni sínu. Eins og komið er bregðumst við bæði þeim sem flýja með milligöngu smyglara og þeim sem eftir sitja og hafa mesta þörf fyrir hjálp. Aðstoð Dana hlýtur að beinast að því fólki. Með orðum danska forsætisráðherrans eru borin fram mannúðleg sjónarmið án þeirrar sýndarmennsku sem stundum gætir í þessum efnum. Stjórnarsáttmáli norsku ríkisstjórnarinnar ber vott um að norsk sjónarmið séu áþekk þeim dönsku í málaflokknum. Vinaþjóðir í ógöngum Ræða danska forsætisráðherrans ber því glöggt vitni að hún telur Dani hafa ratað í ógöngur í málefnum hælisleitenda. Þá vöktu athygli ummæli sænska forsætisráðherrans Stefáns Löfvéns á liðnu ári um að aukna afbrotatíðni í Svíþjóð mætti rekja til mistaka hinnar pólitísku stefnu í útlendingamálum. Hér heima skildu gömlu kratarnir að velferðarkerfið brotnar niður, ef það er ekki reist á borgaralegum gildum. Sjálfstæðisflokkurinn beygir sig undir stefnu samstarfsflokka í málefnum hælisleitenda, í stað þess að tryggja örugg landamæri með markvissri löggæslu. Viðsnúningur í stefnu danskra stjórnvalda Danmörk vill taka við ákveðnum fjölda kvótaflóttamanna í samstarfi við Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna. Þannig fáist stjórn á hve mörgum flóttamönnum sé hjálpað í Danmörku. Hælisleitendur komi í móttökustöð utan Evrópu. Í stefnu danskra jafnaðarmanna er segir að umbætur þurfi á Schengen-samkomulaginu þannig að einstök aðildarríki ES ákveði sjálf stjórn á eigin landamærum. Með því ráði Danir hverjir komi inn í landið. Þetta sé grundvallaratriði til að tryggja öryggi dönsku þjóðarinnar. Við þurfum að gera betur en endurtaka mistök annarra Í stefnuyfirlýsingu danskra jafnaðarmanna segir að margt af því fólki sem komið hafi til Danmerkur og Evrópu á síðustu árum séu ekki flóttamenn heldur farandfólk í leit að betra lífi. Verði samþykkt að slíkir fái vist í Danmörku muni margir leita þangað. Þetta ráði danskt samfélag ekki við. Málið snúi að sjálfu samfélaginu, velferðarkerfinu og hlutskipti launafólks á dönskum vinnumarkaði. Íslendingar vilja leggja sitt af mörkum í flóttamannavanda samtímans, en augljóst er að Ísland hefur ekki burði til að taka við margfalt fleiri umsækjendum um alþjóðlega vernd en aðrar Norðurlandaþjóðir gera. Hér verður að grípa til aðgerða áður en í óefni er komið. Við sýnumst fylgja hér á landi stefnu í málaflokknum sem Norðurlöndin hafa horfið frá. Við verðum að gera betur en reka stefnu sem aðrir hafa aflagt og danski forsætisráðherrann lýsir sem mistökum. Höfundur er þingmaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Ísleifsson Hælisleitendur Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Milljarðarnir óteljandi og bókun 35 Haraldur Ólafsson Skoðun Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Hvergi á Norðurlöndunum eru jafn margar umsóknir um alþjóðlega vernd og hér á landi sé miðað við höfðatölu. Samkvæmt upplýsingum Útlendingastofnunar sækja um vernd hér á landi sexfalt fleiri en í Noregi og Danmörku, þrefalt fleiri en í Finnlandi og nær 50% fleiri en í Svíþjóð. Skortur á skilvirkni og aðhaldi Samkvæmt upplýsingum Útlendingastofnunar töldust af 654 umsækjendum 38 vera frá öruggu upprunaríki. Slíkum umsækjendum ætti að vera hægt að snúa heim á stuttum tíma. Meirihluti umsækjenda, 331, hafði þegar fengið vernd í öðru ríki. Ætti sá hópur að geta horfið hratt til þess ríkis í stað þess að dvelja hér mánuðum saman. Í ljósi þess að málunum fylgir mikill kostnaður, bæði vegna afgreiðslu þeirra og uppihalds umsækjendanna, má telja ljóst að hér sé um mikinn vanda að ræða. Þingsályktunartillaga á Alþingi Alþingi hefur til meðferðar þingsályktunartillögu Miðflokksins um að fela dómsmálaráðherra að flytja frumvarp um breytingu á útlendingalögum sem hafi að markmiði að hemja útgjöld ríkissjóðs til málefna útlendinga og auka skilvirkni í málsmeðferð. Þingsályktunartillagan gerir ráð fyrir styttingu á afgreiðslutíma í málum sem lúta að alþjóðlegri vernd. Hælisleitendur bíða í sumum tilvikum árum saman eftir því að fá niðurstöðu. Með því er mikið lagt á fólk sem hingað leitar. Um leið ýtir þessi staðreynd undir tilhæfulausar umsóknir. Sýnist auðsætt að slíkum umsóknum er markvisst beint að ríkjum þar sem mestir möguleikar eru á frestum og töfum á afgreiðslu. Ný norræn stefna Forsætisráðherra Dana, Mette Fredriksen, formaður Jafnaðarmannaflokksins, sagði í stefnuræðu 6. október sl. útlendingastefnu fortíðar mistök. Evrópska hælisleitendakerfið væri í raun hrunið. Verum hreinskilin, sagði hún, möguleikinn á hæli er oft kominn undir því að flóttamaður greiði fólkssmyglara og vilji hætta lífinu í yfirfullum gúmmíbát. Miðjarðarhafið er orðið kirkjugarður. Enn fremur sagði danski forsætisráðherrann: Enginn flýr að gamni sínu. Eins og komið er bregðumst við bæði þeim sem flýja með milligöngu smyglara og þeim sem eftir sitja og hafa mesta þörf fyrir hjálp. Aðstoð Dana hlýtur að beinast að því fólki. Með orðum danska forsætisráðherrans eru borin fram mannúðleg sjónarmið án þeirrar sýndarmennsku sem stundum gætir í þessum efnum. Stjórnarsáttmáli norsku ríkisstjórnarinnar ber vott um að norsk sjónarmið séu áþekk þeim dönsku í málaflokknum. Vinaþjóðir í ógöngum Ræða danska forsætisráðherrans ber því glöggt vitni að hún telur Dani hafa ratað í ógöngur í málefnum hælisleitenda. Þá vöktu athygli ummæli sænska forsætisráðherrans Stefáns Löfvéns á liðnu ári um að aukna afbrotatíðni í Svíþjóð mætti rekja til mistaka hinnar pólitísku stefnu í útlendingamálum. Hér heima skildu gömlu kratarnir að velferðarkerfið brotnar niður, ef það er ekki reist á borgaralegum gildum. Sjálfstæðisflokkurinn beygir sig undir stefnu samstarfsflokka í málefnum hælisleitenda, í stað þess að tryggja örugg landamæri með markvissri löggæslu. Viðsnúningur í stefnu danskra stjórnvalda Danmörk vill taka við ákveðnum fjölda kvótaflóttamanna í samstarfi við Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna. Þannig fáist stjórn á hve mörgum flóttamönnum sé hjálpað í Danmörku. Hælisleitendur komi í móttökustöð utan Evrópu. Í stefnu danskra jafnaðarmanna er segir að umbætur þurfi á Schengen-samkomulaginu þannig að einstök aðildarríki ES ákveði sjálf stjórn á eigin landamærum. Með því ráði Danir hverjir komi inn í landið. Þetta sé grundvallaratriði til að tryggja öryggi dönsku þjóðarinnar. Við þurfum að gera betur en endurtaka mistök annarra Í stefnuyfirlýsingu danskra jafnaðarmanna segir að margt af því fólki sem komið hafi til Danmerkur og Evrópu á síðustu árum séu ekki flóttamenn heldur farandfólk í leit að betra lífi. Verði samþykkt að slíkir fái vist í Danmörku muni margir leita þangað. Þetta ráði danskt samfélag ekki við. Málið snúi að sjálfu samfélaginu, velferðarkerfinu og hlutskipti launafólks á dönskum vinnumarkaði. Íslendingar vilja leggja sitt af mörkum í flóttamannavanda samtímans, en augljóst er að Ísland hefur ekki burði til að taka við margfalt fleiri umsækjendum um alþjóðlega vernd en aðrar Norðurlandaþjóðir gera. Hér verður að grípa til aðgerða áður en í óefni er komið. Við sýnumst fylgja hér á landi stefnu í málaflokknum sem Norðurlöndin hafa horfið frá. Við verðum að gera betur en reka stefnu sem aðrir hafa aflagt og danski forsætisráðherrann lýsir sem mistökum. Höfundur er þingmaður Miðflokksins.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar