NBA dagsins: Skotsýning hjá Steph sem ætlar að láta verkin tala Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. febrúar 2021 15:01 Stephen Curry er að spila frábærlega þessa dagana. AP/Jeff Chiu Stephen Curry er ekki aðeins kominn aftur inn á völlinn eftir langtímameiðsli því hann er líka kominn aftur inn umræðuna um mikilvægasta leikmann NBA deildarinnar í körfubolta. Golden State Warriors vann 115-105 sigur á Orlando Magic í nótt og Stephen Curry var með 40 stig og tíu þrista í leiknum. Þetta þýðir að í síðustu átta leikjum er Stephen Curry með 35,3 stig að meðaltali og búinn að hitta úr 53 af 101 þriggja stiga skoti sínu sem er nýting upp á rúm 52 prósent. Golden State Warriors byrjaði illa en er að rétta út kútnum ekki síst vegna frammistöðu Curry. Steph hefur tvisvar sinnum verið kosinn bestur í deildinni en það voru tímabilin 2014-15 og 2015-16. „Leikur minn mun tala sínu máli. Ég ætla ekki að láta slíka umræðu trufla mig. Ég ætla að reyna að skila minni vinnu vel og svo sér allt hitt um sitt í lok tímabilsins,“ sagði Stephen Curry eftir leikinn. Þetta var sautjándi tíu þrista leikur Steph Curry á ferlinum og hann heldur áfram að bæta það met sitt. Klay Thompson er næstu með fimm leiki. Klippa: NBA dagsins (frá 11. febrúar 2021) Steve Kerr, þjálfari Golden State Warriors, var spurður út í það hvort Curry ætti að vera í umræðunni um mikilvægasta leikmann deildarinnar. „Ég tel svo vera. Hvernig er hann það ekki? Hann er út úr þessum heimi,“ sagði Kerr. Stephen Curry viðurkennir að þetta sé einn besti kaflinn á tólf ára ferli hans í NBA-deildinni. Hundrað prósent. Ég er samt ekki mikið að velta mér upp úr fortíðinni. Mér líður vel og í góðum takti. Því fylgir góð tilfinning og ég vil verða betri. Það er markmiðið,“ sagði Stephen Curry. Hér fyrir ofan má sjá myndband með svipmyndum frá stórleik Stephen Curry sem og myndir frá sigurleikjum Miami Heat og Boston Celtics. Í lokin eru síðan flottustu tilþrif næturinnar. NBA Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Formúla 1 Fleiri fréttir Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjá meira
Golden State Warriors vann 115-105 sigur á Orlando Magic í nótt og Stephen Curry var með 40 stig og tíu þrista í leiknum. Þetta þýðir að í síðustu átta leikjum er Stephen Curry með 35,3 stig að meðaltali og búinn að hitta úr 53 af 101 þriggja stiga skoti sínu sem er nýting upp á rúm 52 prósent. Golden State Warriors byrjaði illa en er að rétta út kútnum ekki síst vegna frammistöðu Curry. Steph hefur tvisvar sinnum verið kosinn bestur í deildinni en það voru tímabilin 2014-15 og 2015-16. „Leikur minn mun tala sínu máli. Ég ætla ekki að láta slíka umræðu trufla mig. Ég ætla að reyna að skila minni vinnu vel og svo sér allt hitt um sitt í lok tímabilsins,“ sagði Stephen Curry eftir leikinn. Þetta var sautjándi tíu þrista leikur Steph Curry á ferlinum og hann heldur áfram að bæta það met sitt. Klay Thompson er næstu með fimm leiki. Klippa: NBA dagsins (frá 11. febrúar 2021) Steve Kerr, þjálfari Golden State Warriors, var spurður út í það hvort Curry ætti að vera í umræðunni um mikilvægasta leikmann deildarinnar. „Ég tel svo vera. Hvernig er hann það ekki? Hann er út úr þessum heimi,“ sagði Kerr. Stephen Curry viðurkennir að þetta sé einn besti kaflinn á tólf ára ferli hans í NBA-deildinni. Hundrað prósent. Ég er samt ekki mikið að velta mér upp úr fortíðinni. Mér líður vel og í góðum takti. Því fylgir góð tilfinning og ég vil verða betri. Það er markmiðið,“ sagði Stephen Curry. Hér fyrir ofan má sjá myndband með svipmyndum frá stórleik Stephen Curry sem og myndir frá sigurleikjum Miami Heat og Boston Celtics. Í lokin eru síðan flottustu tilþrif næturinnar.
NBA Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Formúla 1 Fleiri fréttir Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjá meira