VR á að vera í forystu í umhverfismálum Helga Guðrún Jónasdóttir skrifar 23. febrúar 2021 09:00 Umhverfismál og loftlagsbreytingar eru mikilvægustu málefni samtímans og VR sem stærsta stéttarfélag landsins á að vera meðal þeirra sem hafa forystu í þeim málum. Undir núverandi stjórn VR virðist lítill áhugi vera á málaflokknum, sem sannarlega hefur áhrif á velferð allra og eru til dæmis vandfundnar upplýsingar um stöðu umhverfismála og loftlagsbreytinga á heimasíðu VR í dag og þarf VR sannarlega að bæta þar um betur. VR hefur með aðild sinni að ASÍ tekið þátt í frábæru starfi samtaka launafólks í umhverfis- og loftlagsmálum, þar má geta að ASÍ á fulltrúa í Loftlagsráði, en meginhlutverk þess er að veita stjórnvöldum aðhald með faglegri ráðgjöf um loftlagsmál. Ber að fagna því. Ein af lykiláherslum samtaka launafólks í þessum mikilvæga málaflokki snýr að réttlátum umskiptum sem snýr að þeim kostnaði sem umskiptin úr ósjálfbæru í sjálfbært samfélag leiðir óhjákvæmilega af sér. Stjórnvöld og aðilar vinnumarkaðarins eiga að vera leiðandi í að móta breytingar á samfélaginu með það að markmiði að tryggja víðtæka samstöðu um leiðir til að mæta áskorunum framtíðar, tryggja meiri jöfnuð og afkomuöryggi fyrir alla. Loftlagsbreytingar hafa þegar haft víðtæk áhrif á efnahags- og atvinnulíf, lífskjör og afkomu almennings um allan heim og forsendur breytinga er þátttaka og samvinna en þar hefur VR mikilvægu hlutverki að gegna. Að mínu mati er nauðsynlegt að VR leggi, sem stærsta og öflugasta stéttarfélagið, allt það afl sem það getur til þessa mikilvæga málaflokks. Að ná kolefnishlutleysi árið 2040 er risavaxið verkefni sem allir þurfa að leggjast á eitt um að leysa – strax! Höfundur er stjórnmála- og fjölmiðlafræðingur og býður sig fram til formanns VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Félagasamtök Helga Guðrún Jónasdóttir Formannskjör í VR Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Skoðun Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Umhverfismál og loftlagsbreytingar eru mikilvægustu málefni samtímans og VR sem stærsta stéttarfélag landsins á að vera meðal þeirra sem hafa forystu í þeim málum. Undir núverandi stjórn VR virðist lítill áhugi vera á málaflokknum, sem sannarlega hefur áhrif á velferð allra og eru til dæmis vandfundnar upplýsingar um stöðu umhverfismála og loftlagsbreytinga á heimasíðu VR í dag og þarf VR sannarlega að bæta þar um betur. VR hefur með aðild sinni að ASÍ tekið þátt í frábæru starfi samtaka launafólks í umhverfis- og loftlagsmálum, þar má geta að ASÍ á fulltrúa í Loftlagsráði, en meginhlutverk þess er að veita stjórnvöldum aðhald með faglegri ráðgjöf um loftlagsmál. Ber að fagna því. Ein af lykiláherslum samtaka launafólks í þessum mikilvæga málaflokki snýr að réttlátum umskiptum sem snýr að þeim kostnaði sem umskiptin úr ósjálfbæru í sjálfbært samfélag leiðir óhjákvæmilega af sér. Stjórnvöld og aðilar vinnumarkaðarins eiga að vera leiðandi í að móta breytingar á samfélaginu með það að markmiði að tryggja víðtæka samstöðu um leiðir til að mæta áskorunum framtíðar, tryggja meiri jöfnuð og afkomuöryggi fyrir alla. Loftlagsbreytingar hafa þegar haft víðtæk áhrif á efnahags- og atvinnulíf, lífskjör og afkomu almennings um allan heim og forsendur breytinga er þátttaka og samvinna en þar hefur VR mikilvægu hlutverki að gegna. Að mínu mati er nauðsynlegt að VR leggi, sem stærsta og öflugasta stéttarfélagið, allt það afl sem það getur til þessa mikilvæga málaflokks. Að ná kolefnishlutleysi árið 2040 er risavaxið verkefni sem allir þurfa að leggjast á eitt um að leysa – strax! Höfundur er stjórnmála- og fjölmiðlafræðingur og býður sig fram til formanns VR.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar