Borg er samfélag Alexandra Briem skrifar 25. febrúar 2021 07:01 Ekkert okkar vill vera á fjárhagsaðstoð sveitarfélaga til framfærslu. Ég hef prófað það, og það er í stuttu máli mjög erfitt og niðurdrepandi. Samt er þetta algjörlega nauðsynlegur hluti af nútíma borgarsamfélagi. Það verður að vera eitthvað sem grípur fólk sem annars gæti ekki fengið mat eða húsaskjól. Á Íslandi eru það sveitarfélögin, og borgin er þar í forystu. En það er hægt að gera betur. Það á ekki að vera erfitt og það á ekki að vera niðurdrepandi. Þess vegna vorum við að samþykkja í velferðarráði að breyta reglum um fjárhagsaðstoð í Reykjavík og senda þær áfram til borgarráðs til staðfestingar. Kerfið á ekki bara að tryggja grunnframfærslu. Það á líka að tryggja að börn fái aðgang að þjónustu samfélagsins, óháð stöðu foreldra þeirra. Þess vegna er skýrt kveðið á um það í nýju reglunum að foreldrar á fjárhagsaðstoð fái stuðning til að greiða fyrir leikskólavist í átta tíma á dag, eða frístund með grunnskóla, ásamt máltíðum og síðdegishressingu eftir því sem við á fyrir börn sín á sama tíma og umsóknarferlið einfaldað. Kerfið á ekki bara að horfa til fastra stærða og hunsa aðstæður fólks. Þess vegna aukum við svigrúm vegna tekna fyrri mánaða fyrir fólk sem er að koma úr öðrum kerfum, svosem úr endurhæfingu. Kerfið á að hafa samúð og hjálpa þeim sem eiga um sárt að binda, þess vegna hækkum við heimildir til útfararstyrkja og til að sækja sérhæfða þjónustu. Kerfið á ekki að festa fólk í fátæktargildru heldur hjálpa fólki að standa á eigin fótum og bæta eigið líf. Þess vegna rýmkum við til muna takmarkanir á námsstyrkjum vegna náms á framhaldsskólastigi, fjarlægt aldurshámark og afnumið kröfu um að nám leiði til náms á háskólastigi, og opna þar með fyrir möguleika á styrkjum til verk- og iðnnáms sem ekki eru lánshæf. Kerfið á að vera einfalt í notkun og aðgengilegt, þess vegna er lögð áhersla á rafræna þjónustu sem fólk getur sótt á eigin tíma eftir eigin hentisemi, og öfluga framlínu og ráðgjafaþjónustu sem hægt er að leita til ef aðstoðar er þörf. Það er fleira sem við viljum breyta og bæta, en þessi atriði eru brýn og ég er stolt af því að við í Pírötum höfum tekið þátt í þeirri vinnu sem leiðir til þessara breytinga. Reykjavíkurborg á að vera áfram leiðandi í þjónustu við íbúana. Höfundur er fulltrúi Pírata í Velferðarráði Reykjavíkurborgar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Félagsmál Borgarstjórn Alexandra Briem Mest lesið Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Sjá meira
Ekkert okkar vill vera á fjárhagsaðstoð sveitarfélaga til framfærslu. Ég hef prófað það, og það er í stuttu máli mjög erfitt og niðurdrepandi. Samt er þetta algjörlega nauðsynlegur hluti af nútíma borgarsamfélagi. Það verður að vera eitthvað sem grípur fólk sem annars gæti ekki fengið mat eða húsaskjól. Á Íslandi eru það sveitarfélögin, og borgin er þar í forystu. En það er hægt að gera betur. Það á ekki að vera erfitt og það á ekki að vera niðurdrepandi. Þess vegna vorum við að samþykkja í velferðarráði að breyta reglum um fjárhagsaðstoð í Reykjavík og senda þær áfram til borgarráðs til staðfestingar. Kerfið á ekki bara að tryggja grunnframfærslu. Það á líka að tryggja að börn fái aðgang að þjónustu samfélagsins, óháð stöðu foreldra þeirra. Þess vegna er skýrt kveðið á um það í nýju reglunum að foreldrar á fjárhagsaðstoð fái stuðning til að greiða fyrir leikskólavist í átta tíma á dag, eða frístund með grunnskóla, ásamt máltíðum og síðdegishressingu eftir því sem við á fyrir börn sín á sama tíma og umsóknarferlið einfaldað. Kerfið á ekki bara að horfa til fastra stærða og hunsa aðstæður fólks. Þess vegna aukum við svigrúm vegna tekna fyrri mánaða fyrir fólk sem er að koma úr öðrum kerfum, svosem úr endurhæfingu. Kerfið á að hafa samúð og hjálpa þeim sem eiga um sárt að binda, þess vegna hækkum við heimildir til útfararstyrkja og til að sækja sérhæfða þjónustu. Kerfið á ekki að festa fólk í fátæktargildru heldur hjálpa fólki að standa á eigin fótum og bæta eigið líf. Þess vegna rýmkum við til muna takmarkanir á námsstyrkjum vegna náms á framhaldsskólastigi, fjarlægt aldurshámark og afnumið kröfu um að nám leiði til náms á háskólastigi, og opna þar með fyrir möguleika á styrkjum til verk- og iðnnáms sem ekki eru lánshæf. Kerfið á að vera einfalt í notkun og aðgengilegt, þess vegna er lögð áhersla á rafræna þjónustu sem fólk getur sótt á eigin tíma eftir eigin hentisemi, og öfluga framlínu og ráðgjafaþjónustu sem hægt er að leita til ef aðstoðar er þörf. Það er fleira sem við viljum breyta og bæta, en þessi atriði eru brýn og ég er stolt af því að við í Pírötum höfum tekið þátt í þeirri vinnu sem leiðir til þessara breytinga. Reykjavíkurborg á að vera áfram leiðandi í þjónustu við íbúana. Höfundur er fulltrúi Pírata í Velferðarráði Reykjavíkurborgar
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun