Ragnar Þór hvorki sakborningur né vitni í veiðiþjófnaðarmáli Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. febrúar 2021 12:11 Ragnar Þór Ingólfsson krefur Fréttablaðið um afsökunarbeiðni vegna fréttaflutnings af meintum þætti hans í ólöglegri netalagningu. Vísir/vilhelm Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR hefur hvorki stöðu sakbornings né vitnis í rannsókn lögreglu á Suðurlandi á meintri ólöglegri netalögn, sem kærð hefur verið til embættisins. Hann krefst þess að Fréttablaðið dragi umfjöllun sína um málið tafarlaust til baka og biðji sig afsökunar. Fram kom í frétt Fréttablaðsins í morgun að veiðiþjófnaður á landi Seðlabanka Íslands á Suðurlandi hefði verið kærður til lögreglu fyrr í vetur. Blaðið hafði eftir heimildum sínum að Ragnar Þór hefði verið í hópi þriggja manna sem staðinn hefði verið að ólögregri netalögn. Ragnar Þór neitaði þó allri aðkomu að málinu í samtali við blaðið. Lögregla á Suðurlandi staðfesti við Fréttablaðið að kæra hefði borist vegna ólöglegrar netalagnar í Holtsá, sem fellur í Skaftá. Ragnar Þór hefur hvorki stöðu sakbornings né vitnis í tengslum við málið, að því er fram kemur í svari R. Brynju Sverrisdóttur, aðalvarðstjóra hjá lögreglu á Suðurlandi, við fyrirspurn Ragnars Þórs sjálfs í morgun. Daniel Isebarn Ágústsson lögmaður Ragnars sendi fjölmiðlum afrit af svari Brynju, sem sjá má í heild hér fyrir neðan. Vegna fyrirspurnar þinnar get ég svarað því til, að samkvæmt gögnum málsins er varðar meintan veiðiþjófnað og/eða ólöglega netaveiði í Holtsá, þá get ég staðfest, Ragnar Þór, að þú ert hvorki skráður sem sakborningur né vitni í tengslum við þetta mál. Krefst leiðréttingar og afsökunarbeiðni Í öðru bréfi sem Daníel sendi Torgi og öðrum fjölmiðlum fullyrðir hann að þessar upplýsingar frá lögreglu hafilegið fyrir þegar Fréttablaðsins var unnin. Ragnar Þór sé ranglega bendlaður við málið. Daníel telur að með fréttaflutningi sínum hafi Fréttablaðið brotið gegn siðareglum blaðamanna og ákvæði fjölmiðlalaga. Þess sé því krafist að allir miðlar Torgs fjarlægi umfjallanir sínar um að Ragnar Þór hafi staðið að ólöglegu netalögninni, leiðrétti og dragi þær til baka. Þá sé krafist að Ragnar Þór verði beðinn afsökunar á umfjölluninni. „Verði ekki orðið við framangreindum kröfum mun Ragnar Þór neyðast til þess að láta reyna á framangreind ákvæði um skyldur blaðamanna og fjölmiðla.“ Fjölmiðlar Lögreglumál Skaftárhreppur Formannskjör í VR Tengdar fréttir Hyggst svara forsíðufrétt Fréttablaðsins með stefnu Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR hyggst stefna Fréttablaðinu vegna fréttar um meintan veiðiþjófnað sem birtist í blaðinu í morgun. Hann segir fréttaflutninginn „ófrægingarherferð“ gagnvart sér og telur tímasetningu birtingarinnar athyglisverða í ljósi væntanlegra formannskosninga hjá VR. 16. febrúar 2021 09:11 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Fleiri fréttir Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Sjá meira
Fram kom í frétt Fréttablaðsins í morgun að veiðiþjófnaður á landi Seðlabanka Íslands á Suðurlandi hefði verið kærður til lögreglu fyrr í vetur. Blaðið hafði eftir heimildum sínum að Ragnar Þór hefði verið í hópi þriggja manna sem staðinn hefði verið að ólögregri netalögn. Ragnar Þór neitaði þó allri aðkomu að málinu í samtali við blaðið. Lögregla á Suðurlandi staðfesti við Fréttablaðið að kæra hefði borist vegna ólöglegrar netalagnar í Holtsá, sem fellur í Skaftá. Ragnar Þór hefur hvorki stöðu sakbornings né vitnis í tengslum við málið, að því er fram kemur í svari R. Brynju Sverrisdóttur, aðalvarðstjóra hjá lögreglu á Suðurlandi, við fyrirspurn Ragnars Þórs sjálfs í morgun. Daniel Isebarn Ágústsson lögmaður Ragnars sendi fjölmiðlum afrit af svari Brynju, sem sjá má í heild hér fyrir neðan. Vegna fyrirspurnar þinnar get ég svarað því til, að samkvæmt gögnum málsins er varðar meintan veiðiþjófnað og/eða ólöglega netaveiði í Holtsá, þá get ég staðfest, Ragnar Þór, að þú ert hvorki skráður sem sakborningur né vitni í tengslum við þetta mál. Krefst leiðréttingar og afsökunarbeiðni Í öðru bréfi sem Daníel sendi Torgi og öðrum fjölmiðlum fullyrðir hann að þessar upplýsingar frá lögreglu hafilegið fyrir þegar Fréttablaðsins var unnin. Ragnar Þór sé ranglega bendlaður við málið. Daníel telur að með fréttaflutningi sínum hafi Fréttablaðið brotið gegn siðareglum blaðamanna og ákvæði fjölmiðlalaga. Þess sé því krafist að allir miðlar Torgs fjarlægi umfjallanir sínar um að Ragnar Þór hafi staðið að ólöglegu netalögninni, leiðrétti og dragi þær til baka. Þá sé krafist að Ragnar Þór verði beðinn afsökunar á umfjölluninni. „Verði ekki orðið við framangreindum kröfum mun Ragnar Þór neyðast til þess að láta reyna á framangreind ákvæði um skyldur blaðamanna og fjölmiðla.“
Vegna fyrirspurnar þinnar get ég svarað því til, að samkvæmt gögnum málsins er varðar meintan veiðiþjófnað og/eða ólöglega netaveiði í Holtsá, þá get ég staðfest, Ragnar Þór, að þú ert hvorki skráður sem sakborningur né vitni í tengslum við þetta mál.
Fjölmiðlar Lögreglumál Skaftárhreppur Formannskjör í VR Tengdar fréttir Hyggst svara forsíðufrétt Fréttablaðsins með stefnu Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR hyggst stefna Fréttablaðinu vegna fréttar um meintan veiðiþjófnað sem birtist í blaðinu í morgun. Hann segir fréttaflutninginn „ófrægingarherferð“ gagnvart sér og telur tímasetningu birtingarinnar athyglisverða í ljósi væntanlegra formannskosninga hjá VR. 16. febrúar 2021 09:11 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Fleiri fréttir Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Sjá meira
Hyggst svara forsíðufrétt Fréttablaðsins með stefnu Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR hyggst stefna Fréttablaðinu vegna fréttar um meintan veiðiþjófnað sem birtist í blaðinu í morgun. Hann segir fréttaflutninginn „ófrægingarherferð“ gagnvart sér og telur tímasetningu birtingarinnar athyglisverða í ljósi væntanlegra formannskosninga hjá VR. 16. febrúar 2021 09:11