Herinn krefur forsætisráðherra Armeníu um afsögn Samúel Karl Ólason skrifar 25. febrúar 2021 09:58 Nikol Pashinyan, forsætisráðherra, með hópi hermanna, áður en þeir voru sendir til víglínanna í fyrra.his resignation. EPA/TIGRAN MEHRABYAN Forsvarsmenn hers Armeníu hafa krafist þess að Nikol Pashinyan, forsætisráðherra ríkisins, og ríkisstjórn hans láti af völdum. Pashinyan segist líta á kröfuna sem tilraun til valdaráns og hvetur hann stuðningsmenn sína til að mótmæla á götum úti. Pashinyan hefur beðið lögreglu landsins um að standa vörð um opinberar byggingar og hefur hann einnig rekið yfirmann herafla Armeníu. Forseti landsins hefur þó ekki skrifað undir þá skipun enn, samkvæmt frétt AFP fréttaveitunnar. Onik Gasparyan, yfirmaður herafla Armeníu, sendi bréf til forsætisráðherrans, og þar sem afsagnar hans er krafist. Undir bréfið skrifuðu fjölmargir aðrir yfirmenn í hernum. Pashinyan hefur staðið frammi fyrir miklum mótmælum og áköllum um að hann segi af sér í kjölfar átaka Armeníu og Aserbaídsjan um Nagorno-Karabakh hérað í fyrra. Það voru sex vikna átök sem Armenar töpuðu með afgerandi hætti. Sjá einnig: Forsætisráðherra Armena úthrópaður sem svikari Það tilheyrði formlega Aserbaídsjan en því hafði þó í raun verið stjórnað af Armenunum sem búa þar. Eftir átökin samþykktu Armenar að láta héraðið alfarið af höndum auk annarra landsvæða. Fyrir vendingar dagsins hafði Pashinyan vikið varaformanni herforingjaráðs Armeníu úr starfi. Sá hafði gagnrýnt Pashinyan fyrir það hvernig hann hélt á spöðunum í átökunum í fyrra og sagði ríkisstjórn hans ekki hafa tekið góðar ákvarðanir. Armenía Nagorno-Karabakh Tengdar fréttir Armenar og Aserar skiptast á föngum Sex vikum eftir að friðarsamkomulag náðist eftir vopnuð átök Armena og Asera um héraðið Nargorno-Karabakh hafa ríkin nú skipst á föngum. 15. desember 2020 10:28 Aserskir hermenn ákærðir fyrir stríðsglæpi Yfirvöld í Aserbaídsjan hafa tilkynnt að þau hafi ákært tvo hermenn sína fyrir að hafa limlest lík armenskra hermanna í nýlegum átökunum um héraðið Nagorno-Karabakh. 14. desember 2020 23:17 Varnarmálaráðherrann fer frá eftir umdeilt samkomulag Greint var frá því í morgun að aserski herinn hafi haldið inn í svæðið Aghdam í samræmi við ákvæði samningsins. 20. nóvember 2020 13:04 Brenna heimili sín og flytja grafir Þorpsbúar í Nagorno-Karabakh kveiktu í húsunum sínum í gær og í dag en um helgina verður stjórn svæðisins sem um ræðir afhent Aserum eftir að hafa verið á höndum Armena í áratugi. Íbúar Kalbajar flýja nú svæðið eftir að deiluaðilar gerðu vopnahlé og ljóst var að Aserar tækju við stjórn á morgun. 14. nóvember 2020 19:37 Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Erlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Fleiri fréttir Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Sjá meira
Pashinyan hefur beðið lögreglu landsins um að standa vörð um opinberar byggingar og hefur hann einnig rekið yfirmann herafla Armeníu. Forseti landsins hefur þó ekki skrifað undir þá skipun enn, samkvæmt frétt AFP fréttaveitunnar. Onik Gasparyan, yfirmaður herafla Armeníu, sendi bréf til forsætisráðherrans, og þar sem afsagnar hans er krafist. Undir bréfið skrifuðu fjölmargir aðrir yfirmenn í hernum. Pashinyan hefur staðið frammi fyrir miklum mótmælum og áköllum um að hann segi af sér í kjölfar átaka Armeníu og Aserbaídsjan um Nagorno-Karabakh hérað í fyrra. Það voru sex vikna átök sem Armenar töpuðu með afgerandi hætti. Sjá einnig: Forsætisráðherra Armena úthrópaður sem svikari Það tilheyrði formlega Aserbaídsjan en því hafði þó í raun verið stjórnað af Armenunum sem búa þar. Eftir átökin samþykktu Armenar að láta héraðið alfarið af höndum auk annarra landsvæða. Fyrir vendingar dagsins hafði Pashinyan vikið varaformanni herforingjaráðs Armeníu úr starfi. Sá hafði gagnrýnt Pashinyan fyrir það hvernig hann hélt á spöðunum í átökunum í fyrra og sagði ríkisstjórn hans ekki hafa tekið góðar ákvarðanir.
Armenía Nagorno-Karabakh Tengdar fréttir Armenar og Aserar skiptast á föngum Sex vikum eftir að friðarsamkomulag náðist eftir vopnuð átök Armena og Asera um héraðið Nargorno-Karabakh hafa ríkin nú skipst á föngum. 15. desember 2020 10:28 Aserskir hermenn ákærðir fyrir stríðsglæpi Yfirvöld í Aserbaídsjan hafa tilkynnt að þau hafi ákært tvo hermenn sína fyrir að hafa limlest lík armenskra hermanna í nýlegum átökunum um héraðið Nagorno-Karabakh. 14. desember 2020 23:17 Varnarmálaráðherrann fer frá eftir umdeilt samkomulag Greint var frá því í morgun að aserski herinn hafi haldið inn í svæðið Aghdam í samræmi við ákvæði samningsins. 20. nóvember 2020 13:04 Brenna heimili sín og flytja grafir Þorpsbúar í Nagorno-Karabakh kveiktu í húsunum sínum í gær og í dag en um helgina verður stjórn svæðisins sem um ræðir afhent Aserum eftir að hafa verið á höndum Armena í áratugi. Íbúar Kalbajar flýja nú svæðið eftir að deiluaðilar gerðu vopnahlé og ljóst var að Aserar tækju við stjórn á morgun. 14. nóvember 2020 19:37 Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Erlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Fleiri fréttir Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Sjá meira
Armenar og Aserar skiptast á föngum Sex vikum eftir að friðarsamkomulag náðist eftir vopnuð átök Armena og Asera um héraðið Nargorno-Karabakh hafa ríkin nú skipst á föngum. 15. desember 2020 10:28
Aserskir hermenn ákærðir fyrir stríðsglæpi Yfirvöld í Aserbaídsjan hafa tilkynnt að þau hafi ákært tvo hermenn sína fyrir að hafa limlest lík armenskra hermanna í nýlegum átökunum um héraðið Nagorno-Karabakh. 14. desember 2020 23:17
Varnarmálaráðherrann fer frá eftir umdeilt samkomulag Greint var frá því í morgun að aserski herinn hafi haldið inn í svæðið Aghdam í samræmi við ákvæði samningsins. 20. nóvember 2020 13:04
Brenna heimili sín og flytja grafir Þorpsbúar í Nagorno-Karabakh kveiktu í húsunum sínum í gær og í dag en um helgina verður stjórn svæðisins sem um ræðir afhent Aserum eftir að hafa verið á höndum Armena í áratugi. Íbúar Kalbajar flýja nú svæðið eftir að deiluaðilar gerðu vopnahlé og ljóst var að Aserar tækju við stjórn á morgun. 14. nóvember 2020 19:37