Formannskjör í VR Maríanna Traustadóttir skrifar 25. febrúar 2021 08:30 VR er fjömennasta stéttarfélag landsins og spannar litróf félagsmanna allan litaskalann. Hóparnir innan VR eru margbreytilegir og kröfur og þarfir ólíkar og er það mikil áskorun fyrir forystu félagsins. Það sem skiptir meginmáli er að formaðurinn hafi hagsmuni allra félagsmanna að leiðarljósi en ekki þröngs hóps þeirra sem fylgja pólitískum skoðunum sem hann sjálfur hefur áhuga á í einstökum málum. Verkalýðsbarátta er félagspólitík, stéttarfélög eiga að beita sér í baráttunni fyrir bættum kjörum fyrir alla, óháð pólitískum skoðunum. Félagið getur og á að beita sér í þeim málum sem skipta máli í dag og til framtíðar. Fjölmargar áskoranir bíða nýs formanns VR, þar er helst að nefna afleiðingar heimsfaraldursins á líf og störf almennings og loftlagsbreytingar af manna völdum og áhrif þeirra á störf til framtíðar. Mörg önnur verkefni bíða úrlausnar og skipta félagsmenn VR máli eins og stytting vinnuvikunnar, samþætting einkalífs og vinnu, staða útlendinga á íslenskum vinnumarkaði, launamunur kynjanna, verkefnin eru margvísleg. Því þarf VR sterkan leiðtoga sem hefur víðsýni og þrautseigju að leiðarljósi. Ég vann fyrir verkalýðshreyfinguna í tugi ára og var fulltrúi hennar í fjölmörgum nefndum og ráðum bæði innanlands og erlendis. Ég hef komið að mörgum þeim málum sem snerta hag allra á vinnumarkaði og get því fullyrt að VR hefur áhrif í krafti fjöldans. Ég er virkur félagi í VG - Vinstrihreyfingunni – grænt framboð og hef verið lengi en læt ekki mínar pólitísku skoðanir hafa áhrfi á val mitt. Mitt val byggir á félagspólitískum markmiðum viðkomandi frambjóðanda, því kýs ég Helgu Guðrúnu Jónasdóttur. Stéttarfélagsþátttaka hér á land er mikil. En það er ekki nóg að vera félagi í stéttarfélagi, við eigum að vera virk. Hver og einn getur haft áhrif með því að nýta kosningarétt sinn. Formaður VR á að vinna fyrir alla félagsmenn, ég treysti Helgu Guðrúnu Jónasdóttur til að takast á við það krefjandi verkefni. Nýtum kosningaréttinn. Höfundur er mannfræðingur og félagi í VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Formannskjör í VR Mest lesið Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Halldór 23.8.2025 Halldór Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
VR er fjömennasta stéttarfélag landsins og spannar litróf félagsmanna allan litaskalann. Hóparnir innan VR eru margbreytilegir og kröfur og þarfir ólíkar og er það mikil áskorun fyrir forystu félagsins. Það sem skiptir meginmáli er að formaðurinn hafi hagsmuni allra félagsmanna að leiðarljósi en ekki þröngs hóps þeirra sem fylgja pólitískum skoðunum sem hann sjálfur hefur áhuga á í einstökum málum. Verkalýðsbarátta er félagspólitík, stéttarfélög eiga að beita sér í baráttunni fyrir bættum kjörum fyrir alla, óháð pólitískum skoðunum. Félagið getur og á að beita sér í þeim málum sem skipta máli í dag og til framtíðar. Fjölmargar áskoranir bíða nýs formanns VR, þar er helst að nefna afleiðingar heimsfaraldursins á líf og störf almennings og loftlagsbreytingar af manna völdum og áhrif þeirra á störf til framtíðar. Mörg önnur verkefni bíða úrlausnar og skipta félagsmenn VR máli eins og stytting vinnuvikunnar, samþætting einkalífs og vinnu, staða útlendinga á íslenskum vinnumarkaði, launamunur kynjanna, verkefnin eru margvísleg. Því þarf VR sterkan leiðtoga sem hefur víðsýni og þrautseigju að leiðarljósi. Ég vann fyrir verkalýðshreyfinguna í tugi ára og var fulltrúi hennar í fjölmörgum nefndum og ráðum bæði innanlands og erlendis. Ég hef komið að mörgum þeim málum sem snerta hag allra á vinnumarkaði og get því fullyrt að VR hefur áhrif í krafti fjöldans. Ég er virkur félagi í VG - Vinstrihreyfingunni – grænt framboð og hef verið lengi en læt ekki mínar pólitísku skoðanir hafa áhrfi á val mitt. Mitt val byggir á félagspólitískum markmiðum viðkomandi frambjóðanda, því kýs ég Helgu Guðrúnu Jónasdóttur. Stéttarfélagsþátttaka hér á land er mikil. En það er ekki nóg að vera félagi í stéttarfélagi, við eigum að vera virk. Hver og einn getur haft áhrif með því að nýta kosningarétt sinn. Formaður VR á að vinna fyrir alla félagsmenn, ég treysti Helgu Guðrúnu Jónasdóttur til að takast á við það krefjandi verkefni. Nýtum kosningaréttinn. Höfundur er mannfræðingur og félagi í VR.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar