Formannskjör í VR Maríanna Traustadóttir skrifar 25. febrúar 2021 08:30 VR er fjömennasta stéttarfélag landsins og spannar litróf félagsmanna allan litaskalann. Hóparnir innan VR eru margbreytilegir og kröfur og þarfir ólíkar og er það mikil áskorun fyrir forystu félagsins. Það sem skiptir meginmáli er að formaðurinn hafi hagsmuni allra félagsmanna að leiðarljósi en ekki þröngs hóps þeirra sem fylgja pólitískum skoðunum sem hann sjálfur hefur áhuga á í einstökum málum. Verkalýðsbarátta er félagspólitík, stéttarfélög eiga að beita sér í baráttunni fyrir bættum kjörum fyrir alla, óháð pólitískum skoðunum. Félagið getur og á að beita sér í þeim málum sem skipta máli í dag og til framtíðar. Fjölmargar áskoranir bíða nýs formanns VR, þar er helst að nefna afleiðingar heimsfaraldursins á líf og störf almennings og loftlagsbreytingar af manna völdum og áhrif þeirra á störf til framtíðar. Mörg önnur verkefni bíða úrlausnar og skipta félagsmenn VR máli eins og stytting vinnuvikunnar, samþætting einkalífs og vinnu, staða útlendinga á íslenskum vinnumarkaði, launamunur kynjanna, verkefnin eru margvísleg. Því þarf VR sterkan leiðtoga sem hefur víðsýni og þrautseigju að leiðarljósi. Ég vann fyrir verkalýðshreyfinguna í tugi ára og var fulltrúi hennar í fjölmörgum nefndum og ráðum bæði innanlands og erlendis. Ég hef komið að mörgum þeim málum sem snerta hag allra á vinnumarkaði og get því fullyrt að VR hefur áhrif í krafti fjöldans. Ég er virkur félagi í VG - Vinstrihreyfingunni – grænt framboð og hef verið lengi en læt ekki mínar pólitísku skoðanir hafa áhrfi á val mitt. Mitt val byggir á félagspólitískum markmiðum viðkomandi frambjóðanda, því kýs ég Helgu Guðrúnu Jónasdóttur. Stéttarfélagsþátttaka hér á land er mikil. En það er ekki nóg að vera félagi í stéttarfélagi, við eigum að vera virk. Hver og einn getur haft áhrif með því að nýta kosningarétt sinn. Formaður VR á að vinna fyrir alla félagsmenn, ég treysti Helgu Guðrúnu Jónasdóttur til að takast á við það krefjandi verkefni. Nýtum kosningaréttinn. Höfundur er mannfræðingur og félagi í VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Formannskjör í VR Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Skoðun Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
VR er fjömennasta stéttarfélag landsins og spannar litróf félagsmanna allan litaskalann. Hóparnir innan VR eru margbreytilegir og kröfur og þarfir ólíkar og er það mikil áskorun fyrir forystu félagsins. Það sem skiptir meginmáli er að formaðurinn hafi hagsmuni allra félagsmanna að leiðarljósi en ekki þröngs hóps þeirra sem fylgja pólitískum skoðunum sem hann sjálfur hefur áhuga á í einstökum málum. Verkalýðsbarátta er félagspólitík, stéttarfélög eiga að beita sér í baráttunni fyrir bættum kjörum fyrir alla, óháð pólitískum skoðunum. Félagið getur og á að beita sér í þeim málum sem skipta máli í dag og til framtíðar. Fjölmargar áskoranir bíða nýs formanns VR, þar er helst að nefna afleiðingar heimsfaraldursins á líf og störf almennings og loftlagsbreytingar af manna völdum og áhrif þeirra á störf til framtíðar. Mörg önnur verkefni bíða úrlausnar og skipta félagsmenn VR máli eins og stytting vinnuvikunnar, samþætting einkalífs og vinnu, staða útlendinga á íslenskum vinnumarkaði, launamunur kynjanna, verkefnin eru margvísleg. Því þarf VR sterkan leiðtoga sem hefur víðsýni og þrautseigju að leiðarljósi. Ég vann fyrir verkalýðshreyfinguna í tugi ára og var fulltrúi hennar í fjölmörgum nefndum og ráðum bæði innanlands og erlendis. Ég hef komið að mörgum þeim málum sem snerta hag allra á vinnumarkaði og get því fullyrt að VR hefur áhrif í krafti fjöldans. Ég er virkur félagi í VG - Vinstrihreyfingunni – grænt framboð og hef verið lengi en læt ekki mínar pólitísku skoðanir hafa áhrfi á val mitt. Mitt val byggir á félagspólitískum markmiðum viðkomandi frambjóðanda, því kýs ég Helgu Guðrúnu Jónasdóttur. Stéttarfélagsþátttaka hér á land er mikil. En það er ekki nóg að vera félagi í stéttarfélagi, við eigum að vera virk. Hver og einn getur haft áhrif með því að nýta kosningarétt sinn. Formaður VR á að vinna fyrir alla félagsmenn, ég treysti Helgu Guðrúnu Jónasdóttur til að takast á við það krefjandi verkefni. Nýtum kosningaréttinn. Höfundur er mannfræðingur og félagi í VR.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar