Hvað tekur núna við hjá íslenska körfuboltalandsliðinu? Sindri Sverrisson skrifar 23. febrúar 2021 10:00 Hér fagna íslensku strákarnir sigurkörfu Elvars Más Friðrikssonar á móti Lúxemborg en íslenska liðið tryggði sér sigur í riðlunum með tveimur góðum sigrum í búbblunni í Kósóvó. fiba.basketball Íslenska karlalandsliðið í körfubolta verður næst á ferðinni í ágúst þegar það spilar um sæti í undankeppni HM. Möguleikarnir á að komast í undankeppnina, þar sem bestu lið Evrópu bíða, mega teljast ágætir eftir sigrana tvo í síðustu viku. Ísland fór í gegnum fyrra stig forkeppni HM með sannfærandi hætti og eftir sigrana tvo gegn Slóvakíu og Lúxemborg í síðustu viku endaði Ísland efst í sínum riðli með fimm sigra en aðeins eitt tap. Nú bíður Ísland þess að vita hverjir andstæðingar liðsins verða á seinna stigi forkeppninnar (forkeppni er undanfari undankeppni). Leikið verður í fjórum þriggja liða riðlum, og komast tvö lið úr hverjum riðli í undankeppnina, þar sem öll bestu liðin bíða en þau þurfa ekki að fara í forkeppni. Seinna stig forkeppninnar verður í ágúst og er ætlunin að leikið verði „heima og að heiman“, svo Ísland leikur samtals fjóra leiki. Hugsanlegt er þó að hver riðill verði leikinn í einu landi vegna kórónuveirufaraldursins. Auk Íslands komust Slóvakía, Portúgal og Hvíta-Rússland áfram í gegnum fyrra stig forkeppninnar. Við bættust svo átta þjóðir sem féllu út í undankeppni EM 2022 en henni lauk í gær. Ísland mætir því sem sagt tveimur af eftirtöldum þjóðum í ágúst og þarf að skilja aðra þeirra eftir til að komast í undankeppnina. Liðin tólf sem leika á seinna stigi forkeppninnar og staða á heimslista: Svartfjallaland – 14 Lettland – 15 Ísland – 25 Hvíta-Rússland – 28 Norður-Makedónía – 29 Rúmenía – 30 Svíþjóð – 31 Danmörk – 32 Austurríki – 33 Sviss – 34 Portúgal – 35 Slóvakía – 36 Röðun í styrkleikaflokka fyrir dráttinn hefur ekki verið staðfest og ekki er heldur ljóst hvenær dregið verður í riðla. Í undankeppninni spila svo 32 lið og 12 þeirra komast áfram í sjálfa lokakeppni HM sem fram fer í þremur löndum árið 2023; Indónesíu, Japan og Filippseyjum. En hvers vegna er Ísland í forkeppni? Dýrkeyptu töpin gegn Búlgaríu og Sviss Eftir að hafa skráð sig rækilega í sögubækurnar með því að komast á tvö stórmót, EM 2015 og 2017, féll Ísland úr leik á fyrra stigi undankeppni HM 2019. Tveggja stiga tap á útivelli gegn Búlgaríu réði þar úrslitum og átti eftir að reynast ansi dýrkeypt. Með því að falla úr leik á fyrra stigi undankeppni HM fór Ísland í forkeppni næsta Evrópumóts, sem reyndar fer ekki fram fyrr en 2022. Þar fékk Ísland tvær tilraunir til að komast úr forkeppninni í hina eiginlegu undankeppni EM, en mistókst í bæði skiptin. Í seinni tilrauninni endaði Ísland jafnt Sviss og Portúgal að stigum – mátti tapa lokaleiknum gegn Sviss með 19 stigum en tapaði með 24. Þar með var Ísland snemma úr leik í baráttunni um sæti á EM 2022, og við tók forkeppni fyrir HM 2023, þar sem fyrra stiginu er nú lokið. Næst er að sjá hvernig Íslandi vegnar á seinna stiginu í ágúst. Körfubolti HM 2023 í körfubolta Tengdar fréttir Tryggvi og Jón Axel á toppnum á tveimur tölfræðilistum hvor Íslensku landsliðsstrákarnir voru áberandi á tölfræðilistum forkeppninnar sem lauk um helgina með fimmta sigri íslenska körfuboltalandsliðsins í röð. 22. febrúar 2021 13:30 Flautuþristur Elvars tryggði sætan sigur Íslenska landsliðið vann dramatískan tveggja stiga sigur á Lúxemborg, 86-84, er liðin mættust í FIFA búbblunni í Kósóvó. Íslenska liðið vann því fimm af sex leikjum sínum í riðlinum en þeir voru fyrir leik kvöldsins komnir áfram í næstu umferð. 20. febrúar 2021 17:02 Umfjöllun og viðtöl: Slóvakía - Ísland 79-94 | Sigur sem skaut Íslandi áfram Íslenska karlalandsliðið í körfubolta vann í kvöld góðan sigur á Slóvakíu, 94-79. Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en frábær þriðji leikhluti lagði grunninn að sigrinum. Með sigrinum er Ísland komið í næstu umferð. 18. febrúar 2021 16:51 Mest lesið Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Fótbolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Íslenski boltinn „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Körfubolti „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Fleiri fréttir Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Nýi kani Keflavíkur spilaði með Maryland, Marquette og í sumardeild NBA Myndaveisla frá bardaganum við Luka Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið Sjá meira
Ísland fór í gegnum fyrra stig forkeppni HM með sannfærandi hætti og eftir sigrana tvo gegn Slóvakíu og Lúxemborg í síðustu viku endaði Ísland efst í sínum riðli með fimm sigra en aðeins eitt tap. Nú bíður Ísland þess að vita hverjir andstæðingar liðsins verða á seinna stigi forkeppninnar (forkeppni er undanfari undankeppni). Leikið verður í fjórum þriggja liða riðlum, og komast tvö lið úr hverjum riðli í undankeppnina, þar sem öll bestu liðin bíða en þau þurfa ekki að fara í forkeppni. Seinna stig forkeppninnar verður í ágúst og er ætlunin að leikið verði „heima og að heiman“, svo Ísland leikur samtals fjóra leiki. Hugsanlegt er þó að hver riðill verði leikinn í einu landi vegna kórónuveirufaraldursins. Auk Íslands komust Slóvakía, Portúgal og Hvíta-Rússland áfram í gegnum fyrra stig forkeppninnar. Við bættust svo átta þjóðir sem féllu út í undankeppni EM 2022 en henni lauk í gær. Ísland mætir því sem sagt tveimur af eftirtöldum þjóðum í ágúst og þarf að skilja aðra þeirra eftir til að komast í undankeppnina. Liðin tólf sem leika á seinna stigi forkeppninnar og staða á heimslista: Svartfjallaland – 14 Lettland – 15 Ísland – 25 Hvíta-Rússland – 28 Norður-Makedónía – 29 Rúmenía – 30 Svíþjóð – 31 Danmörk – 32 Austurríki – 33 Sviss – 34 Portúgal – 35 Slóvakía – 36 Röðun í styrkleikaflokka fyrir dráttinn hefur ekki verið staðfest og ekki er heldur ljóst hvenær dregið verður í riðla. Í undankeppninni spila svo 32 lið og 12 þeirra komast áfram í sjálfa lokakeppni HM sem fram fer í þremur löndum árið 2023; Indónesíu, Japan og Filippseyjum. En hvers vegna er Ísland í forkeppni? Dýrkeyptu töpin gegn Búlgaríu og Sviss Eftir að hafa skráð sig rækilega í sögubækurnar með því að komast á tvö stórmót, EM 2015 og 2017, féll Ísland úr leik á fyrra stigi undankeppni HM 2019. Tveggja stiga tap á útivelli gegn Búlgaríu réði þar úrslitum og átti eftir að reynast ansi dýrkeypt. Með því að falla úr leik á fyrra stigi undankeppni HM fór Ísland í forkeppni næsta Evrópumóts, sem reyndar fer ekki fram fyrr en 2022. Þar fékk Ísland tvær tilraunir til að komast úr forkeppninni í hina eiginlegu undankeppni EM, en mistókst í bæði skiptin. Í seinni tilrauninni endaði Ísland jafnt Sviss og Portúgal að stigum – mátti tapa lokaleiknum gegn Sviss með 19 stigum en tapaði með 24. Þar með var Ísland snemma úr leik í baráttunni um sæti á EM 2022, og við tók forkeppni fyrir HM 2023, þar sem fyrra stiginu er nú lokið. Næst er að sjá hvernig Íslandi vegnar á seinna stiginu í ágúst.
Svartfjallaland – 14 Lettland – 15 Ísland – 25 Hvíta-Rússland – 28 Norður-Makedónía – 29 Rúmenía – 30 Svíþjóð – 31 Danmörk – 32 Austurríki – 33 Sviss – 34 Portúgal – 35 Slóvakía – 36 Röðun í styrkleikaflokka fyrir dráttinn hefur ekki verið staðfest og ekki er heldur ljóst hvenær dregið verður í riðla.
Körfubolti HM 2023 í körfubolta Tengdar fréttir Tryggvi og Jón Axel á toppnum á tveimur tölfræðilistum hvor Íslensku landsliðsstrákarnir voru áberandi á tölfræðilistum forkeppninnar sem lauk um helgina með fimmta sigri íslenska körfuboltalandsliðsins í röð. 22. febrúar 2021 13:30 Flautuþristur Elvars tryggði sætan sigur Íslenska landsliðið vann dramatískan tveggja stiga sigur á Lúxemborg, 86-84, er liðin mættust í FIFA búbblunni í Kósóvó. Íslenska liðið vann því fimm af sex leikjum sínum í riðlinum en þeir voru fyrir leik kvöldsins komnir áfram í næstu umferð. 20. febrúar 2021 17:02 Umfjöllun og viðtöl: Slóvakía - Ísland 79-94 | Sigur sem skaut Íslandi áfram Íslenska karlalandsliðið í körfubolta vann í kvöld góðan sigur á Slóvakíu, 94-79. Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en frábær þriðji leikhluti lagði grunninn að sigrinum. Með sigrinum er Ísland komið í næstu umferð. 18. febrúar 2021 16:51 Mest lesið Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Fótbolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Íslenski boltinn „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Körfubolti „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Fleiri fréttir Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Nýi kani Keflavíkur spilaði með Maryland, Marquette og í sumardeild NBA Myndaveisla frá bardaganum við Luka Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið Sjá meira
Tryggvi og Jón Axel á toppnum á tveimur tölfræðilistum hvor Íslensku landsliðsstrákarnir voru áberandi á tölfræðilistum forkeppninnar sem lauk um helgina með fimmta sigri íslenska körfuboltalandsliðsins í röð. 22. febrúar 2021 13:30
Flautuþristur Elvars tryggði sætan sigur Íslenska landsliðið vann dramatískan tveggja stiga sigur á Lúxemborg, 86-84, er liðin mættust í FIFA búbblunni í Kósóvó. Íslenska liðið vann því fimm af sex leikjum sínum í riðlinum en þeir voru fyrir leik kvöldsins komnir áfram í næstu umferð. 20. febrúar 2021 17:02
Umfjöllun og viðtöl: Slóvakía - Ísland 79-94 | Sigur sem skaut Íslandi áfram Íslenska karlalandsliðið í körfubolta vann í kvöld góðan sigur á Slóvakíu, 94-79. Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en frábær þriðji leikhluti lagði grunninn að sigrinum. Með sigrinum er Ísland komið í næstu umferð. 18. febrúar 2021 16:51