Lyfti 528 tonnum á einum sólarhring: „Líður ótrúlega vel“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. febrúar 2021 12:00 Einar lyfti þessari stöng rúmlega níu þúsund sinnum um helgina. Einar Hansberg Árnason lyfti samtals 528 tonnum í fyrradag. Hann sló þar með heimsmetið fyrir samanlagða þyngd í réttstöðulyftu á einum sólarhring. Einar lyfti sextíu og 45 kílóa stöng samtals 9.287 sinnum. Hann tileinkaði metið baráttunni fyrir velferð barna. Hann ræddi um afrekið í Bítinu á Bylgjunni. „Þetta er hvergi skráð í augnablikinu en við þurfum að skila doðranti af gögnum og upptöku og svoleiðis til að fá þetta skráð. Það tekur tólf vikur eða svo,“ sagði Einar. Gamla staðfesta heimsmetið var tæplega 501 tonn en Einar segir að breskur maður hafi lyft 520 tonnum síðasta haust. Markmiðið var því að fara yfir það. Einar hóf að lyfta um hádegið á laugardaginn og lyfti í heilan sólarhring. Hann sagði að gærmorguninn hafi verið ansi erfiður. „Við vorum á góðu róli og góðu plani til níu í gærmorgunn þegar við strönduðum. Þá gat ég næstum því ekki lyft stönginni upp meira. En við vorum búnir að vinna okkur þannig í haginn að við gátum farið niður í 45 kg og héldum sama plani,“ sagði Einar. Klippa: Bítið - Lyfti 528 tonnum Honum eru málefni barna hugleikin. „Stundum þurfum við að hlusta betur á þau. Þau hafa rödd og ekki draga þau í gegnum lífið á okkar forsendum. Flestir eru að gera allt rétt en bara út frá mér, maður er stundum að ströggla og gera mistök. Þannig fór ég að hugsa út í þetta.“ Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Einar vekur athygli á góðum málefnum með einhvers konar þrekraunum. Fyrir nokkrum árum réri hann til dæmis í 55 klukkutíma. „Eins og staðan var klukkan níu í gærmorgun hefði ég gert hitt allan daginn aftur frekar en að lyfta. En þetta var styttri tími,“ sagði Einar sem segist líða vel þrátt fyrir allar lyfturnar um helgina. „Mér líður ótrúlega vel en er alveg stífur og svoleiðis. Ég fór heim og lagði mig aðeins. Ég var reyndar ekki búinn að hitta börnin í rúman sólarhring þannig að maður gaf þeim tíma. Svo pantaði maður pizzu og hafði það gott“ sagði Einar. Kraftlyftingar Bítið Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Sjá meira
Einar lyfti sextíu og 45 kílóa stöng samtals 9.287 sinnum. Hann tileinkaði metið baráttunni fyrir velferð barna. Hann ræddi um afrekið í Bítinu á Bylgjunni. „Þetta er hvergi skráð í augnablikinu en við þurfum að skila doðranti af gögnum og upptöku og svoleiðis til að fá þetta skráð. Það tekur tólf vikur eða svo,“ sagði Einar. Gamla staðfesta heimsmetið var tæplega 501 tonn en Einar segir að breskur maður hafi lyft 520 tonnum síðasta haust. Markmiðið var því að fara yfir það. Einar hóf að lyfta um hádegið á laugardaginn og lyfti í heilan sólarhring. Hann sagði að gærmorguninn hafi verið ansi erfiður. „Við vorum á góðu róli og góðu plani til níu í gærmorgunn þegar við strönduðum. Þá gat ég næstum því ekki lyft stönginni upp meira. En við vorum búnir að vinna okkur þannig í haginn að við gátum farið niður í 45 kg og héldum sama plani,“ sagði Einar. Klippa: Bítið - Lyfti 528 tonnum Honum eru málefni barna hugleikin. „Stundum þurfum við að hlusta betur á þau. Þau hafa rödd og ekki draga þau í gegnum lífið á okkar forsendum. Flestir eru að gera allt rétt en bara út frá mér, maður er stundum að ströggla og gera mistök. Þannig fór ég að hugsa út í þetta.“ Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Einar vekur athygli á góðum málefnum með einhvers konar þrekraunum. Fyrir nokkrum árum réri hann til dæmis í 55 klukkutíma. „Eins og staðan var klukkan níu í gærmorgun hefði ég gert hitt allan daginn aftur frekar en að lyfta. En þetta var styttri tími,“ sagði Einar sem segist líða vel þrátt fyrir allar lyfturnar um helgina. „Mér líður ótrúlega vel en er alveg stífur og svoleiðis. Ég fór heim og lagði mig aðeins. Ég var reyndar ekki búinn að hitta börnin í rúman sólarhring þannig að maður gaf þeim tíma. Svo pantaði maður pizzu og hafði það gott“ sagði Einar.
Kraftlyftingar Bítið Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Sjá meira