Tónleikaferð til Marseille endaði með heimilisofbeldi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. febrúar 2021 15:41 Eitt af herbergjunum á Resid‘Hótelinu í Marseille í Frakklandi. Booking.com Tuttugu og átta ára karlmaður hefur verið dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi fyrir að ráðast á sambýliskonu sína á hótelherbergi í Marseille í Frakklandi þann 17. júní árið 2018. Karlmaðurinn afplánar sem stendur sex ára dóm sem hann hlaut sumarið 2019 fyrir tilraun til manndráps. Karlmaðurinn var ákærður fyrir að hafa veist með ofbeldi að konunni fyrir utan hótelherbergi sitt, tekið hana hálstaki, kýlt hana með krepptum hnefa ítrekað í andlit og höfuð. Í kjölfarið eftir að hún féll í gólfið, haldið áfram að sparka og kýla hana með krepptum hnefa víðs vega um líkamann. Afleiðingarnar voru þær, samkvæmt ákæru, að hún hlaut marbletti í kringum bæði augu, bólgu á vinstri kjálka, eymsli yfir kjálkalið vinstra megin, eymsli ofarlega í brjósthrygg, mar frá úlnlið og upp á miðjan vinstri upphaldslegg, tvo marbletti á vinstra læri, einn á hægra læri, sár á olnboga og nokkra marbletti á mjóbaki. Karlmaðurinn neitaði sök. Óhugnanlegar lýsingar konunnar Parið hélt utan á tónlistarhátíð í júní og gisti á hóteli í áttunda hverfi borgarinnar. Ferðin var í boði karlmannsins og skelltu þau sér á tónleika. Þar sinnaðist þeim að sögn konunnar þar sem karlmaðurinn taldi hana vera að reyna við annan karlmann. Leiðir þeirra skildu á tónleikunum. Konan lýsir því að hafa svo haldið til baka á hótelið, frekar ölvuð, og að lokum ratað heim á hótel þar sem karlmaðurinn tók á móti henni í dyrum hótelherbergisins og réðst umsvifalaust á hana. Hann hafi slegið hana tvö til þrjú högg í andlitið. Hún hafi dottið út en rankað við sér þegar hann hafi verið að hrista hana. Hann hafi sagst ekki vilja fara í fangelsi, spurt hvort þau ætluðu ekki til Grikklands og virkað hræddur á svip. Hún hafi öskrað og reynt að fela sig á bak við rúm. Hann hafi strunsað út úr herberginu en hún sofnað. Blóðpollur og eyðilagður sími Lýsingar konunnar á því þegar hún vaknaði morguninn eftir eru á þá leið að hún hafi verið öll blá og marin. Blóðpollur hafi verið á gólfinu 20-25 cm breiður. Starfsfólk hótelsins hafi sagt henni að koma sér af hótelinu. Sími hennar hafi verið brotinn en búið hafi verið að rífa takkana af og gjöreyðileggja símann. Fötum hennar hafi verið hent út um allt í herberginu. Konan segist hafa verið peningalaus og gist eina nótt á götunni. Hún hafi vonast eftir því að karlmaðurinn kæmi aftur en það hafi ekki gerst. Að lokum hafi hún leitað til lögreglu, fengið að borða þar og fengið hótelherbergi. Skýrsla hafi verið tekin af henni. Því næst hafi hún farið í sendiráð Íslands sem hafi haft samband við foreldra hennar. Þau hafi lánað fyrir flugfarinu heim til Íslands. Starfsmaður lagði einnig fram kæru Á meðal gagna málsins var þýðing á skýrslu frá lögreglunni í Marseille um kæru fyrir heimilisofbeldi. Þar kom fram að starfsmaður hótelsins hefði einnig lagt fram kæru gegn karlmanninum fyrir ofbeldi í sinn garð. Starfsmaðurinn lýsti því að hann hefði bankað á hurð og óskað eftir að fólkið væri ekki með hávaða því þau væru að trufla aðra gesti. Karlmaðurinn hefði sagt að þau myndu róa sig. Allt hafi verið á öðrum endanum í herberginu og kona setið á gólfinu og hafi kastað upp. Fimm mínútum síðar byrjaði hávaðinn aftur. Konan hafi komið út úr herberginu, maðurinn tekið hana hálstaki og veitt henni höfuðhögg. Í framhaldinu hafi maðurinn lamið hana með hnefa og sparkað í hana þar sem hún lá á gólfinu. Starfsmaðurinn hafi reynt að grípa inn í og uppskorið spark í brjóstið. Starfsmaðurinn hafi öskrað og maðurinn lagt á flótta. Kannaðist ekkert við frásögn konunnar og starfsmannsins Karlmaðurinn lýsti kvöldinu með allt öðrum hætti en konan. Jú, þau fóru saman á tónleika en hefðu orðið viðskila. Þegar hann hefði farið upp á hótel hefði konan ekki verið þar. Hann hefði því yfirgefið hótelið og farið til Parísar án þess að tékka sig út af hótelinu. Hann hefði ekki verið reiður við konuna en hún sagt honum að fara. Hann hefði orðið við því. Þá sagði hann að þau væru neyslufélagar frekar en að vera í sambandi. Hann hefði greitt fyrir ferð þeirra utan. Hann sagðist ekki kannast við lýsingar konunnar og starfsmanns hótelsins að hann hefði ráðist á þau. Afplánar þungan dóm Héraðsdómur Reykjavíkur taldi framburð mannsins ótrúverðugan og yfir allan vafa hafið að hann hefði veist að konunni umrætt sinn. Var hann sakfelldur fyrir árásina að því fráskildu að hann hefði tekið konuna hálstaki enda hefði hún ekki borið sjálf um það. Karlmaðurinn var dæmdur í febrúar 2019 fyrir heimilisofbeldi gagnvart konunni. Var um að ræða atvik skömmu eftir það atvik sem hér er til umfjöllunar. Karlmaðurinn á að baki sakaferil frá árinu 2011, þegar hann var aðeins nítján ára. Hann á sjö dóma að baki fyrir brot gegn almennum hegningarlögum, lögum um ávana- og fíkniefni og vopnalögum. Það brot sem hér er til umfjöllunar var framið fyrir uppsögu þriggja refsidóma. Bæði sex ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps, fimmtán mánaða dómur og þriggja mánaða dómur. Var refsing hans ákveðin fjögurra mánaða fangelsi með hliðsjón af þeim greinum almennra hegningarlaga sem fjalla um hegningarauka. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Skaðabætur konunnar voru ákvarðaðar 1,2 milljónir króna. Frakkland Íslendingar erlendis Dómsmál Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
Karlmaðurinn var ákærður fyrir að hafa veist með ofbeldi að konunni fyrir utan hótelherbergi sitt, tekið hana hálstaki, kýlt hana með krepptum hnefa ítrekað í andlit og höfuð. Í kjölfarið eftir að hún féll í gólfið, haldið áfram að sparka og kýla hana með krepptum hnefa víðs vega um líkamann. Afleiðingarnar voru þær, samkvæmt ákæru, að hún hlaut marbletti í kringum bæði augu, bólgu á vinstri kjálka, eymsli yfir kjálkalið vinstra megin, eymsli ofarlega í brjósthrygg, mar frá úlnlið og upp á miðjan vinstri upphaldslegg, tvo marbletti á vinstra læri, einn á hægra læri, sár á olnboga og nokkra marbletti á mjóbaki. Karlmaðurinn neitaði sök. Óhugnanlegar lýsingar konunnar Parið hélt utan á tónlistarhátíð í júní og gisti á hóteli í áttunda hverfi borgarinnar. Ferðin var í boði karlmannsins og skelltu þau sér á tónleika. Þar sinnaðist þeim að sögn konunnar þar sem karlmaðurinn taldi hana vera að reyna við annan karlmann. Leiðir þeirra skildu á tónleikunum. Konan lýsir því að hafa svo haldið til baka á hótelið, frekar ölvuð, og að lokum ratað heim á hótel þar sem karlmaðurinn tók á móti henni í dyrum hótelherbergisins og réðst umsvifalaust á hana. Hann hafi slegið hana tvö til þrjú högg í andlitið. Hún hafi dottið út en rankað við sér þegar hann hafi verið að hrista hana. Hann hafi sagst ekki vilja fara í fangelsi, spurt hvort þau ætluðu ekki til Grikklands og virkað hræddur á svip. Hún hafi öskrað og reynt að fela sig á bak við rúm. Hann hafi strunsað út úr herberginu en hún sofnað. Blóðpollur og eyðilagður sími Lýsingar konunnar á því þegar hún vaknaði morguninn eftir eru á þá leið að hún hafi verið öll blá og marin. Blóðpollur hafi verið á gólfinu 20-25 cm breiður. Starfsfólk hótelsins hafi sagt henni að koma sér af hótelinu. Sími hennar hafi verið brotinn en búið hafi verið að rífa takkana af og gjöreyðileggja símann. Fötum hennar hafi verið hent út um allt í herberginu. Konan segist hafa verið peningalaus og gist eina nótt á götunni. Hún hafi vonast eftir því að karlmaðurinn kæmi aftur en það hafi ekki gerst. Að lokum hafi hún leitað til lögreglu, fengið að borða þar og fengið hótelherbergi. Skýrsla hafi verið tekin af henni. Því næst hafi hún farið í sendiráð Íslands sem hafi haft samband við foreldra hennar. Þau hafi lánað fyrir flugfarinu heim til Íslands. Starfsmaður lagði einnig fram kæru Á meðal gagna málsins var þýðing á skýrslu frá lögreglunni í Marseille um kæru fyrir heimilisofbeldi. Þar kom fram að starfsmaður hótelsins hefði einnig lagt fram kæru gegn karlmanninum fyrir ofbeldi í sinn garð. Starfsmaðurinn lýsti því að hann hefði bankað á hurð og óskað eftir að fólkið væri ekki með hávaða því þau væru að trufla aðra gesti. Karlmaðurinn hefði sagt að þau myndu róa sig. Allt hafi verið á öðrum endanum í herberginu og kona setið á gólfinu og hafi kastað upp. Fimm mínútum síðar byrjaði hávaðinn aftur. Konan hafi komið út úr herberginu, maðurinn tekið hana hálstaki og veitt henni höfuðhögg. Í framhaldinu hafi maðurinn lamið hana með hnefa og sparkað í hana þar sem hún lá á gólfinu. Starfsmaðurinn hafi reynt að grípa inn í og uppskorið spark í brjóstið. Starfsmaðurinn hafi öskrað og maðurinn lagt á flótta. Kannaðist ekkert við frásögn konunnar og starfsmannsins Karlmaðurinn lýsti kvöldinu með allt öðrum hætti en konan. Jú, þau fóru saman á tónleika en hefðu orðið viðskila. Þegar hann hefði farið upp á hótel hefði konan ekki verið þar. Hann hefði því yfirgefið hótelið og farið til Parísar án þess að tékka sig út af hótelinu. Hann hefði ekki verið reiður við konuna en hún sagt honum að fara. Hann hefði orðið við því. Þá sagði hann að þau væru neyslufélagar frekar en að vera í sambandi. Hann hefði greitt fyrir ferð þeirra utan. Hann sagðist ekki kannast við lýsingar konunnar og starfsmanns hótelsins að hann hefði ráðist á þau. Afplánar þungan dóm Héraðsdómur Reykjavíkur taldi framburð mannsins ótrúverðugan og yfir allan vafa hafið að hann hefði veist að konunni umrætt sinn. Var hann sakfelldur fyrir árásina að því fráskildu að hann hefði tekið konuna hálstaki enda hefði hún ekki borið sjálf um það. Karlmaðurinn var dæmdur í febrúar 2019 fyrir heimilisofbeldi gagnvart konunni. Var um að ræða atvik skömmu eftir það atvik sem hér er til umfjöllunar. Karlmaðurinn á að baki sakaferil frá árinu 2011, þegar hann var aðeins nítján ára. Hann á sjö dóma að baki fyrir brot gegn almennum hegningarlögum, lögum um ávana- og fíkniefni og vopnalögum. Það brot sem hér er til umfjöllunar var framið fyrir uppsögu þriggja refsidóma. Bæði sex ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps, fimmtán mánaða dómur og þriggja mánaða dómur. Var refsing hans ákveðin fjögurra mánaða fangelsi með hliðsjón af þeim greinum almennra hegningarlaga sem fjalla um hegningarauka. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Skaðabætur konunnar voru ákvarðaðar 1,2 milljónir króna.
Frakkland Íslendingar erlendis Dómsmál Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira