Utah Jazz hefur aldrei byrjað betur og þriðja tap Brooklyn Nets í röð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. febrúar 2021 07:31 Það er gaman hjá Utah Jazz þessa dagan en hér eru þeir Joe Ingles, Royce O'Neale, Bojan Bogdanovic, Rudy Gobert og Donovan Mitchell að fagna góðri sókn. AP/Michael Conroy Þríeykið hjá Brooklyn Nets var bara tvíeyki í nótt þegar liðið tapaði enn einum leiknum. Bestu liðin í Austrinu og Vestrinu, Philadelphia 76ers og Utah Jazz, unnu aftur á móti bæði sína leiki en bæði eru á mikilli siglingu. Brooklyn Nets er ekki að gera merkilega hluti án Kevin Durant sem er í sóttkví. Nets liðið tapaði 122-11 á móti Detroit Pistons í nótt eftir að hafa lent tólf stigum undir strax í fyrsta leikhluta og tuttugu stigum undir í fyrri hálfleiknum. Þetta var þriðja tap Brooklyn liðsins í röð. Saddiq Bey goes off for 1 5 in the 4th quarter to lift the @DetroitPistons! pic.twitter.com/zl6ZoNaMm2— NBA Draft (@NBADraft) February 10, 2021 Kyrie Irving kom til baka eftir eins leiks fjarveru og skoraði 27 stig og gaf 7 stoðsendingar. James Harden var með 24 stig og 12 stoðsendingar. Saman hittu þeir aðeins úr 3 af 13 þriggja stiga skotum. Næstu menn komu með 10 stig. Jerami Grant hefur aldrei skorað meira á ferlinum en hann var með 32 stig fyrir Pistons. Delon Wright var með 22 stig og 9 stoðsendingar. Mitchell to Gobert on back-to-back possessions to seal the 16th win in 17 games for the @utahjazz! #TakeNote pic.twitter.com/c8scCp3TxA— NBA (@NBA) February 10, 2021 Utah Jazz vann sinn fimmta leik í röð í nótt og þann sextánda í síðustu sautján leikum þegar Boston Celtics kom í heimsókn. Utah vann leikinn 122-108 en þetta var annað tap Boston í röð. Utah hefur unnið 20 af 25 fyrstu leikjum sínum sem er jöfnun á bestu byrjun í sögu félagsins. Hitt liðið sem byrjaði 20-5 var liðið frá 1996-97 með Karl Malone og John Stockton í fararbroddi en það lið fór alla leið í lokaúrslitin um NBA titilinn. Donovan Mitchell var algjörlega óstöðvandi á lokaspretti leiksins sem Utah Jazz vann 18-9. Mitchell endaði leikinn með 36 stig og 9 stoðsendingar, Joe Ingles var með 24 stig og Rudy Gobert skoraði 18 stig og tók 12 fráköst. Joel Embiid var öflugur þegar Philadelphia 76ers endaði fjögurra leikja sigurgöngu Sacramento Kings. Embiid var með 25 stig, 17 fráköst og 6 stoðsendingar en Seth Curry og Tobias Harris voru báðir með 22 stig. De'Aaron Fox var áfram í aðalhlutverki hjá Kings liðinu með 34 stig, 10 stoðsendingar og 6 fráköst. Philadelphia 76ers vann þarna sinn þriðja leik í röð og þann sjöunda í síðustu átta leikjum. Liðið er á toppnum í Austurdeildinni með eins sigurs forskot á Milwaukee Bucks. Steph kisses it off the glass and is up to 32 PTS!3rd quarter on NBA LP pic.twitter.com/yyEvnmh1AC— NBA (@NBA) February 10, 2021 Stephen Curry skoraði 32 stig fyrir Golden State Warriors í sannfærandi 114-91 útisigri á San Antonio Spurs en heimamenn voru fyrir leikinn búnir að vinna þrjá leiki í röð þar á meðal endurkomusigur á móti Warriors í fyrrakvöld. Þetta er það besta sem ég hef séð til hans hvað varðar sjálfstraust og styrk og þá er ég að segja eitthvað. Hann hefur tvisvar verið kosinn mikilvægasti leikmaður deildarinnar en ég held að ég hafi aldrei séð hann betri, sagði Steve Kerr, þjálfari Golden State Warriors, um Stephen Curry eftir leikinn. Curry er með 29,5 stig að meðaltali í leik í vetur. 14 PTS, 13 REB and this perfectly timed block for Josh Hart through 3 quarters!@HoustonRockets 81@PelicansNBA 924th quarter next on TNT pic.twitter.com/tzOmJIJZsF— NBA (@NBA) February 10, 2021 Josh Hart kom með 20 stig og 17 fráköst inn af bekknum þegar New Orleans Pelicans vann 130-101 heimasigur á Houston Rockets. Brandon Ingram skoraði 22 stig og Zion Williamson bætti við 20 stigum, 7 stoðsendingum og 5 fráköstum þrátt fyrir að spila bara í 20 mínútur vegna villuvandræða. John Wall skoraði 25 stig fyrir Houston og Eric Gordon bætti við 23 stigum en liðið tapaði sínum þriðja leik í röð. @drose returns to the @nyknicks with 14 PTS & 3 AST! pic.twitter.com/q4Jl6Lksek— NBA (@NBA) February 10, 2021 Dame (36 PTS) closes out the @trailblazers W from downtown! pic.twitter.com/dFPkF12iw7— NBA (@NBA) February 10, 2021 Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Utah Jazz - Boston Celtics 122-108 Sacramento Kings - Philadelphia 76ers 111-119 San Antonio Spurs - Golden State Warriors 91-114 Detroit Pistons - Brooklyn Nets 122-111 New Orleans Pelicans - Houston Rockets 130-101 Miami Heat - New York Knicks 98-96 Portland Trail Blazers - Orlando Magic 106-97 NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Körfubolti Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Fótbolti Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íslenski boltinn Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Enski boltinn „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti Dagskráin í dag: Breiðablik í Póllandi Sport Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Íslenski boltinn Fleiri fréttir Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjá meira
Brooklyn Nets er ekki að gera merkilega hluti án Kevin Durant sem er í sóttkví. Nets liðið tapaði 122-11 á móti Detroit Pistons í nótt eftir að hafa lent tólf stigum undir strax í fyrsta leikhluta og tuttugu stigum undir í fyrri hálfleiknum. Þetta var þriðja tap Brooklyn liðsins í röð. Saddiq Bey goes off for 1 5 in the 4th quarter to lift the @DetroitPistons! pic.twitter.com/zl6ZoNaMm2— NBA Draft (@NBADraft) February 10, 2021 Kyrie Irving kom til baka eftir eins leiks fjarveru og skoraði 27 stig og gaf 7 stoðsendingar. James Harden var með 24 stig og 12 stoðsendingar. Saman hittu þeir aðeins úr 3 af 13 þriggja stiga skotum. Næstu menn komu með 10 stig. Jerami Grant hefur aldrei skorað meira á ferlinum en hann var með 32 stig fyrir Pistons. Delon Wright var með 22 stig og 9 stoðsendingar. Mitchell to Gobert on back-to-back possessions to seal the 16th win in 17 games for the @utahjazz! #TakeNote pic.twitter.com/c8scCp3TxA— NBA (@NBA) February 10, 2021 Utah Jazz vann sinn fimmta leik í röð í nótt og þann sextánda í síðustu sautján leikum þegar Boston Celtics kom í heimsókn. Utah vann leikinn 122-108 en þetta var annað tap Boston í röð. Utah hefur unnið 20 af 25 fyrstu leikjum sínum sem er jöfnun á bestu byrjun í sögu félagsins. Hitt liðið sem byrjaði 20-5 var liðið frá 1996-97 með Karl Malone og John Stockton í fararbroddi en það lið fór alla leið í lokaúrslitin um NBA titilinn. Donovan Mitchell var algjörlega óstöðvandi á lokaspretti leiksins sem Utah Jazz vann 18-9. Mitchell endaði leikinn með 36 stig og 9 stoðsendingar, Joe Ingles var með 24 stig og Rudy Gobert skoraði 18 stig og tók 12 fráköst. Joel Embiid var öflugur þegar Philadelphia 76ers endaði fjögurra leikja sigurgöngu Sacramento Kings. Embiid var með 25 stig, 17 fráköst og 6 stoðsendingar en Seth Curry og Tobias Harris voru báðir með 22 stig. De'Aaron Fox var áfram í aðalhlutverki hjá Kings liðinu með 34 stig, 10 stoðsendingar og 6 fráköst. Philadelphia 76ers vann þarna sinn þriðja leik í röð og þann sjöunda í síðustu átta leikjum. Liðið er á toppnum í Austurdeildinni með eins sigurs forskot á Milwaukee Bucks. Steph kisses it off the glass and is up to 32 PTS!3rd quarter on NBA LP pic.twitter.com/yyEvnmh1AC— NBA (@NBA) February 10, 2021 Stephen Curry skoraði 32 stig fyrir Golden State Warriors í sannfærandi 114-91 útisigri á San Antonio Spurs en heimamenn voru fyrir leikinn búnir að vinna þrjá leiki í röð þar á meðal endurkomusigur á móti Warriors í fyrrakvöld. Þetta er það besta sem ég hef séð til hans hvað varðar sjálfstraust og styrk og þá er ég að segja eitthvað. Hann hefur tvisvar verið kosinn mikilvægasti leikmaður deildarinnar en ég held að ég hafi aldrei séð hann betri, sagði Steve Kerr, þjálfari Golden State Warriors, um Stephen Curry eftir leikinn. Curry er með 29,5 stig að meðaltali í leik í vetur. 14 PTS, 13 REB and this perfectly timed block for Josh Hart through 3 quarters!@HoustonRockets 81@PelicansNBA 924th quarter next on TNT pic.twitter.com/tzOmJIJZsF— NBA (@NBA) February 10, 2021 Josh Hart kom með 20 stig og 17 fráköst inn af bekknum þegar New Orleans Pelicans vann 130-101 heimasigur á Houston Rockets. Brandon Ingram skoraði 22 stig og Zion Williamson bætti við 20 stigum, 7 stoðsendingum og 5 fráköstum þrátt fyrir að spila bara í 20 mínútur vegna villuvandræða. John Wall skoraði 25 stig fyrir Houston og Eric Gordon bætti við 23 stigum en liðið tapaði sínum þriðja leik í röð. @drose returns to the @nyknicks with 14 PTS & 3 AST! pic.twitter.com/q4Jl6Lksek— NBA (@NBA) February 10, 2021 Dame (36 PTS) closes out the @trailblazers W from downtown! pic.twitter.com/dFPkF12iw7— NBA (@NBA) February 10, 2021 Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Utah Jazz - Boston Celtics 122-108 Sacramento Kings - Philadelphia 76ers 111-119 San Antonio Spurs - Golden State Warriors 91-114 Detroit Pistons - Brooklyn Nets 122-111 New Orleans Pelicans - Houston Rockets 130-101 Miami Heat - New York Knicks 98-96 Portland Trail Blazers - Orlando Magic 106-97 NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Utah Jazz - Boston Celtics 122-108 Sacramento Kings - Philadelphia 76ers 111-119 San Antonio Spurs - Golden State Warriors 91-114 Detroit Pistons - Brooklyn Nets 122-111 New Orleans Pelicans - Houston Rockets 130-101 Miami Heat - New York Knicks 98-96 Portland Trail Blazers - Orlando Magic 106-97
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Körfubolti Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Fótbolti Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íslenski boltinn Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Enski boltinn „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti Dagskráin í dag: Breiðablik í Póllandi Sport Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Íslenski boltinn Fleiri fréttir Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjá meira