„Veistu hvað kostar að reka þetta fólk?“ Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir skrifar 17. febrúar 2021 10:00 Flest fatlað fólk þekkir þá vondu tilfinningu að um það sé rætt eins og byrði á samfélaginu. Ég hef verið í hjólastól síðan ég fæddist, og er þar af leiðandi sérfræðingur í kostnaði hinna ýmsu ríkisstofnana við að „reka mig“ eins og fleygt hefur verið fram í umræðunni um stöðu fjárhagsstöðu sveitarfélaga. Ég veit hvað hjálpartækin mín kosta, ég man gróflega hvað hjálpartæki sem mér hefur verið úthlutað síðasta áratug kosta. Ég veit hvað það kostar að veita mér aðstoð á mánuði. Ég veit hvað aðgengislagfæringar sem hafa verið gerðar „vegna mín“ hér og þar kosta. Okkur er nefnilega tíðrætt um hvað fatlað fólk sé dýrt í rekstri og hið opinbera hefur af einhverjum ástæðum haft þá stefnu að fatlað fólk og aðrir viti nákvæmlega hvað það kostar ríkissjóð og sveitarfélög að veita fötluðu fólki þá þjónustu sem það á rétt á samkvæmt lögum. Hvað kostar barnið þitt? Við þiggjum öll margs konar þjónustu og stuðning frá ríki og sveitarfélögum en mjög sjaldan er okkur sagt hvað við kostum. Þú sérð ekki flennistórt skilti á mislægum gatnamótum um hvað framkvæmdin kostaði og foreldrar leikskólabarna fá ekki reikning með sundurliðun yfir hvað sú margvíslega þjónusta sem börn fá innan veggja leikskólans kostar. Sem betur fer ekki! Hugmyndir velferðarsamfélagsins byggja á því að við leggjum öll til sameiginlegra sjóða og þiggjum eftir þörfum til að allir geti átt þess kost að njóta mannsæmandi lífs. Það hefur tryggt velsæld fjölskyldna, eldri borgara, fatlaðs fólks, barna og okkar allra. Hvort viltu gervigrasvöll eða fatlað fólk? Þjónusta við fatlað fólk er lögbundin skylda. Sveitarfélög hafa ekki lagalega skyldu til að reka lystigarða, sundlaugar eða gervigrasvelli. Þeim ber ekki einu sinni skylda til að reka leikskóla eða tónlistarskóla. En þeim ber skylda til þess að þjónusta fatlað fólk, samkvæmt íslenskum lögum og mannréttindasamningum sem þau hafa undirgengist. Okkur gæti fundist fyrrgreind þjónusta lífsnauðsynleg fyrir blómlegt bæjarlíf og sem betur fer sjá flest sveitarfélög hag sinn í því að bjóða upp á fjölbreytta þjónustu. Það eru líka margvíslegar ástæður fyrir því að veita fötluðu fólki og aðstandendum þess góða þjónustu — þrátt fyrir að það tryggi stjórnmálamönnum kannski ekki mörg atkvæði, því miður. Fjölbreytileiki í samfélaginu er t.a.m, styrkleiki og hver manneskja dýrmæt. Fatlað fólk er verðmætt afl á vinnumarkaði með sína menntun, reynslu og þekkingu. Fjölskyldur fatlaðra barna og ungmenna geta unnið úti ef það fær þjónustu. Góð þjónusta dregur einnig úr þörf fyrir inngrip heilbrigðiskerfisins fyrir bæði fatlað fólk sjálft og aðstandendur þess. Fatlað fólk fer ekki neitt og stuðningsþarfir þess ekki heldur þrátt fyrir að skorið sé niður í þjónustu við það. Það er því uggvænlegt að heyra sveitarfélög tala um þjónustu við fatlað fólk eins og um valkvæða þjónustu sé að ræða. Hagsmunir okkar allra að verja mannréttindi Á krepputímum er freistandi að draga fram kostnað við velferðarþjónustu og mannréttindaskuldbindingar en aldrei er eins brýnt og þá og að verja velferð íbúa og forgangsraða verkefnum í samræmi við lagaleg réttindi og skyldur ríkis og sveitarfélaga. Þau réttindi sem hafa verið viðurkennd sem mannréttindi eiga þá að vera í algjörum forgangi. Það er ekki bara siðferðilega réttt heldur óumdeilanleg lagaleg skylda, og forsenda þess að ríki geti staðið við skuldbindbindingar sínar um að tryggja öllum íbúum mannréttindi og jöfn tækifæri. Og síðast en ekki síst, það er þegar öllu er á botninn hvolft hagsmunir okkar allra! Höfundur er starfsmaður Landssamtakanna Þroskahjálpar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagsmál Mannréttindi Mest lesið Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Sjá meira
Flest fatlað fólk þekkir þá vondu tilfinningu að um það sé rætt eins og byrði á samfélaginu. Ég hef verið í hjólastól síðan ég fæddist, og er þar af leiðandi sérfræðingur í kostnaði hinna ýmsu ríkisstofnana við að „reka mig“ eins og fleygt hefur verið fram í umræðunni um stöðu fjárhagsstöðu sveitarfélaga. Ég veit hvað hjálpartækin mín kosta, ég man gróflega hvað hjálpartæki sem mér hefur verið úthlutað síðasta áratug kosta. Ég veit hvað það kostar að veita mér aðstoð á mánuði. Ég veit hvað aðgengislagfæringar sem hafa verið gerðar „vegna mín“ hér og þar kosta. Okkur er nefnilega tíðrætt um hvað fatlað fólk sé dýrt í rekstri og hið opinbera hefur af einhverjum ástæðum haft þá stefnu að fatlað fólk og aðrir viti nákvæmlega hvað það kostar ríkissjóð og sveitarfélög að veita fötluðu fólki þá þjónustu sem það á rétt á samkvæmt lögum. Hvað kostar barnið þitt? Við þiggjum öll margs konar þjónustu og stuðning frá ríki og sveitarfélögum en mjög sjaldan er okkur sagt hvað við kostum. Þú sérð ekki flennistórt skilti á mislægum gatnamótum um hvað framkvæmdin kostaði og foreldrar leikskólabarna fá ekki reikning með sundurliðun yfir hvað sú margvíslega þjónusta sem börn fá innan veggja leikskólans kostar. Sem betur fer ekki! Hugmyndir velferðarsamfélagsins byggja á því að við leggjum öll til sameiginlegra sjóða og þiggjum eftir þörfum til að allir geti átt þess kost að njóta mannsæmandi lífs. Það hefur tryggt velsæld fjölskyldna, eldri borgara, fatlaðs fólks, barna og okkar allra. Hvort viltu gervigrasvöll eða fatlað fólk? Þjónusta við fatlað fólk er lögbundin skylda. Sveitarfélög hafa ekki lagalega skyldu til að reka lystigarða, sundlaugar eða gervigrasvelli. Þeim ber ekki einu sinni skylda til að reka leikskóla eða tónlistarskóla. En þeim ber skylda til þess að þjónusta fatlað fólk, samkvæmt íslenskum lögum og mannréttindasamningum sem þau hafa undirgengist. Okkur gæti fundist fyrrgreind þjónusta lífsnauðsynleg fyrir blómlegt bæjarlíf og sem betur fer sjá flest sveitarfélög hag sinn í því að bjóða upp á fjölbreytta þjónustu. Það eru líka margvíslegar ástæður fyrir því að veita fötluðu fólki og aðstandendum þess góða þjónustu — þrátt fyrir að það tryggi stjórnmálamönnum kannski ekki mörg atkvæði, því miður. Fjölbreytileiki í samfélaginu er t.a.m, styrkleiki og hver manneskja dýrmæt. Fatlað fólk er verðmætt afl á vinnumarkaði með sína menntun, reynslu og þekkingu. Fjölskyldur fatlaðra barna og ungmenna geta unnið úti ef það fær þjónustu. Góð þjónusta dregur einnig úr þörf fyrir inngrip heilbrigðiskerfisins fyrir bæði fatlað fólk sjálft og aðstandendur þess. Fatlað fólk fer ekki neitt og stuðningsþarfir þess ekki heldur þrátt fyrir að skorið sé niður í þjónustu við það. Það er því uggvænlegt að heyra sveitarfélög tala um þjónustu við fatlað fólk eins og um valkvæða þjónustu sé að ræða. Hagsmunir okkar allra að verja mannréttindi Á krepputímum er freistandi að draga fram kostnað við velferðarþjónustu og mannréttindaskuldbindingar en aldrei er eins brýnt og þá og að verja velferð íbúa og forgangsraða verkefnum í samræmi við lagaleg réttindi og skyldur ríkis og sveitarfélaga. Þau réttindi sem hafa verið viðurkennd sem mannréttindi eiga þá að vera í algjörum forgangi. Það er ekki bara siðferðilega réttt heldur óumdeilanleg lagaleg skylda, og forsenda þess að ríki geti staðið við skuldbindbindingar sínar um að tryggja öllum íbúum mannréttindi og jöfn tækifæri. Og síðast en ekki síst, það er þegar öllu er á botninn hvolft hagsmunir okkar allra! Höfundur er starfsmaður Landssamtakanna Þroskahjálpar.
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun