Ríkisstjórn stöðnunar um launamun kynjanna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar 19. febrúar 2021 14:15 Í gær voru færðar fréttir af því að tekjur háskólamenntaðra kvenna væru sambærilegar og ómenntaðra karla. Af því tilefni sagði forsætisráðherra að alltof hægt gangi að ná jafnrétti á Íslandi. Karlar í sambúð hafa að meðaltali 749 þúsund krónur á mánuði og konur í sambúð um 564 þúsund krónur á mánuði. Heildartekjur karla eru því að jafnaði um 29% hærri en tekjur kvenna. Munurinn er enn meiri á landsbyggðinni en þar hafa karlarnir 33% meiri tekjur en konur í sömu stöðu. Ég deili þessum áhyggjum með forsætisráðherra og tók einmitt þetta mál upp á þingi við hana þann 4. febrúar sl. Það gerði ég vegna þess að bein og óbein áhrif Covid-19 á stöðu jafnréttismála er áhyggjuefni því við vitum að efnahagsþrengingar eru til þess fallnar að auka á launamun kynjanna. Við vitum líka að launamunur kynjanna er viðvarandi vandamál, útskýrður sem óútskýrður. Störf kvennastétta eru ekki metin og hafa ekki verið metin að verðleikum og öll finnum við fyrir afleiðingum þess. Við sjáum jafnframt mælingar sem vekja upp ákveðnar spurningar. Árið 2008 var óleiðréttur launamunur kynjanna heil 20%. Síðan höfum við horft upp á jákvæðan en hægfara árangur allt fram til ársins 2018 þegar launamunurinn fór aðeins upp aftur, úr 13,6% í 14%. Þar var sem sagt eitthvað að gerast áður en við fórum inn í þetta erfiða efnahagsástand. Hækkunin var ekki mikil en launamunurinn var ekki lengur minnkandi heldur fór upp á við. Innleiðingu jafnlaunavottunar frestað Sá árangur sem náðst hefur hér á landi í jafnréttismálum náðist vitaskuld ekki bara með tímanum heldur með markvissri baráttu og lagasetningu sem við getum öll verið stolt af. En ég verð að viðurkenna að ég varð undrandi þegar ég sá að eitt fyrsta skref Ásmundar Einars Daðasonar félagsmálaráðherra var að fresta gildistöku laga um jafnlaunavottun, sem verður vegna þeirrar breytingar ekki innleidd að fullu fyrr en í lok árs 2022. Í fyrirspurnartíma í þinginu spurði ég Katrínu Jakobsdóttur um afdrif þingsályktunartillögu Viðreisnar sem var samþykkt á þinginu árið 2018. Með samþykkt þessarar tillögu var ákveðið að ráðist yrði í greiningu á launakjörum ólíkra starfsstétta m.a. til að draga fram kynbundinn launamun til að tryggja jafnræði við launasetningu ólíkra stétta. Fjármálaráðherra var falið verkefnið. Spurning mín var einfaldlega: Hvernig miðar þeirri vinnu? Liggja fyrir einhverjar sérstakar aðgerðir núna af hálfu stjórnvalda í þágu þessa markmiðs? Hvernig miðar vinnunni? Katrín Jakobsdóttur svaraði þá með því að fara yfir aðgerðir stjórnvalda um kynbundið ofbeldi. Vissulega gríðarlega þýðingarmikið viðfangsefni en ekki það efni sem umræðan snerist um þarna, heldur launamunur kynjanna. Það er nefnilega annað viðvarandi vandamál sem er ekki síður alvarlegt, þ.e. að við séum árið 2021 enn þá að glíma við þennan veruleika. Forsætisráðherra sagði aftur spurð að hún þyrfti að vísa þessari fyrirspurn til fjármálaráðherra hún væri ekki með yfirsýn yfir allt það sem er að gerast í öllum ráðuneytum. Launamunur kynjanna er eitt mikilvægasta viðfangsefni jafnréttisbaráttunnar og í því ljósi komu þessi svör forsætisráðherra nokkuð á óvart. Ekki síst í ljósi þess að jafnréttismálin eru nú á vegum forsætisráðuneytis. Jafnvel þótt vinnan við greiningu hafi verið í umsjá fjármálaráðuneytis þá kom á óvart að heyra að forsætisráðherra sem fer með jafnréttismál sagðist ekki vita hvernig vinnunni miðaði, því hún væri ekki með yfirsýn yfir það. Svarið bendir því miður til þess að þessi vinna sé ekki í neinum forgangi. Katrín nefndi að í tengslum við kjarasamninga ríkisins og BSRB hefði verið ákveðið að leggja af stað í sérstaka vinnu um endurmat á störfum kvenna. Sú vinna væri á vegum forsætisráðuneytis. Sá starfshópur væri að störfum. BSRB hefði átt frumkvæði að þessu og þarna koma saman aðilar vinnumarkaðarins og ólíkra ráðuneyta. Ekki var ljóst af svörum forsætisráðherra hvort sú vinna skarast við þá sem fjármálaráðuneytið á að sinna. Nokkur ár eru síðan Alþingi fól fjármálaráðherra þetta brýna verkefni. Þingmenn Viðreisnar hafa síðan spurt nokkuð reglulega um stöðu málsins án mikilla svara. Kreppa leiðir og hefur oft í sögulegu tilliti leitt til bakslags í jafnréttismálum á vinnumarkaði. Hvað líður þessari vinnu og eru einhverjar sérstakar aðgerðir ríkisstjórnarinnar á döfinni núna hvað varðar greiningar á launakjörum ólíkra starfsstétta m.a. til að draga fram kynbundinn launamun? Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun: Kosningar 2021 Jafnréttismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Kjaramál Alþingi Viðreisn Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Sjá meira
