Sendibréf til sjúkraliða Sandra B. Franks skrifar 8. febrúar 2021 07:01 Það hafa verið forréttindi að vera formaður sjúkraliða síðastliðin þrjú ár. Þessi ár hafa sannarlega verið viðburðarík. Fyrir utan erfiða kjarasamninga sem tóku rúmt ár brast á með fyrirvaralausum heimsfaraldri sem lagðist þungt á heilbrigðiskerfið. Ég kynntist því af eigin raun þegar ég starfaði sem bakvörður á kvöldvöktum á Covid-deild Landspítalans þegar kjarasamningum sleppti. Við þær aðstæður varð ég snortin af þeim mikla samhug sem skapaðist innan stéttarinnar. Sjálf var ég mjög stolt af framgöngu sjúkraliða, og stolt af mínu félagi. Sögulegir áfangar Á þessu tímabili hafa mikilvægir áfangar náðst fyrir sjúkraliða. Auk kjarasamninga, sem munu skila um 24% hækkun að meðaltali í lok samningstímans, náðist sögulegur áfangi um styttingu vinnuvikunnar. Annað sögulegt skref var stigið með samþykkt á kröfu okkar um fagnám á háskólastigi. Tveggja ára diplómanám fyrir sjúkraliða mun nú hefjast í haust, 2021, við Háskólann á Akureyri. Það var sömuleiðis mikill áfangi að ná fram gömlu baráttumáli sjúkraliða um fagráð á heilbrigðistofnunum, þar sem sjúkraliðar munu í fyrsta sinn í Íslandssögunni standa jafnfætis öðrum hjúkrunarstéttum um mótun hjúkrunarstefnu. Samhliða vinnu að þessu hef ég lagt mig fram um að koma sjúkraliðum á kortið sem burðarstétt og gera félagið sýnilegt í fjölmiðlum og innan kerfisins. Mikilvægur stuðningur Það var ekki sjálfgefið á sínum tíma að ég gæfi kost á mér til formennsku í Sjúkraliðafélagi Íslands. Það er mjög krefjandi starf, og á köflum erfitt. Þessi ár hafa hins vegar verið gefandi, og við höfum náð miklum áföngum. Ég er sérstaklega þakklát fyrir allan þann stuðning sem ég hef notið, og hvatningarnar sem ég hef fengið frá sjúkraliðum um allt land á krefjandi augnablikum. Ég nýt þess líka að eiga gott samstarfsfólk, bæði á skrifstofu félagsins, meðal félagsstjórnar, trúnaðarmanna og í deildunum um land allt. Í dag er ólokið ýmsum brýnum og mikilvægum verkefnum sem við höfum í sameiningu hafið. Við þurfum að ná fram fjölgun sjúkraliða og nýrri mönnunarstefnu sem við höfum lagt áherslu á. Við þurfum að halda áfram baráttunni fyrir því að kerfið, ekki síst stjórnendur stofnana, viðurkenni aukna færni og símenntun sjúkraliða með aukinni ábyrgð og nýjum tækifærum til starfsframa. Umfram allt þarf stéttin að halda áfram sókn sinni til betri kjara í formi hærri launa og heilsusamlegra vinnuumhverfis. Gef kost á endurkjöri Ég hef metnað til að takast á við framangreind verkefni, og önnur fleiri sem bíða. Þess vegna hef ég, eftir talsverða umhugsun og mikla hvatningu frá sjúkraliðum víðs vegar að, ákveðið að gefa kost á mér til endurkjörs formanns í Sjúkraliðafélagi Íslands. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sandra B. Franks Kjaramál Mest lesið Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir skrifar Skoðun Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Leðurblökur og aðrir laumufarþegar Guðbjörg Inga Aradóttir skrifar Sjá meira
Það hafa verið forréttindi að vera formaður sjúkraliða síðastliðin þrjú ár. Þessi ár hafa sannarlega verið viðburðarík. Fyrir utan erfiða kjarasamninga sem tóku rúmt ár brast á með fyrirvaralausum heimsfaraldri sem lagðist þungt á heilbrigðiskerfið. Ég kynntist því af eigin raun þegar ég starfaði sem bakvörður á kvöldvöktum á Covid-deild Landspítalans þegar kjarasamningum sleppti. Við þær aðstæður varð ég snortin af þeim mikla samhug sem skapaðist innan stéttarinnar. Sjálf var ég mjög stolt af framgöngu sjúkraliða, og stolt af mínu félagi. Sögulegir áfangar Á þessu tímabili hafa mikilvægir áfangar náðst fyrir sjúkraliða. Auk kjarasamninga, sem munu skila um 24% hækkun að meðaltali í lok samningstímans, náðist sögulegur áfangi um styttingu vinnuvikunnar. Annað sögulegt skref var stigið með samþykkt á kröfu okkar um fagnám á háskólastigi. Tveggja ára diplómanám fyrir sjúkraliða mun nú hefjast í haust, 2021, við Háskólann á Akureyri. Það var sömuleiðis mikill áfangi að ná fram gömlu baráttumáli sjúkraliða um fagráð á heilbrigðistofnunum, þar sem sjúkraliðar munu í fyrsta sinn í Íslandssögunni standa jafnfætis öðrum hjúkrunarstéttum um mótun hjúkrunarstefnu. Samhliða vinnu að þessu hef ég lagt mig fram um að koma sjúkraliðum á kortið sem burðarstétt og gera félagið sýnilegt í fjölmiðlum og innan kerfisins. Mikilvægur stuðningur Það var ekki sjálfgefið á sínum tíma að ég gæfi kost á mér til formennsku í Sjúkraliðafélagi Íslands. Það er mjög krefjandi starf, og á köflum erfitt. Þessi ár hafa hins vegar verið gefandi, og við höfum náð miklum áföngum. Ég er sérstaklega þakklát fyrir allan þann stuðning sem ég hef notið, og hvatningarnar sem ég hef fengið frá sjúkraliðum um allt land á krefjandi augnablikum. Ég nýt þess líka að eiga gott samstarfsfólk, bæði á skrifstofu félagsins, meðal félagsstjórnar, trúnaðarmanna og í deildunum um land allt. Í dag er ólokið ýmsum brýnum og mikilvægum verkefnum sem við höfum í sameiningu hafið. Við þurfum að ná fram fjölgun sjúkraliða og nýrri mönnunarstefnu sem við höfum lagt áherslu á. Við þurfum að halda áfram baráttunni fyrir því að kerfið, ekki síst stjórnendur stofnana, viðurkenni aukna færni og símenntun sjúkraliða með aukinni ábyrgð og nýjum tækifærum til starfsframa. Umfram allt þarf stéttin að halda áfram sókn sinni til betri kjara í formi hærri launa og heilsusamlegra vinnuumhverfis. Gef kost á endurkjöri Ég hef metnað til að takast á við framangreind verkefni, og önnur fleiri sem bíða. Þess vegna hef ég, eftir talsverða umhugsun og mikla hvatningu frá sjúkraliðum víðs vegar að, ákveðið að gefa kost á mér til endurkjörs formanns í Sjúkraliðafélagi Íslands. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands.
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun