Utah vann uppgjör bestu liða vesturs og austurs Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. febrúar 2021 08:02 Jordan Clarkson héldu engin bönd gegn Philadelphia 76ers. getty/Alex Goodlett Utah Jazz vann Philadelphia 76ers, 134-123, í uppgjöri toppliða Vestur- og Austurdeildarinnar í NBA í nótt. Þetta var áttundi sigur Utah í röð og nítjándi sigur liðsins í síðustu tuttugu leikjum. Jordan Clarkson skoraði fjörutíu stig af bekknum fyrir Utah sem hefur verið heitasta lið NBA-deildarinnar undanfarnar vikur. Donovan Mitchell skoraði 24 stig og Joe Ingles tuttugu. 40 PTS, 8 3PM for @JordanClarksons 1st UTA player w/ 8 3s off the benchJordan Clarkson leads the @utahjazz to their 19th win in 20 games! pic.twitter.com/If51imbBsx— NBA (@NBA) February 16, 2021 Ben Simmons setti persónulegt met með því að skora 42 stig fyrir Philadelphia sem er enn á toppi Austurdeildarinnar þrátt fyrir þrjú töp í röð. Simmons tók einnig níu fráköst og gaf tólf stoðsendingar í leiknum. Joel Embiid lék ekki með Philadelphia í nótt vegna meiðsla. Career-high 4 2 for @BenSimmons25! pic.twitter.com/kLOi1f5REL— NBA (@NBA) February 16, 2021 Kyrie Irving skoraði fjörutíu stig þegar Brooklyn Nets sigraði Sacramento Kings, 125-136. Hann hitti úr níu af ellefu þriggja stiga skotum sínum. Alls setti Brooklyn niður 27 þrista í leiknum sem er félagsmet. 40 points on 22 shots 9 threes on 11 attempts@KyrieIrving couldn't miss in the BKN win. pic.twitter.com/aQoLiyVNeF— NBA (@NBA) February 16, 2021 James Harden var með myndarlega þrefalda tvennu fyrir Brooklyn: 29 stig, þrettán fráköst og fjórtán stoðsendingar. Hassan Whiteside skoraði 26 stig og tók sextán fráköst fyrir Sacramento. Stephen Curry var með 36 stig í sigri Golden State Warriors á Cleveland Cavaliers, 129-98. Curry hitti úr sjö af ellefu þriggja stiga skotum sínum í leiknum. Golden State er í áttunda sæti Vesturdeildarinnar eftir að hafa verið slakasta lið hennar á síðasta tímabili þegar Curry var fjarri góðu gamni vegna meiðsla. That Draymond-Steph connection. @Money23Green: 16 assists@StephenCurry30: 36 points pic.twitter.com/yyiyh6BStr— NBA (@NBA) February 16, 2021 Los Angeles Clippers vann fjórða leikinn í röð er liðið bar sigurorð af Miami Heat, 125-118, á heimavelli. Paul George og Kawhi Leonard léku ekki með Clippers í nótt. Marcus Morris skoraði 32 stig fyrir heimamenn og Ivica Zubac var með 22 stig og átta fráköst af bekknum. Jimmy Butler skoraði þrjátíu stig fyrir Miami, tók tíu fráköst og gaf tíu stoðsendingar. Úrslitin í nótt Utah 134-123 Philadelphia Sacramento 125-136 Brooklyn Golden State 129-98 Cleveland LA Clippers 125-118 Miami Indiana 112-120 Chicago Washington 131-119 Houston NY Knicks 123-112 Atlanta NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Semenya hættir baráttu sinni Sport Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fótbolti Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé Sport „Það var smá stress og drama“ Handbolti Fleiri fréttir De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Sjá meira
Jordan Clarkson skoraði fjörutíu stig af bekknum fyrir Utah sem hefur verið heitasta lið NBA-deildarinnar undanfarnar vikur. Donovan Mitchell skoraði 24 stig og Joe Ingles tuttugu. 40 PTS, 8 3PM for @JordanClarksons 1st UTA player w/ 8 3s off the benchJordan Clarkson leads the @utahjazz to their 19th win in 20 games! pic.twitter.com/If51imbBsx— NBA (@NBA) February 16, 2021 Ben Simmons setti persónulegt met með því að skora 42 stig fyrir Philadelphia sem er enn á toppi Austurdeildarinnar þrátt fyrir þrjú töp í röð. Simmons tók einnig níu fráköst og gaf tólf stoðsendingar í leiknum. Joel Embiid lék ekki með Philadelphia í nótt vegna meiðsla. Career-high 4 2 for @BenSimmons25! pic.twitter.com/kLOi1f5REL— NBA (@NBA) February 16, 2021 Kyrie Irving skoraði fjörutíu stig þegar Brooklyn Nets sigraði Sacramento Kings, 125-136. Hann hitti úr níu af ellefu þriggja stiga skotum sínum. Alls setti Brooklyn niður 27 þrista í leiknum sem er félagsmet. 40 points on 22 shots 9 threes on 11 attempts@KyrieIrving couldn't miss in the BKN win. pic.twitter.com/aQoLiyVNeF— NBA (@NBA) February 16, 2021 James Harden var með myndarlega þrefalda tvennu fyrir Brooklyn: 29 stig, þrettán fráköst og fjórtán stoðsendingar. Hassan Whiteside skoraði 26 stig og tók sextán fráköst fyrir Sacramento. Stephen Curry var með 36 stig í sigri Golden State Warriors á Cleveland Cavaliers, 129-98. Curry hitti úr sjö af ellefu þriggja stiga skotum sínum í leiknum. Golden State er í áttunda sæti Vesturdeildarinnar eftir að hafa verið slakasta lið hennar á síðasta tímabili þegar Curry var fjarri góðu gamni vegna meiðsla. That Draymond-Steph connection. @Money23Green: 16 assists@StephenCurry30: 36 points pic.twitter.com/yyiyh6BStr— NBA (@NBA) February 16, 2021 Los Angeles Clippers vann fjórða leikinn í röð er liðið bar sigurorð af Miami Heat, 125-118, á heimavelli. Paul George og Kawhi Leonard léku ekki með Clippers í nótt. Marcus Morris skoraði 32 stig fyrir heimamenn og Ivica Zubac var með 22 stig og átta fráköst af bekknum. Jimmy Butler skoraði þrjátíu stig fyrir Miami, tók tíu fráköst og gaf tíu stoðsendingar. Úrslitin í nótt Utah 134-123 Philadelphia Sacramento 125-136 Brooklyn Golden State 129-98 Cleveland LA Clippers 125-118 Miami Indiana 112-120 Chicago Washington 131-119 Houston NY Knicks 123-112 Atlanta NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Utah 134-123 Philadelphia Sacramento 125-136 Brooklyn Golden State 129-98 Cleveland LA Clippers 125-118 Miami Indiana 112-120 Chicago Washington 131-119 Houston NY Knicks 123-112 Atlanta
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Semenya hættir baráttu sinni Sport Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fótbolti Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé Sport „Það var smá stress og drama“ Handbolti Fleiri fréttir De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Sjá meira