Enski boltinn

Lingard segist ekki hafa fengið tæki­færi hjá Sol­skjær

Anton Ingi Leifsson skrifar
Lingard fagnar ásamt nýju liðsfélögum sínum, Ryan Fredericks og Tomas Soucek, í sigrinum á Aston Villa.
Lingard fagnar ásamt nýju liðsfélögum sínum, Ryan Fredericks og Tomas Soucek, í sigrinum á Aston Villa. Shaun Botterill/Getty Images

Jesse Lingard er ánægður með skiptin til West Ham en Englendingurinn kom að láni til Hamranna í síðasta mánuði frá uppeldisfélaginu Manchester United.

Lingard byrjaði heldur betur af krafti því hann skoraði tvö mörk í fyrsta leiknum sínum fyrir félagið er þeir unnu útisigur gegn Aston Villa.

Enski miðjumaðurinn segir mikilvægt fyrir sig að byrja aftur að spila fótbolta reglulega og fannst hann ekki fá þau tækifæri sem hann átti skilið hjá stjóra Manchester United, Ole Gunnar Solskjær.

„Á þessum aldri þá snýst þetta um að spila reglulega og sýna fólki hvað þú getur,“ sagði Lingard fyrir leik West Ham gegn Sheffield United sem nú er í gangi.

„Ég er kominn hingað til að spila, hjálpa liðinu og vinna leiki. Vonandi getum við það. Síðan sjáum við til í lok tímabilsins en núna snýst þetta um að brosa, njóta boltans og finna gamla Jesse.“

„Það er fullt af hæðum og lægðum í fótboltanum og fólk fer í gegnum mismunandi hluti. Það er ekki bara bein lína á toppinn. Fólk lendir í áföllum, sem venjulegt fólk sér ekki, og margt gerist baka til.“

„Í útgöngubanninu rifjaði ég upp mín bestu augnablik í fótboltanum. Tímabilið undir Mourinho þar sem ég skoraði öll þessi mörk og fór á HM. Svo byrjaði ég vel undir Ole Gunnar.“

„Ég kom til baka í mínu besta formi eftir útgöngubannið og fékk ekki tækifærið sem ég var að bíða eftir. Þó að ég hafi ekki verið að spila var ég að æfa aukalega og halda mér í formi. Svo fyrir mér snýst þetta um að leggja mikið á sig og vilja þetta,“ sagði Lingard.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×