Í gær voru færðar fréttir af því að tekjur háskólamenntaðra kvenna væru sambærilegar og ómenntaðra karla. Af því tilefni sagði forsætisráðherra að alltof hægt gangi að ná jafnrétti á Íslandi. Karlar í sambúð hafa að meðaltali 749 þúsund krónur á mánuði og konur í sambúð um 564 þúsund krónur á mánuði. Heildartekjur karla eru því að jafnaði um 29% hærri en tekjur kvenna. Munurinn er enn meiri á landsbyggðinni en þar hafa karlarnir 33% meiri tekjur en konur í sömu stöðu. Ég deili þessum áhyggjum með forsætisráðherra og tók einmitt þetta mál upp á þingi við hana þann 4. febrúar sl. Það gerði ég vegna þess að bein og óbein áhrif Covid-19 á stöðu jafnréttismála er áhyggjuefni því við vitum að efnahagsþrengingar eru til þess fallnar að auka á launamun kynjanna. Við vitum líka að launamunur kynjanna er viðvarandi vandamál, útskýrður sem óútskýrður. Störf kvennastétta eru ekki metin og hafa ekki verið metin að verðleikum og öll finnum við fyrir afleiðingum þess. Við sjáum jafnframt mælingar sem vekja upp ákveðnar spurningar. Árið 2008 var óleiðréttur launamunur kynjanna heil 20%. Síðan höfum við horft upp á jákvæðan en hægfara árangur allt fram til ársins 2018 þegar launamunurinn fór aðeins upp aftur, úr 13,6% í 14%. Þar var sem sagt eitthvað að gerast áður en við fórum inn í þetta erfiða efnahagsástand. Hækkunin var ekki mikil en launamunurinn var ekki lengur minnkandi heldur fór upp á við. Innleiðingu jafnlaunavottunar frestað Sá árangur sem náðst hefur hér á landi í jafnréttismálum náðist vitaskuld ekki bara með tímanum heldur með markvissri baráttu og lagasetningu sem við getum öll verið stolt af. En ég verð að viðurkenna að ég varð undrandi þegar ég sá að eitt fyrsta skref Ásmundar Einars Daðasonar félagsmálaráðherra var að fresta gildistöku laga um jafnlaunavottun, sem verður vegna þeirrar breytingar ekki innleidd að fullu fyrr en í lok árs 2022. Í fyrirspurnartíma í þinginu spurði ég Katrínu Jakobsdóttur um afdrif þingsályktunartillögu Viðreisnar sem var samþykkt á þinginu árið 2018. Með samþykkt þessarar tillögu var ákveðið að ráðist yrði í greiningu á launakjörum ólíkra starfsstétta m.a. til að draga fram kynbundinn launamun til að tryggja jafnræði við launasetningu ólíkra stétta. Fjármálaráðherra var falið verkefnið. Spurning mín var einfaldlega: Hvernig miðar þeirri vinnu? Liggja fyrir einhverjar sérstakar aðgerðir núna af hálfu stjórnvalda í þágu þessa markmiðs? Hvernig miðar vinnunni? Katrín Jakobsdóttur svaraði þá með því að fara yfir aðgerðir stjórnvalda um kynbundið ofbeldi. Vissulega gríðarlega þýðingarmikið viðfangsefni en ekki það efni sem umræðan snerist um þarna, heldur launamunur kynjanna. Það er nefnilega annað viðvarandi vandamál sem er ekki síður alvarlegt, þ.e. að við séum árið 2021 enn þá að glíma við þennan veruleika. Forsætisráðherra sagði aftur spurð að hún þyrfti að vísa þessari fyrirspurn til fjármálaráðherra hún væri ekki með yfirsýn yfir allt það sem er að gerast í öllum ráðuneytum. Launamunur kynjanna er eitt mikilvægasta viðfangsefni jafnréttisbaráttunnar og í því ljósi komu þessi svör forsætisráðherra nokkuð á óvart. Ekki síst í ljósi þess að jafnréttismálin eru nú á vegum forsætisráðuneytis. Jafnvel þótt vinnan við greiningu hafi verið í umsjá fjármálaráðuneytis þá kom á óvart að heyra að forsætisráðherra sem fer með jafnréttismál sagðist ekki vita hvernig vinnunni miðaði, því hún væri ekki með yfirsýn yfir það. Svarið bendir því miður til þess að þessi vinna sé ekki í neinum forgangi. Katrín nefndi að í tengslum við kjarasamninga ríkisins og BSRB hefði verið ákveðið að leggja af stað í sérstaka vinnu um endurmat á störfum kvenna. Sú vinna væri á vegum forsætisráðuneytis. Sá starfshópur væri að störfum. BSRB hefði átt frumkvæði að þessu og þarna koma saman aðilar vinnumarkaðarins og ólíkra ráðuneyta. Ekki var ljóst af svörum forsætisráðherra hvort sú vinna skarast við þá sem fjármálaráðuneytið á að sinna. Nokkur ár eru síðan Alþingi fól fjármálaráðherra þetta brýna verkefni. Þingmenn Viðreisnar hafa síðan spurt nokkuð reglulega um stöðu málsins án mikilla svara. Kreppa leiðir og hefur oft í sögulegu tilliti leitt til bakslags í jafnréttismálum á vinnumarkaði. Hvað líður þessari vinnu og eru einhverjar sérstakar aðgerðir ríkisstjórnarinnar á döfinni núna hvað varðar greiningar á launakjörum ólíkra starfsstétta m.a. til að draga fram kynbundinn launamun? Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun