Óskar Örn með þrennu í stórsigri KR og Víkingur skoraði sex gegn FH Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. febrúar 2021 13:15 Óskar Örn kann vel við sig í ljósbláu. Hann skoraði þrjú mörk og lagði upp önnur þrjú í dag. Vísir/Daniel Thor Tveimur leikjum í riðli 2 í A-deild Lengjubikars karla í knattspyrnu er nú lokið, báðir voru þeir í riðli 2 í A-deild. KR vann 8-2 sigur á sínum fornu fjendum í Fram. Þá vann Víkingur öruggan 6-1 sigur á FH í Skessunni í Hafnafirði. KR-ingar slökuðu á undir lok leiks Segja má að leikur KR og Fram hafi verið leikur kattarins að músinni en gestirnir voru hársbreidd frá því að vinna sér inn sæti í Pepsi Max deild karla á síðustu leiktíð, þeir áttu hins vegar ekki roð í KR í dag. Staðan var 2-0 í hálfleik en í síðari hálfleik skoruðu KR-ingar að vild. Komust þeir í 7-0 áður en Haraldur Einar Ásgrímsson og Aron Þórður Albertsson minnkuðu muninn fyrir gestina undir lok leiks. Hinn 37 ára gamli Óskar Örn Hauksson skoraði þrennu í liði KR. Hans önnur á undirbúningstímabilinu en hann skoraði einnig þrennu gegn Fjölni á Reykjavíkurmótinu. Þá lagði Óskar Örn einnig upp tvö mörk í liði KR. Guðjón Baldvinsson skoraði tvö mörk í liði KR og átti skot í stöng. Hin þrjú mörkin skoruðu Pálmi Rafn Pálmason úr vítaspyrnu, Atli Sigurjónsson með skoti af löngu færi í autt markið eftir að uppspil Fram misheppnaðist og Oddur Ingi Bjarnason skoraði svo í uppbótartíma leiksins. Skömmu áður hafði varamaðurinn Gunnar Gunnarsson fékk beint rautt spjald í liði Fram fyrir slæma tæklingu á Oddi Inga. Lokatölur 8-2 og KR komnir með fjögur stig að loknum tveimur leikjum en liðið gerði 1-1 jafntefli við Víking í fyrstu umferð riðilsins. Fram er með þrjú stig eftir að hafa unnið 3-2 sigur á Þór Akureyri á sama tíma. Erlingur Agnarsson var frábær í liði Víkings í dag.Vísir/Bára Víkingar með sýningu í Skessunni Vuk Oskar Dimitrijevic kom heimamönnum í FH yfir snemma leiks eftir undirbúning Jónatans Inga Jónssonar en svo pökkuðu heimamenn einfaldlega í töskur og héldu heim. Karl Friðleifur Gunnarsson jafnaði metin fyrir Víking eftir aukaspyrnu og Erlingur Agnarsson kom gestunum yfir áður en fyrri hálfleikur var úti. Síðari hálfleikur var einkaeign Víkings. Erlingur bætti við þriðja markinu úr vítaspyrnu og í kjölfarið bætti Nikolaj Hansen við fjórða markinu áður en Helgi Guðjónsson skoraði tvö mörk til viðbótar fyrir gestina, lokatölur því 1-6 í Skessunni í dag. Víkingur einnig með fjögur stig – líkt og KR – á meðan FH er með þrjú stig eftir sigur á Kórdrengjum í fyrstu umferð riðilsins. Fótbolti Íslenski boltinn KR FH Víkingur Reykjavík Mest lesið Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Fleiri fréttir Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Sjá meira
KR-ingar slökuðu á undir lok leiks Segja má að leikur KR og Fram hafi verið leikur kattarins að músinni en gestirnir voru hársbreidd frá því að vinna sér inn sæti í Pepsi Max deild karla á síðustu leiktíð, þeir áttu hins vegar ekki roð í KR í dag. Staðan var 2-0 í hálfleik en í síðari hálfleik skoruðu KR-ingar að vild. Komust þeir í 7-0 áður en Haraldur Einar Ásgrímsson og Aron Þórður Albertsson minnkuðu muninn fyrir gestina undir lok leiks. Hinn 37 ára gamli Óskar Örn Hauksson skoraði þrennu í liði KR. Hans önnur á undirbúningstímabilinu en hann skoraði einnig þrennu gegn Fjölni á Reykjavíkurmótinu. Þá lagði Óskar Örn einnig upp tvö mörk í liði KR. Guðjón Baldvinsson skoraði tvö mörk í liði KR og átti skot í stöng. Hin þrjú mörkin skoruðu Pálmi Rafn Pálmason úr vítaspyrnu, Atli Sigurjónsson með skoti af löngu færi í autt markið eftir að uppspil Fram misheppnaðist og Oddur Ingi Bjarnason skoraði svo í uppbótartíma leiksins. Skömmu áður hafði varamaðurinn Gunnar Gunnarsson fékk beint rautt spjald í liði Fram fyrir slæma tæklingu á Oddi Inga. Lokatölur 8-2 og KR komnir með fjögur stig að loknum tveimur leikjum en liðið gerði 1-1 jafntefli við Víking í fyrstu umferð riðilsins. Fram er með þrjú stig eftir að hafa unnið 3-2 sigur á Þór Akureyri á sama tíma. Erlingur Agnarsson var frábær í liði Víkings í dag.Vísir/Bára Víkingar með sýningu í Skessunni Vuk Oskar Dimitrijevic kom heimamönnum í FH yfir snemma leiks eftir undirbúning Jónatans Inga Jónssonar en svo pökkuðu heimamenn einfaldlega í töskur og héldu heim. Karl Friðleifur Gunnarsson jafnaði metin fyrir Víking eftir aukaspyrnu og Erlingur Agnarsson kom gestunum yfir áður en fyrri hálfleikur var úti. Síðari hálfleikur var einkaeign Víkings. Erlingur bætti við þriðja markinu úr vítaspyrnu og í kjölfarið bætti Nikolaj Hansen við fjórða markinu áður en Helgi Guðjónsson skoraði tvö mörk til viðbótar fyrir gestina, lokatölur því 1-6 í Skessunni í dag. Víkingur einnig með fjögur stig – líkt og KR – á meðan FH er með þrjú stig eftir sigur á Kórdrengjum í fyrstu umferð riðilsins.
Fótbolti Íslenski boltinn KR FH Víkingur Reykjavík Mest lesið Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Fleiri fréttir Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Sjá meira
Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti
Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti