Magnaður Mitchell ástæða þess að Utah er heitasta liðið í NBA deildinni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. febrúar 2021 23:30 Donovan Mitchell í leik Utah Jazz og Boston Celtics. Mitchell leiddi Utah til sigurs, þeirra 20. á tímabilinu. Alex Goodlett/Getty Images Utah Jazz er sem stendur besta liðið í NBA-deildinni í körfubolta með 20 sigra og aðeins fimm töp. Donovan Mitchell hefur verið þeirra besti maður en hann skoraði 36 stig í frábærum sigri á Boston Celtics fyrr í vikunni. Farið var yfir mikilvægi Mitchell í grein á íþróttamiðlinum The Athletic eftir magnaðan 122-108 sigur Jazz á Celtics. „Mitchell var besti leikmaður vallarins þegar hvað mest var undir. Hann var leikmaðurinn með mesta orkuna. Hann var leikmaðurinn sem tók skotin þegar þess þurfti. Hann var sá sem tók allar stóru ákvarðanirnar í sóknarleiknum,“ segir í greininni. 36 PTS (6 3PM), 9 AST 16th win in last 17 games W number 20 of the season@spidadmitchell and the @utahjazz stay hot with the victory vs. Boston! #TakeNote pic.twitter.com/e4eMvV6UFG— NBA (@NBA) February 10, 2021 Samherjar Mitchell hafa einnig verið frábærir það sem af er leiktíð. Þar má nefna Rudy Gobert, Joe Ingles, Bojan Bogdanovic, Mike Conley og jafnvel Jordan Clarkson sem hefur verið að koma inn af bekknum. Þrátt fyrir frábærar frammistöður þessara leikmanna er það Mitchell sem ákveður hversu hátt þak Utah Jazz er, hvort liðið geti virkilega barist um titilinn. Utah skoraði 122 stig gegn Celtics eins og áður kom fram. Þrátt fyrir það var varnarleikur Boston-manna ekki slæmur í leiknum, Mitchell var bara með svindlkóðann og var með svör við öllu sem Boston henti framan í hann. Sérstaklega undir lok leiks en Mitchell kom að 20 stigum á síðustu fimm mínútum leiksins. „Í fyrra eða árið þar á undan hefði ég ekki fundið Rudy undir lok leiks. Að vinna læknar allt. Ég held að við séum bara að vinna leiðir til að vinna leiki. Við viljum samt ekki aðeins vinna leiki í deildarkeppninni,“ sagði Mitchell eftir leikinn gegn Boston. Jazz datt út í oddaleik gegn Denver Nuggets á síðustu leiktíð, eitthvað sem Mitchell tók nærri sér. Hann var mættur aftur til æfinga aðeins nokkrum dögum síðar, bæði með bolta og svo í lyftingarsalnum. Hann lofaði sjálfum sér – og fjölmiðlum – að hann myndi aldrei detta aftur út í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. „Við höfum dottið út snemma tvö ár í röð. Við þurfum að komast í gegnum þá hindrun. Við viljum vinna meistaratitil.“ Stóra spurningin er hvort gott gengi Utah haldi áfram og hvort félagið geti komist loksins lengra en í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Körfubolti NBA Mest lesið Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Fleiri fréttir Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Sjá meira
Farið var yfir mikilvægi Mitchell í grein á íþróttamiðlinum The Athletic eftir magnaðan 122-108 sigur Jazz á Celtics. „Mitchell var besti leikmaður vallarins þegar hvað mest var undir. Hann var leikmaðurinn með mesta orkuna. Hann var leikmaðurinn sem tók skotin þegar þess þurfti. Hann var sá sem tók allar stóru ákvarðanirnar í sóknarleiknum,“ segir í greininni. 36 PTS (6 3PM), 9 AST 16th win in last 17 games W number 20 of the season@spidadmitchell and the @utahjazz stay hot with the victory vs. Boston! #TakeNote pic.twitter.com/e4eMvV6UFG— NBA (@NBA) February 10, 2021 Samherjar Mitchell hafa einnig verið frábærir það sem af er leiktíð. Þar má nefna Rudy Gobert, Joe Ingles, Bojan Bogdanovic, Mike Conley og jafnvel Jordan Clarkson sem hefur verið að koma inn af bekknum. Þrátt fyrir frábærar frammistöður þessara leikmanna er það Mitchell sem ákveður hversu hátt þak Utah Jazz er, hvort liðið geti virkilega barist um titilinn. Utah skoraði 122 stig gegn Celtics eins og áður kom fram. Þrátt fyrir það var varnarleikur Boston-manna ekki slæmur í leiknum, Mitchell var bara með svindlkóðann og var með svör við öllu sem Boston henti framan í hann. Sérstaklega undir lok leiks en Mitchell kom að 20 stigum á síðustu fimm mínútum leiksins. „Í fyrra eða árið þar á undan hefði ég ekki fundið Rudy undir lok leiks. Að vinna læknar allt. Ég held að við séum bara að vinna leiðir til að vinna leiki. Við viljum samt ekki aðeins vinna leiki í deildarkeppninni,“ sagði Mitchell eftir leikinn gegn Boston. Jazz datt út í oddaleik gegn Denver Nuggets á síðustu leiktíð, eitthvað sem Mitchell tók nærri sér. Hann var mættur aftur til æfinga aðeins nokkrum dögum síðar, bæði með bolta og svo í lyftingarsalnum. Hann lofaði sjálfum sér – og fjölmiðlum – að hann myndi aldrei detta aftur út í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. „Við höfum dottið út snemma tvö ár í röð. Við þurfum að komast í gegnum þá hindrun. Við viljum vinna meistaratitil.“ Stóra spurningin er hvort gott gengi Utah haldi áfram og hvort félagið geti komist loksins lengra en í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Körfubolti NBA Mest lesið Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Fleiri fréttir Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Sjá meira