NBA dagsins: Kyrie Irving sakar liðið sitt um meðalmennsku Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. febrúar 2021 15:00 Kyrie Irving og James Harden í tapleiknum á móti Detroit Pistons í nótt. Getty/Gregory Shamus Það voru miklar væntingar gerðar til liðs Brooklyn Nets í NBA deildinni í körfubolta eftir að James Harden fullkomnaði þríeykið með þeim Kyrie Irving og Kevin Durant. Tapleikirnir hafa hins vegar safnast óvænt upp og það gengur sérstaklega illa í leikjunum sem liðið á að vinna. Kyrie Irving og Kevin Durant ætluðu sér stóra hluti þegar þeir sameinuðust um að semja við Brooklyn Nets og þegar liðið fékk síðan James Harden í skiptum við Houston Rockets þá var komið á koppinn mjög athyglisvert tilraunaverkefni í New York borg. Geta þrír þessir þrír frábæru leikmenn unnið saman og búið til meistaralið? Það ætti að vera gott að vera með þrjá af bestu sóknarmönnum deildarinnar í sama liðið en þjálfarinn Steve Nash á enn nokkuð í land að fullmóta liðið sitt. Fjarveru Kevin Durant vegna kórnuveirumála er ekki að hjálpa til. Frammstaðan að undanförnu hefur vakið upp enn frekari áhyggjuraddir enda Net búið að tapa þremur leikjum í röð. Kyrie Irving var hálfpirraður á sínu liði eftir tapið í nótt. Hann skoraði 27 stig í leiknum en það var langt frá því að vera nóg. „Ég held ekki að við förum út á hverjum degi í okkar lífi og fórnum okkar tíma til að vera meðaljónar. Við lítum núna út fyrir að vera meðalmennskulið þrátt fyrir að vera með hæfileikana til að vera yfirburðarlið í þessum leikjum,“ sagði Kyrie Irving. Klippa: NBA dagsins (frá 9. febrúar 2021) Brooklyn Nets liðið hefur hingað til oftast verið í mjög góðum gír á móti bestu liðunum NBA-deildarinnar en liðið er aftur á móti í vandræðum á móti slakari liðunum. Þetta sannaðist enn á ný í nótt í tapi liðsins á móti Detroit Pistons. Nets hefur þannig unnið 7 af 8 leikjum sínum á móti liðum með fimmtíu prósent sigurhlutfall eða betra en á sama tíma hefur liðið tapað 11 af 18 leikum sínum á móti lélegu liðunum. Þessi slakari lið eru að skora 122 stig að meðaltali á Brooklyn Nets sem er það mesta í deildinni. „Við verðum að snúa við blaðinu. Það hefur ekki tekist ennþá en það mun takast. Ég lofa ykkur því að öll deildin mun taka eftir því þegar það gerist,“ sagði Kyrie Irving. Hér fyrir ofan má sjá myndband með svipmyndum frá leikjum í NBA-deildinni í nótt þar á meðal leik Detoit Pistons og Brooklyn Nets. Þar má einnig sjá sigur sextánda sigur Utah Jazz í síðustu sautján leikjum og flotta frammistöðu Steph Curry í sigri Golden State á San Antonio Spurs. Svo fylgja eins og vanalega bestu tilþrif næturinnar. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? Fótbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Keflavík - Njarðvík 93-83 | Montrétturinn Keflvíkinga Körfubolti ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fleiri fréttir „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Keflavík - Njarðvík 93-83 | Montrétturinn Keflvíkinga Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Toppliðið lék sér á lokakaflanum ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum Sjá meira
Kyrie Irving og Kevin Durant ætluðu sér stóra hluti þegar þeir sameinuðust um að semja við Brooklyn Nets og þegar liðið fékk síðan James Harden í skiptum við Houston Rockets þá var komið á koppinn mjög athyglisvert tilraunaverkefni í New York borg. Geta þrír þessir þrír frábæru leikmenn unnið saman og búið til meistaralið? Það ætti að vera gott að vera með þrjá af bestu sóknarmönnum deildarinnar í sama liðið en þjálfarinn Steve Nash á enn nokkuð í land að fullmóta liðið sitt. Fjarveru Kevin Durant vegna kórnuveirumála er ekki að hjálpa til. Frammstaðan að undanförnu hefur vakið upp enn frekari áhyggjuraddir enda Net búið að tapa þremur leikjum í röð. Kyrie Irving var hálfpirraður á sínu liði eftir tapið í nótt. Hann skoraði 27 stig í leiknum en það var langt frá því að vera nóg. „Ég held ekki að við förum út á hverjum degi í okkar lífi og fórnum okkar tíma til að vera meðaljónar. Við lítum núna út fyrir að vera meðalmennskulið þrátt fyrir að vera með hæfileikana til að vera yfirburðarlið í þessum leikjum,“ sagði Kyrie Irving. Klippa: NBA dagsins (frá 9. febrúar 2021) Brooklyn Nets liðið hefur hingað til oftast verið í mjög góðum gír á móti bestu liðunum NBA-deildarinnar en liðið er aftur á móti í vandræðum á móti slakari liðunum. Þetta sannaðist enn á ný í nótt í tapi liðsins á móti Detroit Pistons. Nets hefur þannig unnið 7 af 8 leikjum sínum á móti liðum með fimmtíu prósent sigurhlutfall eða betra en á sama tíma hefur liðið tapað 11 af 18 leikum sínum á móti lélegu liðunum. Þessi slakari lið eru að skora 122 stig að meðaltali á Brooklyn Nets sem er það mesta í deildinni. „Við verðum að snúa við blaðinu. Það hefur ekki tekist ennþá en það mun takast. Ég lofa ykkur því að öll deildin mun taka eftir því þegar það gerist,“ sagði Kyrie Irving. Hér fyrir ofan má sjá myndband með svipmyndum frá leikjum í NBA-deildinni í nótt þar á meðal leik Detoit Pistons og Brooklyn Nets. Þar má einnig sjá sigur sextánda sigur Utah Jazz í síðustu sautján leikjum og flotta frammistöðu Steph Curry í sigri Golden State á San Antonio Spurs. Svo fylgja eins og vanalega bestu tilþrif næturinnar. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? Fótbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Keflavík - Njarðvík 93-83 | Montrétturinn Keflvíkinga Körfubolti ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fleiri fréttir „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Keflavík - Njarðvík 93-83 | Montrétturinn Keflvíkinga Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Toppliðið lék sér á lokakaflanum ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum Sjá meira