Félagsleg undirboð Ingvar Mar Jónsson skrifar 12. febrúar 2021 13:00 Í efnahagsþrengingum leynast margvísleg vafasöm og varasöm tækifæri. Eitt af þeim er að þrýsta niður launakostnaði í fyrirtækjarekstri. Æ oftar berast fréttir af félagslegum undirboðum á Íslandi þar sem grafið er undan velferðarsamfélaginu. Birtingarmyndin er fátækt, búseta í óboðlegu húsnæði, lengri biðraðir í matarúthlutun góðgerðarfélaga, veikindi og uppgjöf. Fólk í neyð gerir oft ekki meiri kröfur til lífsins en einfaldlega að lifa af. Er ásættanlegt að sú neyð sé nýtt til þess að kreista verðmæti út úr lifandi mannverum með vafasömum og jafnvel ólögmætum hætti? Best er að búa í samfélagi þar sem allir hafa tækifæri til þess að lifa með reisn. Til þess að svo megi verða þá þarf umgjörð laga og reglna samfélagsins að vera í lagi en það er ekki nóg. Allir þurfa að spila eftir leikreglunum til þess að lífsleikurinn verði sanngjarn og að reisn ríki yfir hverju mannslífi. Mikilvægt er að við sem manneskjur setjum okkur sjálfum og öðrum heilbrigð mörk og að þau séu virt. Ef það er ekki gert þá mun blasa við óreiða, ringulreið og jafnvel glötun. Sömu lögmál gilda fyrir samfélagið í heild. Birtingarmynd glötunar samfélagsins gæti verið eitthvað á þessa leið: Fyrirtæki býður manneskju verktakasamning sem er mun lakari en lágmarkskjör kjarasamnings kveða á um. Kjörin duga ekki til þess að staðið verði undir öllum þeim kostnaði sem fylgir því að búa í samfélaginu sem manneskja með reisn. Með lægri launakostnaði hefur fyrirtækið skapað sér forskot á keppinauta sína sem spila eftir reglunum og virða þau mörk sem við setjum okkur sem samfélag. Hætta er á að þessi heiðarlegu fyrirtæki sjái sér engan annan kost í stöðunni en að bjóða starfsmönnum sínum ómannsæmandi kjör svo það megi lifa af í grimmum samkeppnisrekstri þar sem gerviverktaka er stunduð. Þannig gætu dómínókubbar velferðarsamfélagsins fallið hratt. Á vefsíðu Skattsins má sjá hvað það þýðir að vera gerviverktaki: Ef nánari skoðun á samningi aðila og framkvæmd hans leiðir í ljós að í raun sé um að ræða vinnusamning þótt hann sé kallaður verktakasamningur er um gerviverktöku að ræða. ·Innir viðkomandi verk af hendi fyrir einn aðila eða fleiri? – Verktakar taka að sér að vinna verk af tilteknum toga og bjóða almennt fram þjónustu sína á almennum markaði. Ef maður vinnur fyrir einn eða fáa bendir það frekar til þess að um vinnusamband sé að ræða en ekki verktakasamband. ·Hver leggur til aðstöðu, verkfæri, efni? – Ef kaupandi þjónustu leggur til aðstöðu, verkfæri og efni, eru meiri líkur á því að um vinnusamning sé að ræða. ·Er viðkomandi skyldur til að inna verk af hendi persónulega? – Verktakar taka að sér að inna ákveðið verk af hendi, en eru almennt ekki skyldugir til að inna verk af hendi persónulega þótt einhverjar undantekningar kunni að vera á því. Starfsmenn eru hins vegar skyldugir til að inna verk af hendi persónulega. ·Hver ábyrgist árangur verks? – Verktakar ábyrgjast árangur þeirra verka sem þeir taka að sér. Vinnuveitendur ábyrgjast árangur verka sem starfsmenn þeirra inna af hendi. ·Hver ber ábyrgð á tjóni? – Verktakar bera skaðabótaábyrgð valdi þeir tjóni við vinnu sína. Vinnuveitandi ber svokallaða vinnuveitandaábyrgð sem felur í sér að hann ber ábyrgð á tjóni sem starfsmaður hans veldur með saknæmum eða ólögmætum hætti á vinnutíma. ·Hver hefur stjórnunarrétt, s.s. ákveður hvar, hvernig og hvenær vinnan er unnin? – Verktakar hafa mun meira sjálfdæmi um það en starfsmenn hvar, hvernig og hvenær verk er unnið. ·Miðast greiðsla við árangur verks eða miðast greiðsla við tímaeiningu? – Almennt miðast greiðsla til verktaka við árangur verks en við tímaeiningu sé um launamann að ræða. Norrænt velferðarsamfélag hefur reynst okkur Íslendingum vel og hlutverk okkar samfélagsþegna er að standa vörð um það. Höfnum félagslegum undirboðum! Höfundur er stjórnarformaður Vinnumálastofnunar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun Skoðun Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Í efnahagsþrengingum leynast margvísleg vafasöm og varasöm tækifæri. Eitt af þeim er að þrýsta niður launakostnaði í fyrirtækjarekstri. Æ oftar berast fréttir af félagslegum undirboðum á Íslandi þar sem grafið er undan velferðarsamfélaginu. Birtingarmyndin er fátækt, búseta í óboðlegu húsnæði, lengri biðraðir í matarúthlutun góðgerðarfélaga, veikindi og uppgjöf. Fólk í neyð gerir oft ekki meiri kröfur til lífsins en einfaldlega að lifa af. Er ásættanlegt að sú neyð sé nýtt til þess að kreista verðmæti út úr lifandi mannverum með vafasömum og jafnvel ólögmætum hætti? Best er að búa í samfélagi þar sem allir hafa tækifæri til þess að lifa með reisn. Til þess að svo megi verða þá þarf umgjörð laga og reglna samfélagsins að vera í lagi en það er ekki nóg. Allir þurfa að spila eftir leikreglunum til þess að lífsleikurinn verði sanngjarn og að reisn ríki yfir hverju mannslífi. Mikilvægt er að við sem manneskjur setjum okkur sjálfum og öðrum heilbrigð mörk og að þau séu virt. Ef það er ekki gert þá mun blasa við óreiða, ringulreið og jafnvel glötun. Sömu lögmál gilda fyrir samfélagið í heild. Birtingarmynd glötunar samfélagsins gæti verið eitthvað á þessa leið: Fyrirtæki býður manneskju verktakasamning sem er mun lakari en lágmarkskjör kjarasamnings kveða á um. Kjörin duga ekki til þess að staðið verði undir öllum þeim kostnaði sem fylgir því að búa í samfélaginu sem manneskja með reisn. Með lægri launakostnaði hefur fyrirtækið skapað sér forskot á keppinauta sína sem spila eftir reglunum og virða þau mörk sem við setjum okkur sem samfélag. Hætta er á að þessi heiðarlegu fyrirtæki sjái sér engan annan kost í stöðunni en að bjóða starfsmönnum sínum ómannsæmandi kjör svo það megi lifa af í grimmum samkeppnisrekstri þar sem gerviverktaka er stunduð. Þannig gætu dómínókubbar velferðarsamfélagsins fallið hratt. Á vefsíðu Skattsins má sjá hvað það þýðir að vera gerviverktaki: Ef nánari skoðun á samningi aðila og framkvæmd hans leiðir í ljós að í raun sé um að ræða vinnusamning þótt hann sé kallaður verktakasamningur er um gerviverktöku að ræða. ·Innir viðkomandi verk af hendi fyrir einn aðila eða fleiri? – Verktakar taka að sér að vinna verk af tilteknum toga og bjóða almennt fram þjónustu sína á almennum markaði. Ef maður vinnur fyrir einn eða fáa bendir það frekar til þess að um vinnusamband sé að ræða en ekki verktakasamband. ·Hver leggur til aðstöðu, verkfæri, efni? – Ef kaupandi þjónustu leggur til aðstöðu, verkfæri og efni, eru meiri líkur á því að um vinnusamning sé að ræða. ·Er viðkomandi skyldur til að inna verk af hendi persónulega? – Verktakar taka að sér að inna ákveðið verk af hendi, en eru almennt ekki skyldugir til að inna verk af hendi persónulega þótt einhverjar undantekningar kunni að vera á því. Starfsmenn eru hins vegar skyldugir til að inna verk af hendi persónulega. ·Hver ábyrgist árangur verks? – Verktakar ábyrgjast árangur þeirra verka sem þeir taka að sér. Vinnuveitendur ábyrgjast árangur verka sem starfsmenn þeirra inna af hendi. ·Hver ber ábyrgð á tjóni? – Verktakar bera skaðabótaábyrgð valdi þeir tjóni við vinnu sína. Vinnuveitandi ber svokallaða vinnuveitandaábyrgð sem felur í sér að hann ber ábyrgð á tjóni sem starfsmaður hans veldur með saknæmum eða ólögmætum hætti á vinnutíma. ·Hver hefur stjórnunarrétt, s.s. ákveður hvar, hvernig og hvenær vinnan er unnin? – Verktakar hafa mun meira sjálfdæmi um það en starfsmenn hvar, hvernig og hvenær verk er unnið. ·Miðast greiðsla við árangur verks eða miðast greiðsla við tímaeiningu? – Almennt miðast greiðsla til verktaka við árangur verks en við tímaeiningu sé um launamann að ræða. Norrænt velferðarsamfélag hefur reynst okkur Íslendingum vel og hlutverk okkar samfélagsþegna er að standa vörð um það. Höfnum félagslegum undirboðum! Höfundur er stjórnarformaður Vinnumálastofnunar.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun