Formannskjör í VR Maríanna Traustadóttir skrifar 25. febrúar 2021 08:30 VR er fjömennasta stéttarfélag landsins og spannar litróf félagsmanna allan litaskalann. Hóparnir innan VR eru margbreytilegir og kröfur og þarfir ólíkar og er það mikil áskorun fyrir forystu félagsins. Það sem skiptir meginmáli er að formaðurinn hafi hagsmuni allra félagsmanna að leiðarljósi en ekki þröngs hóps þeirra sem fylgja pólitískum skoðunum sem hann sjálfur hefur áhuga á í einstökum málum. Verkalýðsbarátta er félagspólitík, stéttarfélög eiga að beita sér í baráttunni fyrir bættum kjörum fyrir alla, óháð pólitískum skoðunum. Félagið getur og á að beita sér í þeim málum sem skipta máli í dag og til framtíðar. Fjölmargar áskoranir bíða nýs formanns VR, þar er helst að nefna afleiðingar heimsfaraldursins á líf og störf almennings og loftlagsbreytingar af manna völdum og áhrif þeirra á störf til framtíðar. Mörg önnur verkefni bíða úrlausnar og skipta félagsmenn VR máli eins og stytting vinnuvikunnar, samþætting einkalífs og vinnu, staða útlendinga á íslenskum vinnumarkaði, launamunur kynjanna, verkefnin eru margvísleg. Því þarf VR sterkan leiðtoga sem hefur víðsýni og þrautseigju að leiðarljósi. Ég vann fyrir verkalýðshreyfinguna í tugi ára og var fulltrúi hennar í fjölmörgum nefndum og ráðum bæði innanlands og erlendis. Ég hef komið að mörgum þeim málum sem snerta hag allra á vinnumarkaði og get því fullyrt að VR hefur áhrif í krafti fjöldans. Ég er virkur félagi í VG - Vinstrihreyfingunni – grænt framboð og hef verið lengi en læt ekki mínar pólitísku skoðanir hafa áhrfi á val mitt. Mitt val byggir á félagspólitískum markmiðum viðkomandi frambjóðanda, því kýs ég Helgu Guðrúnu Jónasdóttur. Stéttarfélagsþátttaka hér á land er mikil. En það er ekki nóg að vera félagi í stéttarfélagi, við eigum að vera virk. Hver og einn getur haft áhrif með því að nýta kosningarétt sinn. Formaður VR á að vinna fyrir alla félagsmenn, ég treysti Helgu Guðrúnu Jónasdóttur til að takast á við það krefjandi verkefni. Nýtum kosningaréttinn. Höfundur er mannfræðingur og félagi í VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Formannskjör í VR Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
VR er fjömennasta stéttarfélag landsins og spannar litróf félagsmanna allan litaskalann. Hóparnir innan VR eru margbreytilegir og kröfur og þarfir ólíkar og er það mikil áskorun fyrir forystu félagsins. Það sem skiptir meginmáli er að formaðurinn hafi hagsmuni allra félagsmanna að leiðarljósi en ekki þröngs hóps þeirra sem fylgja pólitískum skoðunum sem hann sjálfur hefur áhuga á í einstökum málum. Verkalýðsbarátta er félagspólitík, stéttarfélög eiga að beita sér í baráttunni fyrir bættum kjörum fyrir alla, óháð pólitískum skoðunum. Félagið getur og á að beita sér í þeim málum sem skipta máli í dag og til framtíðar. Fjölmargar áskoranir bíða nýs formanns VR, þar er helst að nefna afleiðingar heimsfaraldursins á líf og störf almennings og loftlagsbreytingar af manna völdum og áhrif þeirra á störf til framtíðar. Mörg önnur verkefni bíða úrlausnar og skipta félagsmenn VR máli eins og stytting vinnuvikunnar, samþætting einkalífs og vinnu, staða útlendinga á íslenskum vinnumarkaði, launamunur kynjanna, verkefnin eru margvísleg. Því þarf VR sterkan leiðtoga sem hefur víðsýni og þrautseigju að leiðarljósi. Ég vann fyrir verkalýðshreyfinguna í tugi ára og var fulltrúi hennar í fjölmörgum nefndum og ráðum bæði innanlands og erlendis. Ég hef komið að mörgum þeim málum sem snerta hag allra á vinnumarkaði og get því fullyrt að VR hefur áhrif í krafti fjöldans. Ég er virkur félagi í VG - Vinstrihreyfingunni – grænt framboð og hef verið lengi en læt ekki mínar pólitísku skoðanir hafa áhrfi á val mitt. Mitt val byggir á félagspólitískum markmiðum viðkomandi frambjóðanda, því kýs ég Helgu Guðrúnu Jónasdóttur. Stéttarfélagsþátttaka hér á land er mikil. En það er ekki nóg að vera félagi í stéttarfélagi, við eigum að vera virk. Hver og einn getur haft áhrif með því að nýta kosningarétt sinn. Formaður VR á að vinna fyrir alla félagsmenn, ég treysti Helgu Guðrúnu Jónasdóttur til að takast á við það krefjandi verkefni. Nýtum kosningaréttinn. Höfundur er mannfræðingur og félagi í VR.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar