Fjölgum tækifærissinnum Indriði Stefánsson skrifar 13. febrúar 2021 15:01 Við mannfólkið búum yfir ýmsum eiginleikum. Einn þeirra er að sjá og nýta okkur möguleika. Við byggjum afkomu okkar í dag á þeim tækifærum sem voru nýtt í fortíðinni. Sum til góðs önnur ekki. Sum tækifæri eru samt þannig að þegar þau eru gripin skapast ný, sem oft nýtast öðrum. Á sama hátt geta ónýtt tækifæri leitt til stöðnunar. Tækifæri geta verið ýmis konar, til framþróunar, til endurnýtingar, til menntunar, til að vinna gegn hlýnun jarðar og svo má lengi telja. Stjórnmál snúast um möguleika Áður fyrr þurftu stjórnmálamenn að leysa mörg mál sjálfir og kjósendur beinlínis ætluðust til þess. En hvernig væri að við treystum á stærri hóp? Treysta frumkvöðlum, treysta kjósendum, treysta okkur öllum. Frumkvöðlar geta breytt heiminum, hafi þeir möguleika til þess, þær breytingar sem fjórða iðnbyltingin hefur leitt af sér hafa verið knúnar af tækifærum, þær breytingar hafa leitt til fleiri tækifæra. Stjórnmálamenn ættu að einbeita sér að því að skapa okkur þessa möguleika. Sköpum tækifæri Í dag höfum við aðgang að tækni sem okkur þykir sjálfsögð en væri töfrum líkast þó ekki væri farið nema nokkra áratugi aftur í tímann. Þrátt fyrir þetta þurfum við nú sem aldrei fyrr tækifæri, við þurfum tækifæri til nýrrar tækni, til sjálfbærni, til endurnýtingar, til valkosta án mengunar. Ef við nýtum ekki þessi tækifæri, förum við á mis við möguleika framtíðarinnar. Auðlindir Jarðar eru ekki óþrjótandi og því fyrr sem við náum að grípa inn í hlýnun Jarðar þeim mun betri lífsgæði munu bjóðast og þeim mun fleiri tækifæri mun okkur bjóðast í framtíðinni. Krefjumst breytinga Í haust gefst okkur möguleiki á að velja upp á nýtt á Alþingi. Mér þykir líklegt að á næstu mánuðum finni stjórnmálamenn ýmis konar lausnir á alls konar vandamálum og verði til þjónustu reiðubúnir að leysa þau, fyrir eins og eitt atkvæði. Mig langar að stinga upp á að við treystum á hvort annað og okkur sjálf að við krefjumst breytinga að stjórnmálamenn skapi okkur Þessi tækifæri sem við þurfum svo nauðsynlega á að halda. Kjósum breytingar Við getum fundið þessar lausnir sem við þurfum fáum við möguleika til þess. En þeim mun fleiri tækifæri sem glatast þeim mun erfiðari verða vandamálin og tíminn vinnur ekki með okkur. Kjósum breytingar og kjósum fólk sem er reiðubúið að skapa þessi tækifæri. Tækifæri til að skapa þá bestu mögulegu framtíð sem okkur býðst. Annars er hætt við að eftir fjögur ár munum við óska þess að hafa byrjað núna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Indriði Stefánsson Alþingiskosningar 2021 Píratar Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Við mannfólkið búum yfir ýmsum eiginleikum. Einn þeirra er að sjá og nýta okkur möguleika. Við byggjum afkomu okkar í dag á þeim tækifærum sem voru nýtt í fortíðinni. Sum til góðs önnur ekki. Sum tækifæri eru samt þannig að þegar þau eru gripin skapast ný, sem oft nýtast öðrum. Á sama hátt geta ónýtt tækifæri leitt til stöðnunar. Tækifæri geta verið ýmis konar, til framþróunar, til endurnýtingar, til menntunar, til að vinna gegn hlýnun jarðar og svo má lengi telja. Stjórnmál snúast um möguleika Áður fyrr þurftu stjórnmálamenn að leysa mörg mál sjálfir og kjósendur beinlínis ætluðust til þess. En hvernig væri að við treystum á stærri hóp? Treysta frumkvöðlum, treysta kjósendum, treysta okkur öllum. Frumkvöðlar geta breytt heiminum, hafi þeir möguleika til þess, þær breytingar sem fjórða iðnbyltingin hefur leitt af sér hafa verið knúnar af tækifærum, þær breytingar hafa leitt til fleiri tækifæra. Stjórnmálamenn ættu að einbeita sér að því að skapa okkur þessa möguleika. Sköpum tækifæri Í dag höfum við aðgang að tækni sem okkur þykir sjálfsögð en væri töfrum líkast þó ekki væri farið nema nokkra áratugi aftur í tímann. Þrátt fyrir þetta þurfum við nú sem aldrei fyrr tækifæri, við þurfum tækifæri til nýrrar tækni, til sjálfbærni, til endurnýtingar, til valkosta án mengunar. Ef við nýtum ekki þessi tækifæri, förum við á mis við möguleika framtíðarinnar. Auðlindir Jarðar eru ekki óþrjótandi og því fyrr sem við náum að grípa inn í hlýnun Jarðar þeim mun betri lífsgæði munu bjóðast og þeim mun fleiri tækifæri mun okkur bjóðast í framtíðinni. Krefjumst breytinga Í haust gefst okkur möguleiki á að velja upp á nýtt á Alþingi. Mér þykir líklegt að á næstu mánuðum finni stjórnmálamenn ýmis konar lausnir á alls konar vandamálum og verði til þjónustu reiðubúnir að leysa þau, fyrir eins og eitt atkvæði. Mig langar að stinga upp á að við treystum á hvort annað og okkur sjálf að við krefjumst breytinga að stjórnmálamenn skapi okkur Þessi tækifæri sem við þurfum svo nauðsynlega á að halda. Kjósum breytingar Við getum fundið þessar lausnir sem við þurfum fáum við möguleika til þess. En þeim mun fleiri tækifæri sem glatast þeim mun erfiðari verða vandamálin og tíminn vinnur ekki með okkur. Kjósum breytingar og kjósum fólk sem er reiðubúið að skapa þessi tækifæri. Tækifæri til að skapa þá bestu mögulegu framtíð sem okkur býðst. Annars er hætt við að eftir fjögur ár munum við óska þess að hafa byrjað núna.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun