Hvað ert þú að gera ? Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar 15. febrúar 2021 16:02 „Nú drekk ég morgunkaffibollann í vinnunni“ sagði kona mér ánægð eftir að hennar atvinnuleit endaði með atvinnutækifæri. Því miður erum við öll ekki það lánsöm, það er átakanleg staðreynd að hér á landi eru nú ríflega tuttugu þúsund vinnufúsir einstaklingar sem ekki fá tækifæri til að láta til sín taka á vinnumarkaði. Af þeim búa ríflega áttaþúsund í Reykjavík en atvinnuleysi í borginni hefur ríflega tvöfaldast á einu ári. Á sama tíma hefur þeim fjölgað verulega sem eru atvinnulaus og án bótaréttar og þurfa því að reiða sig á fjárhagsaðstoð borgarinnar til framfærslu. Í báðum þessum hópum er stór hluti fólk með erlent ríkisfang og stór hluti ungt fólk. Það er erfitt að vera utan vinnumarkaðar og það getur verið skaðlegt heilsu og líðan fólks, álag á fjölskyldur og samfélagið allt ef ástandið varir í lengri tíma. Borgarstjórn hefur því samþykkt samhljóða að koma á fót atvinnu- og virknimiðlun sem mun halda utan um þær aðgerðir sem ráðist verður í til að mæta stöðu á vinnumarkaði næstu tvö árin. Í fyrsta áfanga verða sköpuð tvöhundruð störf, annarsvegar hundrað og fimmtíu störf og stuðningur fyrir einstaklinga sem eru án atvinnu og með bótarétt, og hins vegar 50 störf fyrir vinnufæra einstaklinga sem eiga ekki rétt á atvinnuleysisbótum og fá fjárhagsaðstoð til framfærslu. Með skilvirkri atvinnu- og virknimiðlun er hægt að minnka flækjustig, einfalda utanumhald og gefa fólki fleiri tækifæri sem getur skipt sköpum í þessum erfiðu aðstæðum. Unnið verður með þriðja geiranum, ríkisstofnunum og fyrirtækjum í borginni. Við erum á sama tíma að auka möguleika fólks til virkni eða bata, því hjá sumum okkar er atvinna ekki næsta skref. Í síðustu viku ákváðum við að rýmka viðmið um sérstakan húsnæðisstuðning fyrir tekjulágt fólk á vinnumarkaði og á næstu vikum munum við leggja fyrir nýjar reglur um fjárhagsaðstoð þar sem stóra fréttin verður trygging á þjónustu fyrir börn þeirra sem fá fjárhagsaðstoð til framfærslu. Ein algengasta spurningin þegar fólk hittist er „hvað ert þú að gera?“ það skiptir máli að skapa öllum tækifæri til að svara þeirri spurningu með gleði. Það skiptir líka máli að Reykvíkingar finni það að við erum öll í sama liði, þó þessir erfiðu tímar snerti okkur vissulega með mismunandi hætti. Það er hlutverk stjórnvalda að jafna stöðu fólks og vinna gegn þeim ójöfnuði sem þessi ójafnaðarkreppa skapar. Það verkefni tekjur Samfylkingin alvarlega. Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiða Björg Hilmisdóttir Samfylkingin Vinnumarkaður Reykjavík Mest lesið Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Sjá meira
„Nú drekk ég morgunkaffibollann í vinnunni“ sagði kona mér ánægð eftir að hennar atvinnuleit endaði með atvinnutækifæri. Því miður erum við öll ekki það lánsöm, það er átakanleg staðreynd að hér á landi eru nú ríflega tuttugu þúsund vinnufúsir einstaklingar sem ekki fá tækifæri til að láta til sín taka á vinnumarkaði. Af þeim búa ríflega áttaþúsund í Reykjavík en atvinnuleysi í borginni hefur ríflega tvöfaldast á einu ári. Á sama tíma hefur þeim fjölgað verulega sem eru atvinnulaus og án bótaréttar og þurfa því að reiða sig á fjárhagsaðstoð borgarinnar til framfærslu. Í báðum þessum hópum er stór hluti fólk með erlent ríkisfang og stór hluti ungt fólk. Það er erfitt að vera utan vinnumarkaðar og það getur verið skaðlegt heilsu og líðan fólks, álag á fjölskyldur og samfélagið allt ef ástandið varir í lengri tíma. Borgarstjórn hefur því samþykkt samhljóða að koma á fót atvinnu- og virknimiðlun sem mun halda utan um þær aðgerðir sem ráðist verður í til að mæta stöðu á vinnumarkaði næstu tvö árin. Í fyrsta áfanga verða sköpuð tvöhundruð störf, annarsvegar hundrað og fimmtíu störf og stuðningur fyrir einstaklinga sem eru án atvinnu og með bótarétt, og hins vegar 50 störf fyrir vinnufæra einstaklinga sem eiga ekki rétt á atvinnuleysisbótum og fá fjárhagsaðstoð til framfærslu. Með skilvirkri atvinnu- og virknimiðlun er hægt að minnka flækjustig, einfalda utanumhald og gefa fólki fleiri tækifæri sem getur skipt sköpum í þessum erfiðu aðstæðum. Unnið verður með þriðja geiranum, ríkisstofnunum og fyrirtækjum í borginni. Við erum á sama tíma að auka möguleika fólks til virkni eða bata, því hjá sumum okkar er atvinna ekki næsta skref. Í síðustu viku ákváðum við að rýmka viðmið um sérstakan húsnæðisstuðning fyrir tekjulágt fólk á vinnumarkaði og á næstu vikum munum við leggja fyrir nýjar reglur um fjárhagsaðstoð þar sem stóra fréttin verður trygging á þjónustu fyrir börn þeirra sem fá fjárhagsaðstoð til framfærslu. Ein algengasta spurningin þegar fólk hittist er „hvað ert þú að gera?“ það skiptir máli að skapa öllum tækifæri til að svara þeirri spurningu með gleði. Það skiptir líka máli að Reykvíkingar finni það að við erum öll í sama liði, þó þessir erfiðu tímar snerti okkur vissulega með mismunandi hætti. Það er hlutverk stjórnvalda að jafna stöðu fólks og vinna gegn þeim ójöfnuði sem þessi ójafnaðarkreppa skapar. Það verkefni tekjur Samfylkingin alvarlega. Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun