Enski boltinn

„Ég kveikti á sjón­varpinu, sá tuttugu leik­menn í svipuðum treyjum og slökkti aftur“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Treyjurnar sem liðin léku í gær.
Treyjurnar sem liðin léku í gær. Oli Scarff/Getty

Það voru margir knattspyrnuáhugamenn sem voru ósáttir með treyjurnar sem Sheffield United og Chelsea spiluðu í er liðin mættust á Bramall Lane á sunnudagskvöldið.

Chelsea vann 2-1 sigur á Sheffield. Þetta var þriðji sigurinn í röð undir stjórn Thomas Tuchel og er hann með tíu stig úr fyrstu tólf leikjunum. Liðið hefur einungis fengið á sig eitt mark í fjórum leikjum.

Líkindi var með treyjum Chelsea og Sheffield United og hundrað þúsund litblindir sjónvarpsáhorfendur áttu í stökustu vandræðum með að sjá muninn á liðunum. Nokkrir þeirra fóru á Twitter og lýsti yfir óánægju sinni.

Daily Mail gerir þessu skil á vefsíðu sinni í gær en einn þeirra skrifar meðal annars: „Getur einhver með stærri heila en ég útskýrt fyrir mér hvernig þetta er betra en að Chelsea spili í sínum aðaltreyjum.“ Annar bætti við:

„Ég kveikti á sjónvarpinu, sá tuttugu leikmenn í svipuðum treyjum og einfaldlega slökkti aftur á sjónvarpinu. Ég pæli hvar ég geti fengið endurgreitt því það er ómögulegt að horfa á þetta sem ég hef borgað fyrir.“

Formaður Colour Blind Awareness segja að af þeim fimmtán hundruð þúsund sem horfa á Sky Sports á ensku úrvalsdeildina, þá séu um hundrað þúsund manns af þeim áhorfendur litblindir.


Tengdar fréttir

Tuchel sótti þrjú stig á Bramall Lane

Chelsea vann þriðja leik sinn í röð undir stjórn Thomas Tuchel þegar liðið heimsótti botnlið Sheffield United í síðasta leik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×